Naut þess að prjóna brúðarkjólinn

Sveitabrúðkaupið var tekið með trompi en þau Sigurrós og Alfreð …
Sveitabrúðkaupið var tekið með trompi en þau Sigurrós og Alfreð klæddust prjónaflíkum. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Sig­ur­rós Arn­ar­dótt­ir jarðfræðing­ur og Al­freð Sindri Andra­son slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður héldu úti­legu­brúðkaup í Land­eyj­um þann 6. ág­úst í fyrra. Brúðhjón­in voru í prjónaflík­um sem hæfði stemn­ing­unni vel en Sig­ur­rós sá sjálf um að prjóna brúðar­kjól­inn. 

„Við höfðum lengi verið ákveðin í að gifta okk­ur en við höf­um verið trú­lofuð síðan á aðfanga­dag 2019. Eft­ir að við keypt­um fast­eign og eignuðumst barn var ákvörðunin ekki síður af praktísk­um ástæðum en róm­an­tísk­um. Við erum hvor­ugt fyr­ir mik­inn íburð svo hug­mynd­in um hefðbundna brúðkaups­veislu heillaði okk­ur ekki. Ég var þó sér­lega ákveðin í því að vilja ekki bara fara til sýslu­manns, held­ur nýta tæki­færið og fagna, þar sem þetta er auðvitað stór áfangi,“ seg­ir Sig­ur­rós og í apríl 2022 sáu þau fram á sum­ar án heims­far­ald­urs og ákváðu að kýla á sum­ar­brúðkaup.

Ósamstæðir dúkar og mismunandi borðbúnaður passaði vel við stemninguna.
Ósam­stæðir dúk­ar og mis­mun­andi borðbúnaður passaði vel við stemn­ing­una. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son.

Hvorki raf­magn né renn­andi vatn

Land­eyj­arn­ar urðu ekki fyr­ir val­inu fyr­ir til­vilj­un. „Við ákváðum eig­in­lega bara um leið að við vild­um gifta okk­ur í Eyj­unni sem er griðastaður tengda­fjöl­skyld­unn­ar minn­ar í Vest­ur-Land­eyj­um, þar sem við eyðum alltaf góðum tíma á sumr­in. Úr varð að við buðum okk­ar nán­asta fólki að koma með okk­ur í úti­legu í Vest­ur-Land­eyj­um. Við vor­um með at­höfn­ina á Land­eyj­ars­andi og slóg­um svo upp veislutjaldi fyr­ir veisl­una. Sand­ur­inn er svo fal­leg­ur staður þar sem við eig­um svo marg­ar góðar minn­ing­ar að okk­ur fannst mest viðeig­andi og skemmti­legt að láta gefa okk­ur sam­an þar. Það er líka eitt­hvað svo fal­legt og af­slappað við at­hafn­ir und­ir ber­um himni.“

Það fylgdu því nokkr­ar áskor­an­ir að gifta sig und­ir ber­um himni en sem bet­ur fer fengu hjón­in gott veður.

„Veisl­an var óhefðbund­in að því leyti að hvorki raf­magn né renn­andi vatn er á staðnum svo það var að ýmsu að huga. Við feng­um góða aðstoð við að grilla ofan í gest­ina, og vor­um með nán­ast allt heima­gert. Við þurft­um auðvitað mikla hjálp til að láta þetta verða að veru­leika en fyr­ir vikið skapaðist mjög góð stemn­ing. And­rúms­loftið var af­slappað og all­ir á sín­um for­send­um. Við buðum til dæm­is öll börn og hunda vel­kom­in með, svo gest­irn­ir gætu ákveðið sjálf­ir hvort þau kæmu í fjöl­skyldu­ferð eða ætluðu að djamma fram eft­ir nóttu. Þetta var að okk­ar mati full­komið og mikið æv­in­týri fyr­ir gest­ina að jepp­ast niður að sandi,“ seg­ir Sig­ur­rós.

Brúðhjónin mættu á fjórhjólum.
Brúðhjón­in mættu á fjór­hjól­um. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son

Þrátt fyr­ir að hafa ekki viljað fara til sýslu­manns eins og áður sagði vildu þau held­ur ekki fá prest til að gefa sig sam­an. Siðmennt varð því fyr­ir val­inu. „Við feng­um Ingi­björgu Sæ­dísi frá Siðmennt til að stýra at­höfn­inni og gefa okk­ur sam­an. Við erum ekki trúuð og því fannst okk­ur mik­il­vægt að þessi stóra stund í okk­ar lífi væri ekki á trú­ar­leg­um for­send­um. Ingi­björg var frá­bær í verkið og gest­irn­ir höfðu orð á því hvað at­höfn­in hefði verið fal­leg og skemmti­leg.“

Prjónaði brúðar­kjól og barna­kjól

„Fljót­lega eft­ir að við ákváðum að gifta okk­ur úti fór ég að velta því fyr­ir mér hvernig ég ætti að vera klædd, og hug­mynd­in um prjónaðan kjól kom mjög fljótt til mín. Ég notaði upp­skrift sem heit­ir August­ins no. 21. Ég hafði séð þessa upp­skrift á In­sta­gram og sá strax fyr­ir mér að þetta yrði kjóll­inn. Það bara var ein­hvern veg­inn aldrei spurn­ing um annað í mín­um huga, en að þetta væri rétti kjóll­inn svo ég þurfti ekki mikið að velta mér upp úr því eða að skoða aðra mögu­leika,“ seg­ir Sig­ur­rós um hvernig henni datt í hug að prjóna kjól­inn.

Sig­ur­rós er þaul­vön handa­vinnu­kona og eru ömm­ur henn­ar og móðir fyr­ir­mynd­ir henn­ar. „Ég hef haft áhuga á handa­vinnu svo lengi sem ég man eft­ir mér. Amma mín vann sem handa­vinnu­kenn­ari og var dug­leg að leyfa mér að vinna alls kon­ar verk­efni og fönd­ur. Reynd­ar eru báðar ömm­ur mín­ar og mamma mikl­ar handa­vinnu­kon­ur svo það var ekki langt að sækja áhug­ann. Ég byrjaði þó ekki að prjóna af al­vöru fyrr en ég fór í Hús­stjórn­ar­skól­ann árið 2014 og hef prjónað mikið síðan þá.“

Kjóll dótturinnar er barnaútgáfa af brúðarkjólnum.
Kjóll dótt­ur­inn­ar er barna­út­gáfa af brúðar­kjóln­um. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son

Hvernig gekk prjóna­skap­ur­inn?

„Ég naut þess mikið að prjóna kjól­inn. Það tók tæpa tvo mánuði að klára kjól­inn en ég byrjaði í júní. Ég var að klára meist­ara­nám á þess­um tíma svo ég geymdi prjóna­skap­inn þangað til ég var búin að verja verk­efnið mitt. Kjóll­inn er prjónaður á mjög grófa prjóna svo þetta gekk nokkuð hratt fyr­ir sig þegar ég var kom­in af stað. Vegna þess hvað þetta gekk hratt þá hafði ég ekki áhyggj­ur af því að ná ekki að klára, en passaði þó að halda mér vel við efnið því það kom ekki annað til greina en að klára.

Mér fannst liggja beint við þegar ég var kom­in af stað með að prjóna kjól­inn minn, að dótt­ir okk­ar, Áróra Sif yrði í kjól í stíl. Það er þó ekki til nein barna­upp­skrift að þess­um kjól svo ég þurfti aðeins að spinna af fingr­um fram. Ég ákvað að nota sömu upp­skrift en prjóna minnstu stærðina með minni prjón­um og nota aðra garn­sam­setn­ingu. Ég þurfti að fitja upp nokkr­um sinn­um til að finna rétta prjóna­stærð sem gæfi mátu­legt háls­mál en eft­ir það gekk þetta lygi­lega vel fyr­ir sig og kjóll­inn smellpassaði á hana, sem var eig­in­lega eins gott því ég var í smá tíma­pressu með hann. Ég kláraði kjól­inn henn­ar á einni viku, og felldi af í miðri vik­unni fyr­ir brúðkaupið.“

Var maður­inn þinn líka staðráðinn í að vera í prjónaðri flík?

„Þegar ég var búin að leggja á ráðin um kjól fyr­ir mig og Áróru þá bara lá ein­hvern veg­inn beint við að hann myndi líka vera í ein­hverju prjónuðu. Ég ætlaði fyrst að prjóna líka á hann en sá fljótt að það myndi verða of mikið fyr­ir mig að prjóna þetta allt sam­an á svona stutt­um tíma svo ég bað tengda­mömmu um að sjá um peys­una á son sinn. Hún tók að sjálf­sögðu vel í það og prjónaði Gust herrapeysu á hann sem kom svona ljóm­andi vel út. Ég passaði að velja garn frá sama fram­leiðanda í all­ar flík­urn­ar og því pössuðu lit­irn­ir ótrú­lega vel sam­an.“

Faðir brúðarinnar með ræðu.
Faðir brúðar­inn­ar með ræðu. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son.

Lang­ar að breyta kjóln­um og nota áfram

Ertu með fleiri stór verk­efni á prjón­un­um?

„Síðan ég prjónaði kjól­inn er ég búin að prjóna risa­stórt sjal, sem var eig­in­lega meiri áskor­un því það var svo fín­gert og tók svo lang­an tíma. Núna er ég með eina peysu og svo sokkap­ar á prjón­un­um. Mér finnst mjög gott að skipta á milli stærri og smærri verk­efna, og þá sér­stak­lega gott að prjóna eitt­hvað lítið og fljót­legt eft­ir að ég er búin með eitt­hvað stórt og krefj­andi. Stærsta áskor­un­in mín núna er þó að nota garnið sem ég á til, bæði af­gang­ar af öðrum verk­efn­um og garn sem varð aldrei neitt úr að prjóna. Eitt af verk­efn­un­um sem ég er að leggja á ráðin um er til dæm­is að stytta brúðar­kjól­inn minn og nota hluta af garn­inu í peysu. Mér finnst al­gjör synd að hann liggi óhreyfður inni í skáp svo mig lang­ar bæði til að stytta hann svo ég geti notað hann aft­ur, og nota garnið sem úr verður í eitt­hvað hvers­dags­legt. Mér finnst mjög skemmti­leg til­hugs­un að geta verið í peysu sem er prjónuð upp úr brúðar­kjóln­um mín­um,“ seg­ir Sig­ur­rós.

Varðeldur um kvöldið.
Varðeld­ur um kvöldið. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son.
Sigurrós með ömmum sínum og móður.
Sig­ur­rós með ömm­um sín­um og móður. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda