Er hægt að vera með ofnæmi fyrir sólarvörnum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það þurfi að velja …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það þurfi að velja sólarvörn vel því sólin er skaðleg fyrir húðina. Ljósmynd/Samsett

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir hjá Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá les­enda sem er að velta fyr­ir sér sól­ar­vörn­um. 

Hæ! 

Get­ur maður fengið of­næmi gegn sól­ar­vörn­um? 

Kveðja, 

G

Ljós­mynd/​Unsplash

Sæl G. 

Já, maður get­ur það. Það eru viss inni­halds­efni í sól­ar­vörn­um sem fólk get­ur fengið of­næmi fyr­ir. Al­geng­ast er að það sé gegn ilm­efn­um eða rot­varn­ar­efn­um sem eru í sól­ar­vörn­inni en get­ur líka verið gegn virku efn­un­um sjálf­um. Mæli með því að velja ekki sól­ar­varn­ir sem inni­halda mikið af ilm­efn­um, það er að segja sem eru með mikla lykt. Sól­ar­varn­ir skipt­ast í meg­inþátt­um í tvennt, ann­ars veg­ar steinefna sól­ar­varn­ir (miner­al sunscreen) eða efna/​kemísk­ar sól­ar­varn­ir (chemical sunscreen).

Oft eru þær svo blandaðar, það er að segja bæði með steinefna vörn og kemíska vörn. Al­geng­ustu virk­u­efn­in í kemísk­um sól­ar­vörn­um eru met­hoxyc­inna­ma­te, benzoph­eno­ne-2, benzoph­eno­ne-3 (oxy­benzo­ne), og er of­næmi gegn þess­um efn­um sjald­gæft en fyr­ir finnst. Zink og tit­aniumdi­ox­i­de, sem eru virku efn­in í steinefnasól­ar­vörn­um, vekja veru­lega sjald­an upp ein­hver snerti­of­næmisviðbrögð og eru þá góður kost­ur fyr­ir þá sem eru með of­næmi fyr­ir benzo­neinni­halds­efn­un­um 

Til að kom­ast að því hvort þú sért með of­næmi fyr­ir ein­hverri vissri sól­ar­vörn þá er hægt að gera of­næm­is­próf hjá húðlækn­um.

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda