Fegrunaraðgerðir snúist ekki bara um hégóma

Kim Cattrall er ófeimin við að nýta sér lýtaaðgerðir til …
Kim Cattrall er ófeimin við að nýta sér lýtaaðgerðir til að líta út sem besta útgáfan af sjálfri sér. AFP/Angela Weiss

Leik­kon­an Kim Cattrall er til­bú­in til að gera hvað sem er til að koma í veg fyr­ir að ald­ur henn­ar sé aug­ljós. Er hún ófeim­in við að nýta sér lýta­lækn­ing­ar til þess að ná mark­miði sínu en legg­ur áherslu á að finna rétta lækn­inn í verkið. Nýt­ir hún sér ýms­ar fyll­ing­ar og Botox til að ná fram sínu besta út­liti.

Cattrall seg­ist ekki skamm­ast sín fyr­ir fegr­un­araðgerðir sín­ar í ný­legu viðtali við Times. Seg­ir hún að aðgerðirn­ar snú­ist ekki ein­göngu um hé­góma, held­ur sé hún að hugsa vel um sig vegna starfs síns. Legg­ur hún þó áherslu á að vilja líta út eins og hún sjálf. Cattrall rifjar upp ferð til eins lýta­lækn­is þar sem hún tók eft­ir því að all­ar kon­urn­ar á biðstof­unni litu eins út, al­veg eins og kona lýta­lækn­is­ins. Hafi hún þá gert sér grein fyr­ir því að hún vilji ekki líta út eins og ein­hver önn­ur kona, held­ur líta út eins og besta út­gáf­an af sjálfri sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda