Peysukallarnir í Borgartúninu

Þorsteinn Helgi Valsson, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Halldór Benjamín …
Þorsteinn Helgi Valsson, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Halldór Benjamín Þorbergsson tolla í tískunni. Samsett mynd

Það þarf ekki að fara til Parísar til að komast að því hvers konar peysur eru heitastar í dag. Það er nóg að fara niður í Pósthússtræti í hádeginu, nánar tiltekið í nýjustu mathöll landsins og taka út peysukallana úr Borgartúninu

Íslenskir karlmenn hafa tekið ástfóstri við hálfrenndar peysur. Það er afskaplega þægilegt að fara í peysu yfir skyrtu eins og fjögurra barna faðirinn Halldór Benjamín Þorbergsson þekkir eflaust. Það er enginn tími til að strauja, ekkert mál að skella sér bara í peysu yfir krumpaða skyrtuna. Halldór Benjamín er einmitt einn af þeim mönnum sem hefur sést í jakka, hálfrenndri peysu og skyrtu.

Halldór Benjamín Þorbergsson í hálfrenndri peysu í Borgartúninu.
Halldór Benjamín Þorbergsson í hálfrenndri peysu í Borgartúninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samsetningin er hversdagsleg en nógu fín og virkar í flestum mathöllum fyrir neðan Ártúnsbrekkuna. Hálfrenndar peysur með léttum kraga eru aðeins fínni en peysur með hefðbundnu rúnuðu hálsmáli sem menn hafa lengi notað til að fela krumpaðar skyrtur. Það hefur þó lengi loðað ákveðinn yfirstéttabragur við hálsmálsgerðina. Núna er það þannig að þegar forstjórinn vill vera léttur og alþýðlegur skellir hann sér í hálfrennda peysu og strigaskó. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, lék þennan leik einmitt í haust þegar hann mætti í bókaútgáfu en hann var í skyrtu, hálfrenndri peysu, jakka og strigaskóm.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason í ljósbrúnni peysu. Hér er Ásgeir …
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason í ljósbrúnni peysu. Hér er Ásgeir ásamt Árna Odd­i Þórðar­syni, Thor Thors og Bjarna Bene­dikts­syni. mbl.is/Stella Andrea

Peysurnar virka alls staðar þar sem stemningin er ekki of stíf en ekki of mikil bolastemning, enda eru þessar peysur í eigu manna sem klæðast peysum, ekki hljómsveitabolum. Sem dæmi má nefna að Harry Bretaprins greindi frá fæðingu frumburðar síns í hálfrenndri peysu og hvítri skyrtu innanundir auk þess sem mikilvægir menn hafa sést á hliðarlínunni í enska boltanum í hálfrenndum peysum. Að lokum – lykillinn er að renna ekki upp í háls.

Harry Bretaprins í ljósri peysu og hvítri skyrtu undir.
Harry Bretaprins í ljósri peysu og hvítri skyrtu undir. AFP
Frank Lampard.
Frank Lampard. AFP/Lindsey Parnaby
Þorsteinn Helgi Valsson fjármálahagfræðingur með flottheitin á hreinu, hann notar …
Þorsteinn Helgi Valsson fjármálahagfræðingur með flottheitin á hreinu, hann notar bindi undir hálfrenndu peysuna. Hér er hann ásamt Ármanni Andra Einarssyni og Heiðrúnu Haraldsdóttur. mbl.is/Stella Andrea
Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, klæddur eins og það …
Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, klæddur eins og það er léttur föstudagur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frumkvöðullinn Helgi Andri Jónsson í bláu þema.
Frumkvöðullinn Helgi Andri Jónsson í bláu þema. mbl.is/Árni Sæberg
Logi Bergmann Eiðsson í jakka, peysu og skyrtu.
Logi Bergmann Eiðsson í jakka, peysu og skyrtu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tónlistarmaðurinn Frank Ocean í hálfrenndri hátískuflík frá Prada.
Tónlistarmaðurinn Frank Ocean í hálfrenndri hátískuflík frá Prada. AFP/ANGELA WEISS
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda