Stálu stílnum af Spears og Timberlake

Gallaefnið klikkar seint!
Gallaefnið klikkar seint! Samsett mynd

Tón­listarparið Ri­hanna og A$AP Rocky voru á meðal þeirra glæsi­legu gesta sem fögnuðu nýrri fatalínu Lou­is Vuitt­on í Par­ís á þriðju­dag. Parið klædd­ist föt­um úr nýju lín­unni en minntu óneit­an­lega á þekkt par frá tí­unda ára­tugn­um, enda galla­klædd frá toppi til táar. 

Ri­hanna vakti eft­ir­tekt í víðum galla­sam­fest­ingi og brjósta­hald­ara, en hún var ber um kviðinn og rammaði þar með inn vax­andi óléttubumb­una. Söng­kon­an toppaði heild­ar­út­litið með 94 millj­ón króna mellu­bandi frá Jacob & Co. 

Söngkonan er dugleg að bera óléttabumbuna.
Söng­kon­an er dug­leg að bera óléttabumb­una. AFP

A$AP Rocky klædd­ist dem­ant­skreytt­um Lou­is Vuitt­on gallajakka, stutt­bux­um og held­ur ein­kenni­legri perlu­skreyttri húfu og sólgler­aug­um. 

Stjörnup­arið minnti marga á fyrr­ver­andi popp­stjörnup­arið Brit­ney Spe­ars og Just­in Timberla­ke, en þau gerðu allt vit­laust þegar þau mættu galla­klædd á am­er­ísku tón­list­ar­verðlaun­in árið 2001. 

Mik­ill stjörnufans var á tísku­sýn­ing­unni, en fatalín­an er hönnuð af fjöll­ista­mann­in­um Phar­rell Williams. Á meðal gesta voru Beyoncé, Jay–Z, Zendaya og Na­omi Camp­bell. 

Pharrell Williams á heiðurinn af nýju fatalínu Louis Vuitton.
Phar­rell Williams á heiður­inn af nýju fatalínu Lou­is Vuitt­on. AFP
Leikkonan Zendaya lét sig ekki vanta.
Leik­kon­an Zendaya lét sig ekki vanta. AFP
Fyrirsætan Naomi Campbell var stórglæsileg á gyllta dreglinum í París.
Fyr­ir­sæt­an Na­omi Camp­bell var stór­glæsi­leg á gyllta dregl­in­um í Par­ís. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda