Er hægt að vera með ofnæmi fyrir sólarvörnum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það þurfi að velja …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir að það þurfi að velja sólarvörn vel því sólin er skaðleg fyrir húðina. Ljósmynd/Samsett

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir hjá Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá les­enda sem er að velta fyr­ir sér sól­ar­vörn­um. 

Hæ! 

Get­ur maður fengið of­næmi gegn sól­ar­vörn­um? 

Kveðja, 

G

Ljós­mynd/​Unsplash

Sæl G. 

Já, maður get­ur það. Það eru viss inni­halds­efni í sól­ar­vörn­um sem fólk get­ur fengið of­næmi fyr­ir. Al­geng­ast er að það sé gegn ilm­efn­um eða rot­varn­ar­efn­um sem eru í sól­ar­vörn­inni en get­ur líka verið gegn virku efn­un­um sjálf­um. Mæli með því að velja ekki sól­ar­varn­ir sem inni­halda mikið af ilm­efn­um, það er að segja sem eru með mikla lykt. Sól­ar­varn­ir skipt­ast í meg­inþátt­um í tvennt, ann­ars veg­ar steinefna sól­ar­varn­ir (miner­al sunscreen) eða efna/​kemísk­ar sól­ar­varn­ir (chemical sunscreen).

Oft eru þær svo blandaðar, það er að segja bæði með steinefna vörn og kemíska vörn. Al­geng­ustu virk­u­efn­in í kemísk­um sól­ar­vörn­um eru met­hoxyc­inna­ma­te, benzoph­eno­ne-2, benzoph­eno­ne-3 (oxy­benzo­ne), og er of­næmi gegn þess­um efn­um sjald­gæft en fyr­ir finnst. Zink og tit­aniumdi­ox­i­de, sem eru virku efn­in í steinefnasól­ar­vörn­um, vekja veru­lega sjald­an upp ein­hver snerti­of­næmisviðbrögð og eru þá góður kost­ur fyr­ir þá sem eru með of­næmi fyr­ir benzo­neinni­halds­efn­un­um 

Til að kom­ast að því hvort þú sért með of­næmi fyr­ir ein­hverri vissri sól­ar­vörn þá er hægt að gera of­næm­is­próf hjá húðlækn­um.

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda