Aldrei farið í lýtaaðgerð

Isabella Rossellini hefur aldrei farið í lýtaaðgerð.
Isabella Rossellini hefur aldrei farið í lýtaaðgerð. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Isa­bella Rossell­ini hef­ur aldrei lagst und­ir hníf­inn og get­ur ekki hugsað sér að láta sprauta fylli­efn­um í and­lit sitt. Rossell­ini er and­lit La Vie Est Belle-ilms­ins frá Lancomé en hún fékk aft­ur starf hjá snyrti­vör­uris­an­um árið 2016 þegar Francoise Lehmann tók við sem for­stjóri. 

Á ní­unda og í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar 20. ald­ar­inna var Rossell­ini einnig and­lit Lancomé. Gerði hún samn­ing upp á marg­ar millj­ón­ir banda­ríkja­dala sem gerði hana að tekju­hæstu fyr­ir­sætu heims. 

Draum­ur­inn að eld­ast fal­lega

Stuttu fyr­ir 43 ára af­mæli henn­ar árið 1995 var henni svo sagt upp störf­um. „Þau út­skýrðu fyr­ir mér að aug­lýs­ing­in fjallaði um draum, og að kon­ur dreymdi um að vera ung­ar, ekki gaml­ar,“ sagði Rossell­ini, sem ný­verið varð sjö­tug, í viðtali við Page Six

„Það er kannski draum­ur ein­hverra kvenna, en ég held að stærsti draum­ur kvenna sé að eld­ast fal­lega og með reisn,“ sagði Rossell­ini. 

Rúm­lega tveim­ur ára­tug­um seinna fékk hún sím­hring­ingu frá Lancomé þar sem henni var aft­ur boðið að vera and­lit merk­is­ins. „Ég bjóst sann­ar­lega ekki við þessu,“ sagði Rossell­ini. 

„Við eld­umst öll. Það er hluti af nátt­úr­unni. Ég hef aldrei farið í nein­ar lýtaaðgerðir. Ef þú ger­ir það, þá vinn­urðu kannski eina orr­ustu, en þú tap­ar stríðinu,“ sagði Rossell­ini. 

Rossellini er andlit La Vie Est Belle frá Lancomé.
Rossell­ini er and­lit La Vie Est Belle frá Lancomé.

Þver­sögn

Spurð hvort hún hafi not­ast við fylli­efni sagði hún nei.

„Hug­mynda­fræðilega, þá gæti ég aldrei hvílt sátt í mínu eig­in skinni. Ég á líf­ræn­an búg­arð, borða líf­rænt. Síðan sprauta ég mig með bótoxi. Ég veit ekki hvernig þetta tvennt ætti að fara sam­an. Ég veit að það er hægt, því ég á vini sem gera þetta, en það er þver­sögn,“ sagði Rossell­ini sem á bæ á Long Is­land. 

Hún sagðist þó al­veg hafa hugsað um að fara í aðgerð og að það væri háls­inn sem hún væri hvað óör­ugg­ust yfir. „Háls­inn er alltaf eitt­hvað sem kem­ur mér í upp­nám, en ég lifi með því. Ég vil frek­ar lít­inn tref­il en hníf­inn,“ sagði Rossell­ini. 

Rossellini árið 1999.
Rossell­ini árið 1999. FRANK AUG­STEIN
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda