Hefur farið í fitusog og bótox

Leikkonan Julia Fox viðurkennir að hún hefur farið í fitusog …
Leikkonan Julia Fox viðurkennir að hún hefur farið í fitusog og bótox. AFP/Andrea Renault

Fox, sem ný­lega lét hafa það eft­ir sér að sér þætti sjúk­lega heitt að eld­ast, hef­ur viður­kennt að hún hafi farið í fit­sog og fengið sér fylli­efni. 

„Ég er far­in að síga, hlut­irn­ir eru ekki eins og þeir voru einu sinni,“ sagði hún í viðtali við tíma­ritið Elle sem birt­ist í dag. 

„Ég ætla ekki að gera neitt í því,“ bætti hún enn frem­ur við. Síðar lét hún bæta því við viðtalið að hún hefði þó reynd­ar farið í bótox og einu sinni í fitu­sog. Hún úti­lokaði ekki held­ur að fara aft­ur í svo­leiðis fegr­un­ar­meðferðir. 

Stang­ast þetta á við um­mæli henn­ar á TikT­ok fyr­ir ekki svo löngu þegar hún talaði um að hún væri far­in að eld­ast. Fox er 33 ára og hvað þekkt­ust fyr­ir að hafa átt í stuttu sam­bandi við tón­list­ar­mann­inn Kanye West. 

„Bara svo þið vitið, ég er far­in að eld­ast. Sko í al­vöru eld­ast,“ sagði hún án farða í mynd­band­inu. Hún lýsti einnig skoðunum sín­um á krem­um sem eiga að koma í veg fyr­ir öldrun húðar­inn­ar. 

„Ef ég sé enn eina vör­una sem á að koma í veg fyr­ir öldrun, þá fer ég í mál. Ég ætla að fara í mál,“ sagði Fox. 

@ju­lia­fox Ooooo I know this is gonna make the broke boys mad #OLD­IS­IN ♬ orig­inal sound - Ju­lia fox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda