Streita, sauna og heitir líkamsræktartímar auka rósroða

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húð-og kynsjúkdómalæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húð-og kynsjúkdómalæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Ragna Hlín Þor­leifs­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem spyr um rós­roða og hvað sé hægt að gera. 

Sæl Ragna. 

Hver er mun­ur­inn á rós­roða og per­i­oral derma­tit­is? Er mun­ur á meðferðinni við þess­um sjúk­dóm­um?

Kveðja, 

HK

Sæl. 

Rós­roði og per­i­oral derma­tit­is eru skyld­ir sjúk­dóm­ar sem báðir eiga upp­runa sinn í hár/​fitukirtla­ein­ing­unni í húðinni. Þeir eiga það sam­eig­in­legt að vera báðir krón­ísk­ir bólgu­sjúk­dóm­ar í húð og eru mun al­geng­ari hjá kon­um. Meðferð þess­ara sjúk­dóma er einnig nokkuð svipuð og báðir geta komið upp eða versnað ef sterakrem eru bor­in á út­brot­in. Hins veg­ar eru nokk­ur atriði sem skilja þá frá hvor öðrum.

Rós­roði byrj­ar oft upp úr 30 ára aldri á meðan per­i­oral derma­tit­is kem­ur yf­ir­leitt mun fyrr eða um 20 ára ald­ur og get­ur komið fyr­ir hjá börn­um. Rós­roðaút­brot má oft sjá á nefi og í kinn­um en per­i­oral derma­tit­is byrj­ar gjarn­an við nasa­væng­ina og dreif­ist svo í kring­um munn­inn og jafn­vel kring­um aug­un. Fólk með rós­roða er oft­ast að glíma við hita­köst í and­lit­inu (flus­hing köst) og háræðaslit sem þarfn­ast meðferðar með laser en yf­ir­leitt eru eng­in slík ein­kenni að finna hjá fólki með per­i­oral derma­tit­is. 

Rós­roði erf­ist og til erum marg­ir þætt­ir sem geta komið hon­um af stað eða gert ein­kenn­in verri eins og til dæm­is út­fjólu­blá geisl­un sól­ar, streita, sauna og heit­ir lík­ams­rækt­ar­tím­ar.  Per­i­oral derma­tit­is er hins veg­ar minna rann­sakaður sjúk­dóm­ur en þeir þætt­ir sem helst hafa verið teng­ir við upp­komu hans er notk­un stera í and­lit (krem, púst eða nef­sprey) og of mikið af vör­um eða of virk­ar húðvör­ur.

Báðir sjúk­dóm­arn­ir eru meðhöndlaðir með bólgu­eyðandi meðferðum eins Doxyl­in töfl­um og Rosazol og Finacea krem­um. Hins veg­ar er einnig hægt að nota sér­stakt rós­roðakrem sem heit­ir Sool­antra en það virk­ar ekki fyr­ir fólk með per­i­oral derma­tit­is. Meðferð með æðalaser er svo mik­il­væg fyr­ir rós­roða en hef­ur mjög tak­markaða þýðingu fyr­ir per­i­oral derma­tit­is.  Al­mennt þarf svo að passa vel upp á húðum­hirðu þegar báðir þess­ir sjúk­dóm­ar eiga í hlut og til að mynda forðast all­ar virk­ar húðvör­ur (retinól og ávaxta­sýr­ur), nota olíu­laus rakakrem og mild­an hreinsi.

Kær kveðja, 

Ragna Hlín Þor­leifs­dótt­ir Húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Rögnu Hlín spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda