Hvað er best að gera við útbrotum undir brjóstum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu varðandi sveppi sem mynd­ast und­ir brjóst­um. 

Sæl Jenna. 

Hvað er hægt að gera við end­ur­tekn­um svepp und­ir brjóst­um?

Kveðja, 

BN

Sæl. 

Útbrot, roði og kláði und­ir brjóst­um og í húðfell­ing­um er ekki svo óal­gengt og það geta legið nokkr­ar or­sak­ir fyr­ir því. Al­geng­ast er að fá væga sveppa­sýk­ingu ef húðin verður mjög rök í húðfell­ing­un­um, t.d. vegna svita, og ef húðfell­ing­ar eru stór­ar því þá lokast húðin inn á milli. T.d. er ekki óal­gengt að fá þannig út­brot í heit­um lönd­um og þá get­ur oft­ast líka komið exem í húðfell­ing­arn­ar vegna ert­ing­ar. Mik­il­vægt er þó að hugsa út í fleiri or­sak­ir ef þetta er end­ur­tekið, t.d. húðsjúk­dóma eins og of mikla svita­mynd­un (hyper­hi­dros­is), psori­asis, flös­u­ex­em, bakt­eríu­sýk­ing­ar eða þá jafn­vel syk­ur­sýki. Ég myndi því ráðleggja þér að fá álit húðsjúk­dóma­lækn­is ef þú ert ekki búin að því til að vera viss um að grein­ing­in sé rétt. Ef þetta er end­ur­tek­in sveppa­sýk­ing og ert­ing­arex­em þá er mjög gott að bera Daktacort-krem á á kvöld­in þar til út­brot­in hverfa og sinkkrem x1 á dag einnig til að þurrka aðeins húðina og vernda hana gegn rak­an­um. Til að fyr­ir­byggja svo versn­un þá halda áfram að nota sinkkremið eins oft og þarf og Daktacort x1-2 í viku.

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda