Ragna Hlín húðlæknir ljóstrar upp leyndarmálunum

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Ragna Hlín Þor­leifs­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og stjórn­andi Húðkast­s­ins hugs­ar vel um húðina án þess að nota of marg­ar húðvör­ur. Sjálf fer hún reglu­lega í laser til þess að hressa upp á húðina. 

Hvað ger­ir þú til þess að hugsa sem best um húðina?

„Hvar á ég að byrja? Þetta er efni sem ég þreyt­ist seint á að ræða enda er ég húðlækn­ir með ástríðu fyr­ir fal­legri og heil­brigðri húð. Í fyrsta lagi og það sem skipt­ir mestu máli er að ég nota sól­ar­vörn SPF50 dag­lega, all­an árs­ins hring. Útfjólu­blá­ir geisl­ar sól­ar­inn­ar valda 80-90% af öldrun húðar­inn­ar, brjóta niður kolla­gen og ela­stín, valda lita­breyt­ing­um og æðasliti. Í öðru lagi vanda ég valið á þeim vör­um sem ég set á húðina og nota nokkr­ar lyk­il­vör­ur sem ég veit að hafa staðfesta virkni. Í þriðja lagi fer ég reglu­lega í húðdek­ur hjá Lauf­eyju á snyrti­stof­unni Lailu á Seltjarn­ar­nesi og síðast en ekki síst reyni ég að fara reglu­lega í kolla­genörv­andi meðferðir hjá laserskvís­un­um okk­ar á Húðlækna­stöðinni. Í upp­á­haldi er Frax­el Pro-laser­inn sem bæði örv­ar band­vefs­frum­urn­ar í leðurhúðinni til að mynda meira kolla­gen og ela­stín og vinn­ur á yf­ir­borði húðar­inn­ar til að bæta áferð húðar­inn­ar.“

Hvernig er dag­leg húðum­hirða hjá þér?

„Ég trúi á ein­falda húðum­hirðu með fáum, en vel völd­um vör­um. Sem húðlækn­ir skoða ég einnig vand­lega inni­halds­efni í vör­um og vil að rann­sókn­ir liggi að baki þeim inni­halds­efn­um sem ég nota. Á morgn­ana nota ég andoxun­ar­dropa með C-víta­míni, E-víta­míni og Ferru­lic-sýru frá SkinCeuticals. Síðan nota ég Daily Moist­ure-rakakrem og enda á því að setja litaða sól­ar­vörn með SPF50, (Miner­al Radi­ance UV Defen­se) sem ég blanda með Water­melon Glow Niac­inami­de Dew Drops frá Glow Recipe, sem er leynitrixið mitt. Þessi blanda gef­ur þenn­an heil­brigða gljáa í húðina sem ég sæk­ist eft­ir.

Á kvöld­in hreinsa ég húðina með olíu­hreinsi frá Ang­an Skincare sem lykt­ar guðdóm­lega og nær burtu öll­um óhrein­ind­um og snyrti­vör­um. Það er mis­jafnt hvaða vör­ur ég nota á kvöld­in en ég hrif­in af því að skipt­ast á að nota nokkr­ar húðvör­ur. Þannig að sum kvöld nota ég ein­göngu rakakrem, en um það bil tvisvar í viku nota ég ávaxta­sýru­næt­ur­krem sem heit­ir SkinCeuticals Glycolic 10 Renew Overnig­ht. Ég er svo ný­lega far­in að prófa Artic Youth Face Oil-and­lit­sol­í­una frá Ang­an Skincare og hún lof­ar góðu. Ég er með frek­ar viðkvæma húð og get því miður ekki notað retinól reglu­lega en geri það af og til.“

Hvað er að finna í snyrti­budd­unni þinni?

„Í snyrti­budd­unni minni er að finna púður,hylj­ara, augn­blý­ant, auga­brúnag­el og augnskugga frá­Char­lotteTil­bury. Eft­ir að ég kynnt­ist snyrti­vör­un­um henn­arChar­lotte hef ég keypt fátt annað. Hún er með svo fal­leg­ar­litap­alett­ur og mjúka og hlýja tóna sem mér finnst henta minni húð svo ein­stak­lega vel. Einnig legg­ur hún mikið upp úr ljóma í húðinni, sem ég elska. Í snyrti­budd­unni er einnig að finna besta augn­hára­brett­ara í heimi frá­S­hiseido,Gu­erlain-maskara, frá­bær­an krem­kinna­lit frá­West­manA­telier, gloss frá­Ma­keup­ByM­ario og­Aquap­hor-vara­sal­va. Auk þess er Ilm­vatniðBlanche frá­Byr­edo í snyr­titösk­unni.“

Ragna Hlín er sérfræðingur í að meðhöndla fólk með rósroða.
Ragna Hlín er sér­fræðing­ur í að meðhöndla fólk með rós­roða.

Hvernig farðar þú þig dags­dag­lega?

„Dags­dag­lega nota ég frek­ar lítið af snyrti­vör­um og legg áherslu á heil­brigða, ljóm­andi húð. Ég nota Miner­al Radi­ance-sól­ar­vörn­ina sem grunn því hún er með lit. „Ég er lítið fyr­ir að nota farða nema við sér­stök til­efni. Síðan set ég hylj­ara á nokkra staði og létt púður ein­göngu yfir nef og höku en sleppi kinn­um og enni því þar má gljá­inn al­veg koma fram. Ég nota síðan alla jafna smá kinna­lit, maskara og auga­brúnag­el. Ef ég er í stuði set ég einnig brún­an augn­blý­ant.“

Hvert er besta förðun­ar­ráð sem þú hef­ur lært?

„Að draga úr púður­notk­un og leyfa ljóma húðar­inn­ar að njóta sín. Smá kinna­lit­ur ger­ir allt betra. Einnig að setja augn­blý­ant inn í vatns­lín­una meðfram efri augn­lok­um.“

Áttu þér upp­á­halds­snyrti­vöru?

„Char­lotte Til­bury Brow Fix er nauðsyn­legt fyr­ir auga­brún­irn­ar og góður maskari. Mér finnst ég alltaf líta út fyr­ir að vera ný­vöknuð ef ég er ekki með maskara.“

Hvað mynd­ir þú aldrei bera á húðina?

„Það eru nokkr­ir hlut­ir sem ég myndi aldrei nota á húðina mína. Ég myndi aldrei nota skrúbb eða korna­maska. Það eru til mun betri leiðir til að losa dauðar húðfrum­ur og gefa ljóma og gljáa í húðina. Að skrúbba húðina er ert­andi og get­ur or­sakað meiri vanda­mál. Ég myndi held­ur ekki nota sól­ar­vörn með minni vörn en SPF30 því rann­sókn­ir hafa sýnt að vörn und­ir 30 er ófull­nægj­andi til að verja okk­ur gegn upp­komu húðkrabba­meina. Fyr­ir utan alla þá ótíma­bæru öldrun húðar­inn­ar sem or­sak­ast af út­fjólu­blárri geisl­un. Ég myndi held­ur ekki bera vasel­ín yfir allt and­litið á mér, eða „slugg­ing“ eins og það kall­ast er­lend­is, eins og hef­ur verið vin­sælt und­an­farið.“

Hvert er besta feg­urðarráð allra tíma?

„Ef ég ætti að nefna eitt feg­urðarráð þá væri það að sjálf­sögðu að nota sól­ar­vörn alla daga árs­ins. Það er lyk­ill­inn að því að hægja á öldrun húðar­inn­ar, og þó áhrif­in séu ekki áber­andi sam­dæg­urs þá verða þau aug­ljós þegar fram líða stund­ir. Jafn­framt vil ég nefna nokkra aug­ljósa þætti sem okk­ur hætt­ir mörg­um til að van­rækja. Það er næg­ur svefn, hreyf­ing, holl­ur mat­ur, reykja ekki, áfengi í hófi og að drekka nóg af vatni. All­ir þess­ir þætt­ir stuðla að þess­um nátt­úru­lega ljóma húðar­inn­ar sem við flest sækj­umst eft­ir,“ seg­ir hún.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir og Ale Sif förðunarfræðingur verða með námskeið …
Ragna Hlín Þor­leifs­dótt­ir og Ale Sif förðun­ar­fræðing­ur verða með nám­skeið í MakeUp Studio Hörpu Kára 22. mars. Þar kenn­ir Ragna Hlín fólki að meðhöndla rós­roða og Ale Sif gef­ur förðun­ar­ráð. Ljós­mynd/​Helgi Ómars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda