Andlit Madonnu vekur enn og aftur athygli

Útlit Madonnu vakti athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld.
Útlit Madonnu vakti athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld. AFP/Samsett mynd

Tónlistarkonan Madonna kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles á sunnudagskvöld. Útlit söngkonunnar vakti mikla athygli en nú þykir hún líta enn skringilegri út en vanalega.

Andlitsfall söngkonunnar er það sem helst vekur athygli en það hefur breyst mikið á síðustu árum. Virðist hún vera með mikið af fylliefnum kinn- og kjálkabeinum. Þar að auki virðist hún hafa farið í andlitslyfingu.

„Hvað kom fyrir andlit Madonnu?“ spurði einn á Twitter þegar verðlaunahátíðinni var sjónvarpað beint. „Ég að reyna að hunsa það að Madonna er komin með nýtt andlit,“ skrifaði annar og birti myndband af Adele mjög svo hissa.

„Var Madonna tilnefnd fyrir „besta nýja andlitið“ á Grammy-verðlaununum í ár?“ spurði sá þriðji og uppskar mikil viðbrögð.

Andlit söngkonunnar hefur breyst mikið í gegnum árin líkt og Smartland hefur fjallað um. Þá hefur útlit hennar stundum vakið óhug og aðdáendur velt fyrir sér hvort í góðu lagi sé með hetjuna sína.

Madonna á sviðinu á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Madonna á sviðinu á Grammy-verðlaunahátíðinni. AFP/Valerie Macon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda