Margrét prjónaði heilgalla á Gísla Örn því honum er alltaf svo kalt

Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur og aðstoðardagskrárstjóri RÚV prjónaði heilgalla á Gísla …
Margrét Jónasdóttir sagnfræðingur og aðstoðardagskrárstjóri RÚV prjónaði heilgalla á Gísla Örn Garðarsson leikara og leikstjóra. Ljósmynd/Samsett

Mar­grét Jón­as­dótt­ir sagn­fræðing­ur og aðstoðardag­skrár­stjóri RÚV er ein­stak­lega góð í hönd­un­um og get­ur töfrað fram ótrú­leg­ustu flík­ur með prón­um og garni. Hún lærði að prjóna þegar hún var átta ára göm­ul og hef­ur síðan þá prjónað eins og vind­ur­inn. Henn­ar nýj­asta afurð er heil­galli sem hún prjónaði á Gísla Örn Garðars­son leik­ara og leik­stjóra. 

Þegar Mar­grét er spurð að því hvernig þessi heil­galli hafi komið til seg­ir hún að þetta sé ekki fyrsta flík­in sem hún prjóni á Gísla Örn. Hann á nú þegar prjóna­bux­ur og prjóna­hlýra­bol sem hún prjónaði á hann fyr­ir nokkr­um árum. Mar­grét fram­leiddi þætt­ina Nautn­ir norðurs­ins þar sem Gísli Örn ferðaðist um Ísland, Fær­eyj­ar og Græn­land og kynnti sér mat­ar­menn­ingu á þess­um stöðum. 

„Þegar ég var að vinna með Gísla Erni í sjón­varpsþátt­un­um Nautn­um norðurs­ins 2014 þá var hon­um alltaf svo kalt. Ég var alltaf með auka­föt með mér sem ég lánaði hon­um. Meðan við vor­um að keyra á milli staða við gerð þátt­anna sat ég alltaf aft­ast og prjónaði,“ seg­ir Mar­grét sem endaði á því að prjóna trefla á alla sem komu að þátt­un­um. Það kem­ur svo sem ekki á óvart því Mar­grét á mjög erfitt með að sitja auðum hönd­um. 

„Ég prjónaði þykk­ar ull­ar­bux­ur á Gísla Örn fyr­ir nokk­urm árum. Þær voru voða smart. Svo vildi hann fá hlýra­bol við bux­urn­ar og auðvitað fékk hann líka hlýra­bol. Svo vildi hann fá prjónaðan jakkafatajakka en ég hef ekki ennþá prjónað hann. Það verður kannski næsta verk­efni. Fyr­ir um ári síðan spurði hann mig að því hvort ég gæti prjónað á sig heil­galla því hon­um er alltaf svo kalt. Ég sagði auðvitað já því ég get ekki sagt nei við hann,“ seg­ir hún og hlær. 

Gísli Örn Garðarson og Margrét Jónasdóttir hafa þekkst lengi og …
Gísli Örn Garðar­son og Mar­grét Jón­as­dótt­ir hafa þekkst lengi og hafa unnið sam­an í verk­efn­um í gegn­um tíðina.

Mar­grét leitaði og leitaði að upp­skrift að heil­galla en fann aldrei neitt sem henni leist á. Það endaði með því að hún sendi mynd á Gísla Örn af smá­barnagalla og spurði hvort það væri eitt­hvað svona sem hann væri að leita að. Ekki stóð á svar­inu. 

„Ég sendi á hann mynd með norsku munstri að ofan og víðum skálm­um. Hann sagðist vilja svona - bara í öðrum lit,“ seg­ir Mar­grét og skell­ir upp úr. 

„Mér fannst þetta fyndið en var dágóða stund að hugsa hvernig ég gæti út­fært þetta. Svo þurfti ég að ákveða hvaða garn ætti að nota svo hnén á gall­an­um færu ekki að poka. Svo fann ég þetta fína garn og ákvað að byrja bara og finna út úr þessu á leiðinni. 15. janú­ar sendi ég hon­um skila­boð að ég væri búin að kaupa garn úr lamaull í Litlu prjóna­búðinni. Hann spurði strax hvort hann ætti að koma að máta. Ég sagði að það væri ekki tíma­bært því ég var rétt búin að fitja upp krag­ann.“

Á sín­um tíma þegar Mar­grét prjónaði bux­urn­ar og hlýra­bol­inn á Gísla Örn hafði hún fengið send mál af hon­um sem bresk­ur bún­inga­hönnuður tók þegar hann var að leika í seríu í Bretlandi. Eft­ir smá forn­leifa­upp­gröft í tölv­unni fann Mar­grét mál­in og gat haf­ist handa við prjóna­skap­inn. 

„Ég miðaði við þessi mál en þurfti að síkka erm­ar tölu­vert og líka bux­urn­ar. Hann mátaði reglu­lega á meðan á prjóna­skapn­um stóð,“ seg­ir Mar­grét. 

Það kannast kannski einhverjir við umhverfið á myndunum. Um er …
Það kann­ast kannski ein­hverj­ir við um­hverfið á mynd­un­um. Um er að ræða húsið sem sjón­varpsþáttaröðin Ver­búðin var tek­in upp í en Mar­grét býr í hús­inu.

Þegar Mar­grét er spurð að því hvernig hún hafi tíma fyr­ir all­an prjóna­skap­inn seg­ir hún að það veiti henni mikla hug­ar­ró að prjóna. 

„Ég er mjög fljót að prjóna og finnst gott að fá hug­ar­ró eft­ir lang­an vinnu­dag. Ég hvíli heil­ann meðan ég prjóna og horfi á góða seríu í spil­ar­an­um á RÚV. Þetta er eins og fíkn. Þegar ég er að gera eitt­hvað spenn­andi get ég ekki hætt,“ seg­ir hún og seg­ist oft taka hálf­tíma í viðbót og svo ann­an hálf­tíma ef vel geng­ur í prjóna­skapn­um. 

Mesta áskor­un­in við heil­gall­ann var að setja renni­lás en það hafði hún aldrei gert áður. 

„Ég var hrædd um að þetta yrði ekki fal­legt hjá mér svo ég fór með 35 ára gömlu sauma­vél­ina mína í yf­ir­haln­ingu. Ég fékk hana í stúd­ents­gjöf á sín­um tíma og vildi alls ekki að hún myndi flækja þegar ég reyndi að setja renni­lás­inn í,“ seg­ir Mar­grét og hlær. Aðspurð ð um næsta verk­efni seg­ist hún strax vera byrjuð á næsta stykki enda fell­ur henni aldrei verk úr hendi. Svo er dag­skrá­in á RÚV svo spenn­andi um pásk­ana og ef Mar­grét er söm við sig mun hún sitja föst fyr­ir fram­an sjón­varpið með prjón­ana. 

Margrét fitjaði upp 15. janúar og var ekki lengi að …
Mar­grét fitjaði upp 15. janú­ar og var ekki lengi að prjóna þessa glæsi­legu flík sem mun halda hita á Gísla Erni.
Hér má sjá hvernig gallinn lítur út að aftan.
Hér má sjá hvernig gall­inn lít­ur út að aft­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda