57 ára og „loksins sátt í eigin skinni“

Fyrirsætan Paulina Porizkova tók á móti nýja árinu með stæl.
Fyrirsætan Paulina Porizkova tók á móti nýja árinu með stæl. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­sæt­an Paul­ina Poriz­kova byrjaði nýja árið af krafti og deildi tákn­rænni mynd af sér þar sem hún stend­ur ber í engu nema nær­bux­um. Við mynd­ina skrifaði hún per­sónu­lega færslu þar sem hún út­skýrði að hún hefði ekk­ert að fela leng­ur og tæki því nýja ár­inu opn­um örm­um. 

Poriz­kova var ein eft­ir­sótt­asta fyr­ir­sæta í heimi á ní­unda ára­tugn­um, en hún seg­ist þó hafa haft lítið sjálfs­traust á þeim tíma og upp­lifað mikla dóm­hörku frá sam­fé­lag­inu á há­tindi frægðar­inn­ar. Nú seg­ist hún loks­ins sátt í eig­in skinni, orðin 57 ára. 

„Ég hef ekk­ert að fela“

„Ég tek á móti nýja ár­inu ber vegna þess að ég hef ekk­ert að fela. Loks­ins er ég sátt í eig­in skinni. Ég þarf enga brynju þegar ég er nú þegar vopnuð reynslu minni og þeirri visku sem hún hef­ur fært mér,“ skrifaði Poriz­kova við færsl­una. 

Í færsl­unni legg­ur hún jafn­framt áherslu á að styrk­leik­ar henn­ar og kost­ir komi inn­an frá og séu ekki endi­lega sýni­leg­ir utan frá, en þó svo að þeir sjá­ist ekki utan á henni séu þeir samt sem áður fyr­ir hendi og geri hana stolta. 

Hrár raun­veru­leik­inn fram yfir glans­mynd­ir

Á miðlum sín­um legg­ur Poriz­kova áherslu á að sýna ekki ein­ung­is glans­mynd­ir af sér, en hún hef­ur talað op­in­skátt um ald­urs­hyggju og gagn­rýnt feg­urðartengda for­dóma sem bein­ast að fólki þegar það fer að eld­ast. Þá seg­ir hún sam­fé­lagið senda eldri kon­um skýr skila­boð um að þær verði að fela öll merki um öldrun, sem skapi mikla skömm meðal kvenna yfir því að eld­ast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda