8 farðar fyrir allar þarfir

Ljósmynd/Samsett

Val á farða fyr­ir stóra dag­inn get­ur tekið tíma og mikl­ar kröf­ur gerðar til formúl­unn­ar, enda þarf farðinn að tak­ast á við regn­boga til­finn­ing­anna. Hér eru sum­ir af bestu förðunum á markaðnum fyr­ir all­ar þarf­ir og lífs­stíla til að ein­falda leit­ina.

Ef þú vilt raka­gef­andi farða:

Yves Saint Laurent All Hours Foundati­on SPF 39 inni­held­ur raka­gef­andi hý­al­úrón­sýru auk húðbæt­andi efna sem veita húðinni raka og mýkt sam­stund­is og til lengri tíma. Farðinn er ein­stak­lega létt­ur, veit­ir miðlungs til fulla þekju, end­ist í allt að 24 klukku­stund­ir á húðinni og á að stand­ast svita og tár. Áferðin sem farðinn veit­ir húðinni er sér­lega fal­leg en lýsa má henni sem satín­kenndri, þar sem þú færð það besta af ljóm­andi og matt­andi eig­in­leik­um. Hent­ar flest­um húðgerðum.

Verð: 8.990 kr. 

Yves Saint Laurent All Hours Foundation SPF 39.
Yves Saint Laurent All Hours Foundati­on SPF 39.

Ef þú vilt langvar­andi farða:

Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundati­on SPF 35 er lík­lega einn mest langvar­andi farðinn á markaðnum í dag og óhætt er að segja að farðinn hagg­ast ekki á húðinni. Formúl­an er ein­stak­lega þunn, nán­ast strok­ar út all­ar mis­fell­ur með miðlungs til fullri þekju, bland­ast fyr­ir­hafn­ar­laust á húðinni og veit­ir húðinni nátt­úru­lega matta ásýnd. End­ist í allt að 24 klukku­stund­ir á húðinni en þess má geta að æski­legt er að und­ir­búa húðina vel með raka­gef­andi húðvör­um áður en langvar­andi farði er bor­inn á.

Verð: 7.999 kr.

Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundation SPF 35.
Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundati­on SPF 35.

Ef þú vilt nátt­úru­leg­an farða:

Gu­erlain Terracotta Le Teint er farði þar sem 95% inni­halds­efn­anna eru af nátt­úru­leg­um upp­runa og húðin fær heil­brigðan frísk­leika. Hér færðu það besta frá fljót­andi farða og púðurfarða í formúlu sem er krem­kennd snert­ing­ar en er sem flau­el á húðinni, fislétt og full­komn­andi með miðlungsþekju. Terracotta Le Teint end­ist í allt að 24 klukku­stund­ir á húðinni en þó farðinn sé langvar­andi þá er hann þægi­leg­ur á húðinni og raka­gef­andi með inni­halds­efn­um á borð við arganol­íu. Veit­ir ljóm­andi matta ásýnd en formúl­an býr yfir „gem­t­one“-tækni sem er sjálfsaðlög­un­ar­hæf­ur ljómi og hjálp­ar farðanum að aðlag­ast þínum húðtóni.

Verð: 9.260 kr.

Guerlain Terracotta Le Teint.
Gu­erlain Terracotta Le Teint.

Ef þú vilt veg­an farða:

ILIA True Skin Ser­um Foundati­on er silki­kennd formúla þar sem farði og húðum­hirða sam­ein­ast en formúl­an inni­held­ur m.a. virkt all­antóín og níasína­míð til að slétta og mýkja húðina. Farðinn bráðnar inn í húðina, veit­ir miðlungs þekju og húðin þín verður ljóm­andi, nátt­úru­leg og heil­brigð ásýnd­ar. Formúl­an er veg­an, „cru­elty-free“ og ilm­efna­laus.

Verð: 11.990 kr.

ILIA True Skin Serum Foundation.
ILIA True Skin Ser­um Foundati­on.

Ef þú vilt matt­andi farða:

Shiseido Synchro Skin Self-Refres­hing Foundati­on SPF 30 er þyngd­ar­laus farði með „Acti­veForce™“-tækni sem vinn­ur með húðinni til að hald­ast fersk­ur á í allt að 24 klukku­stund­ir svo olíu og svita er haldið í skefj­um og and­lits­hreyf­ing­ar hafa ekki áhrif á áferðina. Formúl­an veit­ir mjúka matta ásýnd með miðlungs þekju en leiðrétt­andi púðuragn­ir full­komna yf­ir­borðsáferð húðar­inn­ar og tón. Formúl­an er ilm­efna- og olíu­laus.

Verð: 7.990 kr.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.
Shiseido Synchro Skin Self-Refres­hing Foundati­on SPF 30.

Ef þú vilt nær­andi farða:

Sensai Cellular Per­formance Cream Foundati­on SPF 20 er krem­kennd­ur, þétt­ur og nær­andi farði sem bæði veit­ir miðlungs til fulla þekju og inni­held­ur aðal­efni Sensai; Kois­himaru Silk EX. Að auki býr farðinn yfir húðbæt­andi efn­um sem finna má inn­an Cellular Per­formance-línu Sensai til að vinna gegn ótíma­bær­um öldrun­ar­merkj­um. Að sjálf­sögðu veit­ir farðinn svo húðinni silki­kennda ásýnd sem end­ist vel yfir dag­inn.

Verð: 10.990 kr.

Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 20.
Sensai Cellular Per­formance Cream Foundati­on SPF 20.

Ef þú vilt ljóm­andi farða:

Dior For­ever Skin Glow Foundati­on SPF 20 er ljóm­andi og raka­gef­andi farði en grunn­ur farðans inni­held­ur 86% af raka­gef­andi plöntu­efn­um: þrenn­ing­ar­fjóla veit­ir raka, havaírós örv­ar end­ur­nýj­un húðfrumna og brunnkarsi og íris veita vernd­andi eig­in­leika. Þessi formúla sér því til þess að bæta húðina strax og til lengri tíma. Farðinn er auðveld­ur ásetn­ing­ar, slétt­ir úr húðinni og veit­ir sér­lega fal­leg­an ljóma sem end­ist í allt að 24 klukku­stund­ir á. Þess má geta að litar­efni formúl­unn­ar byggja á steinefna­grunni sem aðlag­ast nátt­úru­leg­um lit húðar­inn­ar.

Verð: 10.699 kr.

Dior Forever Skin Glow Foundation SPF 20.
Dior For­ever Skin Glow Foundati­on SPF 20.

Ef þú vilt líf­ræn­an farða:

RMS Beauty UnCo­verup Conceal­er er 3-í-1 förðun­ar­vara sem nota má sem hylj­ara, lita­leiðrétt­ingu eða sem litað dag­krem. Þessi formúla bygg­ir að mestu á líf­ræn­um ol­í­um, kakós­mjöri, bý­flugna­vaxi auk litar­efna svo þú færð lík­lega ekki farða með nátt­úru­legri inni­halds­efn­um. UnCo­verup Conceal­er veit­ir létta þekju sem hægt er að byggja upp í miðlungsþekju en til að láta formúl­una end­ast bet­ur á húðinni er til­valið að púðra aðeins yfir.

Verð: 8.990 kr.

RMS Beauty UnCoverup Concealer.
RMS Beauty UnCo­verup Conceal­er.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda