Saumaði þjóðbúning í kjölfar mikils álags

Leikkonan Aníta Briem er glæsileg í þjóðbúningnum sem hún eyddi …
Leikkonan Aníta Briem er glæsileg í þjóðbúningnum sem hún eyddi tíu vikum í að sauma. Samsett mynd

„Það er ein­hver sér­stak­ur dul­inn kraft­ur í þess­um klæðum,“ seg­ir leik­kon­an Aníta Briem sem lauk ný­verið við að sauma ís­lenska þjóðbún­ing­inn eft­ir að hafa setið tíu vikna nám­skeið hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu. 

Aníta er lands­mönn­um að góðu kunn sem hæfi­leika­rík leik­kona enda hef­ur hún leikið frá blautu barns­beini. Hún byrjaði leik­fer­il sinn aðeins níu ára göm­ul í Þjóðleik­hús­inu en síðar hélt hún til London í leik­list­ar­nám. 

Yfir­kom­in af álagi

Und­an­far­in ár hef­ur verið í nógu að snú­ast hjá leik­kon­unni og lít­ill tími á milli verk­efni, en hún ákvað samt að sækja sauma­nám­skeið sem leið til að hug­leiða eft­ir krefj­andi vinnu­tíma­bil. 

„Þetta var mik­il hug­leiðsla af því að svona krefst mik­ill­ar ein­beit­ing­ar. Maður þarf því að hafa sig all­an við og þá er ekki pláss fyr­ir neitt annað. Þetta var ofboðslega góð leið fyr­ir mig til þess að hug­leiða og mjög mik­il­vægt fyr­ir geðheilsu mína á þess­um tíma þar sem mér fannst ég vera að bug­ast und­an álagi. Þetta var al­gjör líflína,“ seg­ir leik­kon­an. 

„Ég var til­tölu­lega ný­bú­in að ljúka við eft­ir­vinnslu á nýrri sjón­varps­seríu, Svo lengi sem við lif­um, sem ég bæði skrifaði og lék í og koma þætt­irn­ir til sýn­inga í haust. Eft­ir þá vinnutörn fann ég hversu yfir­kom­in af álagi ég var,“ seg­ir Aníta, en hún sá nám­skeið Heim­il­isiðnaðarfé­lags­ins aug­lýst og skráði sig til leiks sama kvöld. „Ég vissi ekk­ert út í hvað ég var að fara, en stund­um er það bara rosa­lega gott. Ef þú veist að eitt­hvað er krefj­andi og erfitt þá mögu­lega vex það manni aug­um, en stund­um er bara mik­il­vægt að taka þetta skref fyr­ir skref.“

Í miðju saumaferlinu.
Í miðju sauma­ferl­inu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ljúf­ir morgn­ar með ynd­is­leg­um kon­um

Aníta hef­ur ekki mikla reynslu af sauma­skap en lét það ekki stoppa sig enda hef­ur hún mikla ánægju af því að læra nýja hluti. „Ég prjónaði aðeins þegar kór­ónu­veir­an geisaði og þótti það gott og hollt, ann­ars hafði ég ekki saumað frá því í grunn­skóla, en það er al­veg ótrú­legt hvað handa­vinnu­námið stend­ur með manni. 

Kannski er það líka bíó­mynda­vinn­an, þar er maður alltaf að læra eitt­hvað nýtt og fara út fyr­ir kass­ann. Hvort sem það er að kafa, meðhöndla dýr eða síga niður af klett­um. Ég held ég hafi gefið mér þann hugs­un­ar­hátt að ég geti lært flest. Mér finnst ótrú­lega gam­an og gef­andi að læra,“ seg­ir Aníta. 

Leik­kon­an mætti einn morg­un í viku í tíu vik­ur hjá Heim­il­isiðnaðarfé­lag­inu og lærði alla þá tækni sem snýr að því að setja sam­an ís­lenska þjóðbún­ing­inn. „Ég frétti bara að ég ætti að redda mér sauma­vél og ég reddaði mér sauma­vél. Svo var manni bara hent út í djúpu laug­ina.

Ég sat nám­skeiðið með ynd­is­leg­um kon­um og bara einu sinni í viku eyddi ég morgn­in­um með þeim að sauma. Ég sat síðan ótal kvöld heima, oft langt fram eft­ir nóttu að festa Herkúles­ar­bönd, hexa og annað sem ég átti áður eng­in orð yfir enda hafði ég aldrei heyrt flest þeirra fyrr,“ seg­ir Aníta og hlær. 

Saumavinkonur Anítu.
Sauma­vin­kon­ur Anítu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Merk­is­stund

Aníta náði ekki að ljúka við þjóðbún­ing­inn fyr­ir 17. júní, en vígði hann degi seinna. „Ég vígði bún­ing­inn hinn 18. júní þar sem ég náði ekki að klára hann fyr­ir þjóðhátíðardag­inn. Hinn 18. héld­um við nokk­ur að syngja á hjúkr­un­ar­heim­il­inu þar sem amma mín dvel­ur og ég dreif mig þar af leiðandi að klára síðustu króka og falder­ing­ar til þess að geta vígt hann við það til­efni,“ út­skýr­ir Aníta. 

Það var sann­kölluð merk­is­stund fyr­ir Anítu að klæða sig upp í bún­ing­inn. „Mér þótti þetta afar merki­legt. Hvert ein­asta hand­tak og hvert ein­asta spor er gert sam­kvæmt göml­um hefðum og allt í hönd­un­um þannig að þetta var mjög hátíðlegt. Mér leið eins og ég væri að klæða mig í sögu forfeðranna og gam­an að vígja þetta á hjúkr­un­ar­heim­il­inu henn­ar ömmu og henni til heiðurs. 

Marg­ar af eldri kon­un­um á heim­il­inu höfðu einnig mik­inn áhuga. Þær vildu ólm­ar skoða bún­ing­inn og vissu sömu­leiðis hell­ing um þetta og voru að fræða mig um ým­is­legt og sögðu mér hvers kon­ar yf­ir­hafn­ir ég ætti að sauma mér næst,“ seg­ir Aníta og hlær. 

Aníta vígði búninginn hinn 18. júní síðastliðinn.
Aníta vígði bún­ing­inn hinn 18. júní síðastliðinn. Skjá­skot/​In­sta­gram

Dýr en mik­il­væg fjöl­skyldu­eign

Anítu finnst til­hugs­un­in um það að nú sé til flík inn­an fjöl­skyld­unn­ar sem geti mögu­lega lifað með kom­andi kyn­slóðum undra­verð. „Gullið og skartið sem þú fest­ir á upp­hlut­inn kost­ar sitt. Þetta er frek­ar dýrt, en mér finnst svo fal­legt að hugsa til þess, þar sem það var eng­inn þjóðbún­ing­ur í minni fjöl­skyldu, ekk­ert erfðarg­ull, að ég hafi gert slíkt. Og núna er ég að hugsa til þess að dótt­ir mín eigi eft­ir að erfa þetta og að þetta sé eitt­hvað sem muni von­andi verða áfram í minni fjöl­skyldu og það er ómet­an­legt.

Þetta var bara fal­legt tæki­færi til þess að fá að kafa ofan í þess­ar hefðir og sögu for­mæðra okk­ar og heiðra þær. Þetta sýn­ir sköp­un­ar­kraft­inn sem alltaf hef­ur verið í ís­lensku þjóðinni,“ seg­ir Aníta um bún­ing­inn. 

Ómet­an­leg­ar sam­veru­stund­ir

Leik­kon­an sat mörg kvöld við sauma­skap enda fer heil­mik­ill tími í að skapa okk­ar glæsi­lega þjóðbún­ing. Dótt­ir Anítu sett­ist oft­ar en ekki niður með móður sinni og saumaði enda finnst Anítu mik­il­vægt að vera góð fyr­ir­mynd þegar kem­ur að nýt­ingu og lag­fær­ing­um á hlut­um. „Mamma mín var rosa­lega góð, hvort sem það var með bor­vél­ina eða sauma­kass­ann, að laga hlut­ina. Ég hef alltaf verið eins og hún, gengið í allt, en núna kann ég meira þegar kem­ur að sauma­skap. 

Á þess­um tím­um, þegar eitt­hvað bil­ar eða kem­ur gat á föt, þá er fólk svo fljótt að henda eða kaupa nýtt. Mér finnst mik­il­vægt, bæði fyr­ir mig og heim­ili mitt, að nýta það sem er hægt og kenna dótt­ur minni það. 

Við átt­um marg­ar stund­ir sam­an, þar sem ég var oft­ar en ekki að vinna við þetta langt fram á nótt, en þá sett­ist dótt­ir mín hjá mér, hún var að vinna með ein­hvern ein­fald­an út­saum og við saumuðum sam­an,“ seg­ir leik­kon­an. „Það voru ljúf­ar stund­ir.“

Þetta er sannkallaður erfðargripur.
Þetta er sann­kallaður erfðargrip­ur. Skjá­skot/​In­sta­gram

Vill sjá bún­ing­inn á sviðinu

Aníta flutti heim fyr­ir þrem­ur árum eft­ir að hafa eytt meira en hálfri æv­inni er­lend­is. „Ég er svo mik­ill Íslend­ing­ur. Ég er búin að vera heima í þrjú ár núna, en ég var hérna í sex mánuði við tök­ur á Ráðherr­an­um og þá sner­ist líf mitt á haus og líf­sýn og ég fann fyr­ir mik­illi heimþrá. Ég fann löng­un til þess að ala upp dótt­ur mína hér á landi, en hún var fimm ára á þeim tíma. 

Ég kom svo aft­ur til lands­ins til þess að taka upp mynd­ina Skjálfta og í kjöl­farið kom kór­ónu­veir­an og það gaf mér af­sök­un til þess að staldra við og hlusta á þetta sterka inn­sæi. Nú höf­um við verið hér í þrjú ár og líður al­veg af­skap­lega vel hérna,“ út­skýr­ir Aníta.

Leik­kon­an vill ólm sjá bún­ing­inn í mynd eða á sviði. „Ég ætla að reyna að brúka þenn­an bún­ing sem mest og svo er það alltaf þannig að lífið blæðir inn í list­ina, þannig hef­ur það verið hjá mér. Ég komst kannski á sporið með sauma­skap­inn þegar ég var að und­ir­búa mig fyr­ir Unni í Svari við bréfi Helgu. Hún var mik­il hand­verks­kona og þá varð ég að læra út­saum og alls kon­ar.“

Það er nóg framund­an hjá leik­kon­unni og nú sauma­kon­unni, en vin­kon­urn­ar sem sóttu nám­skeiðið ásamt Anítu voru al­veg á því að hún ætti að sauma þjóðbún­ing á dótt­ur sína. Anítu lýst mjög vel á þá hug­mynd, en þar sem sauma­skap­ur­inn tek­ur sinn tíma er hún ekki al­veg á því að ráðast í fleiri verk­efni í bili. „Ég ætla að klára það sem er framund­an fyrst. Upp­tök­ur á ann­arri seríu af Ráðherr­an­um hefjast í næsta mánuði og er ég á fullu að und­ir­búa það ásamt út­gáfu á serí­unni minni í haust.

Svo er ég alltaf með aug­un opin fyr­ir rétta hlut­verk­inu, mig lang­ar klár­lega að fara aft­ur á svið. Það er langt síðan ég var í sýn­ingu, ég lék síðast á West End árið 2005. Það er ekk­ert leik­hús í Los Ang­eles, þar snýst allt um kvik­mynd­ir og sjón­varp. Ég elska að vera hér á Íslandi og hafa tæki­færi til að geta sótt leik­hús­in,“ seg­ir Aníta að lok­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Aníta Briem (@anita­briem)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda