Hvað er hægt að gera við rauð augnlok?

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Ragna Hlín Þor­leifs­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá stúlku sem er með rauð augn­lok. 

Sæl Ragna,

ég er stelpa á 16 ári og er með rosa­lega rauð augn­lok. Þegar ég vakna eru þau verst og mig klægj­ar í þau og oft­ast byrja þau að flagna. Ég nota al­veg snyrti­vör­ur en of mikið til að geta vitað hvað það er. Ertu með ráð?

Kveðja, 

BV

Sæl

Það eru nokkr­ar al­geng­ar ástæður fyr­ir roða á augn­lok­um. Í fyrsta lagi get­ur þetta verið atópískt exem og er sú ástæða lík­leg ef þú hef­ur verið að glíma við exem ann­ars staðar á lík­ama frá barnæsku. Í öðru lagi get­ur verið að þú sért búin að þróa með þér snerti­of­næmi gegn ein­hverj­um inni­halds­efn­um í krem­um eða snyrti­vör­um sem þú ert að nota. Ég ráðlegg þér að hætta að nota vör­urn­ar sem þú ert vön að nota og setja Mild­i­son sterakrem á aug­un 1x á dag þar til roðinn hverf­ur ásamt feitu rakakremi eins og til dæm­is locoba­se, Decu­bal eða Cicaplast. Síðan get­ur þú get­ur lagst í rann­sókn­ar­vinnu sjálf og prófað að setja inn eina og eina vöru aft­ur. Þannig gæt­ir þú kom­ist að því hvaða vara veld­ur ein­kenn­un­um þínum. Einnig er hægt að of­næm­is­prófa þig hjá húðlækni.

Gnagi þér vel,

Ragna Hlín húðlækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Rögnu Hlín spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda