Hvaða sólarvörn er best fyrir fólk með rósroða?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir hjá Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu um rós­roða og sól­ar­varn­ir. 

Sæl Jenna Huld.

Hvaða sól­ar­vörn mælið þið með fyr­ir rós­roða?

Kær kveðja, 

VM

Sæl VM. 

Það hjálp­ar veru­lega mikið að nota dag­lega sól­ar­vörn þegar um rós­roða er að ræða. Sól­in, eins mikið og við sökn­um henn­ar nú þessa dag­ana, get­ur haft mik­il áhrif á rós­roðann og gert hann verri. Notaðu breiðvirka sól­ar­vörn með að minnsta kosti SPF 30 sem hent­ar fyr­ir ol­íu­kennda og viðkvæma húð. Ég mæli með steinefna­sól­ar­vörn (miner­al) til að nota all­an árs­ins hring, til að nota í úti­vist á vet­urna þar sem mikið mæðir á húðinni, bæði vind­ur og frost. Nóg er af því hér á okk­ar blessuðu eyju.

Sól­ar­vörn ver okk­ur ekki bara fyr­ir sól­inni nefni­lega, er í raun­inni húðvörn fyr­ir all­an árs­ins hring. Einnig hafa nýj­ustu vís­inda­rann­sókn­ir leitt í ljós að lituð sól­ar­vörn, eða „tin­ted“, ver enn bet­ur rós­roða en ólituð sól­ar­vörn. Það er vegna þess að í litn­um er járnoxíð sem bæt­ir þá enn frek­ar í áhrif sól­ar­varn­ar­inn­ar. Þannig að í stuttu máli: leitaðu að sól­ar­vörn sem er með minnst SPF 30 (helst 50), fyr­ir ol­íu­kennda húð, steinefna (miner­al) og með lit í (tin­ted).

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda