Stálu stílnum af Spears og Timberlake

Gallaefnið klikkar seint!
Gallaefnið klikkar seint! Samsett mynd

Tónlistarparið Rihanna og A$AP Rocky voru á meðal þeirra glæsilegu gesta sem fögnuðu nýrri fatalínu Louis Vuitton í París á þriðjudag. Parið klæddist fötum úr nýju línunni en minntu óneitanlega á þekkt par frá tíunda áratugnum, enda gallaklædd frá toppi til táar. 

Rihanna vakti eftirtekt í víðum gallasamfestingi og brjóstahaldara, en hún var ber um kviðinn og rammaði þar með inn vaxandi óléttubumbuna. Söngkonan toppaði heildarútlitið með 94 milljón króna mellubandi frá Jacob & Co. 

Söngkonan er dugleg að bera óléttabumbuna.
Söngkonan er dugleg að bera óléttabumbuna. AFP

A$AP Rocky klæddist demantskreyttum Louis Vuitton gallajakka, stuttbuxum og heldur einkennilegri perluskreyttri húfu og sólgleraugum. 

Stjörnuparið minnti marga á fyrrverandi poppstjörnuparið Britney Spears og Justin Timberlake, en þau gerðu allt vitlaust þegar þau mættu gallaklædd á amerísku tónlistarverðlaunin árið 2001. 

Mikill stjörnufans var á tískusýningunni, en fatalínan er hönnuð af fjöllistamanninum Pharrell Williams. Á meðal gesta voru Beyoncé, Jay–Z, Zendaya og Naomi Campbell. 

Pharrell Williams á heiðurinn af nýju fatalínu Louis Vuitton.
Pharrell Williams á heiðurinn af nýju fatalínu Louis Vuitton. AFP
Leikkonan Zendaya lét sig ekki vanta.
Leikkonan Zendaya lét sig ekki vanta. AFP
Fyrirsætan Naomi Campbell var stórglæsileg á gyllta dreglinum í París.
Fyrirsætan Naomi Campbell var stórglæsileg á gyllta dreglinum í París. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda