Áhyggjulaus og afslöppuð í sumarfríinu

K18 Biomimetic Hairscience olían gerir kraftaverk fyrir hárið og það …
K18 Biomimetic Hairscience olían gerir kraftaverk fyrir hárið og það gerir Milk Shake Leave In úðanæringin líka. Baðföt frá Lindex eru klæðileg og smart. Ljósmynd/Samsett

Það er til­hlökk­un­ar­efni að fara í sum­ar­frí og njóta þess að gera ekk­ert. Reka streit­una úr frumun­um út í hafsauga og þurfa ekki að hafa áhyggj­ur ef neinu nema að passa að húðin brenni ekki. Þótt tím­inn sé til að slaka á þá má ná ágætri upp­færslu með því að næra hár, húð og negl­ur í leiðinni.

Sum­ar­frí snýst um að láta sér líða vel. Þegar pakkað er ofan í tösku fyr­ir sum­ar­frí skipt­ir máli að gleyma engu bráðnauðsyn­legu svo þú verj­ir ekki dýr­mæt­um sum­ar­frís­tíma í að leita uppi varn­ing sem þú gleymd­ir að taka með þér. Ef þú hend­ir ein­hverju ofan í tösku klukku­tíma fyr­ir brott­för er lík­legt að þú gleym­ir ein­hverju mjög mik­il­vægu. Hluti af til­hlökk­un­inni að fara í ferðalag er ein­mitt að gefa sér tíma til að und­ir­búa það vel. Sér­velja hvert ein­asta góss sem fer ofan í tösku.

Biotherm sólarvörn, Moroccanoil, baðför út Lindex, sólarvörn í úðaformi frá …
Biot­herm sól­ar­vörn, Moroccanoil, baðför út Lindex, sól­ar­vörn í úðaformi frá Biot­herm og Shiseido sól­ar­vörn sem gott er að nota alla daga. Líka í rign­ingu.
Biotherm Waterlover Sun Milk SPF50 fæst í Hagkaup.
Biot­herm Water­lover Sun Milk SPF50 fæst í Hag­kaup.
Clarins UV PLUS Anti-Pollution Translucent fæst í Hagkaup.
Cl­ar­ins UV PLUS Anti-Polluti­on Translucent fæst í Hag­kaup.

Eitt það mik­il­væg­asta sem þú mátt alls ekki gleyma eru sól­ar­varn­ir. Best er að vera með sér­staka sól­ar­vörn fyr­ir and­litið og aðra fyr­ir lík­amann. Ef fólk er með rós­roða, eins og svo marg­ir lands­menn, skipt­ir máli að taka með sér sól­ar­vörn sem er sér­hönnuð fyr­ir slíka húð. Í frí­inu er skylda að vera með vörn í and­lit­inu áður en fólk fer út úr húsi. Þetta á reynd­ar líka við um rign­ing­ar­daga í Reykja­vík – en það verður ekki rætt um þá hörm­ung hér. Water­lover Hydrat­ing Sun Milk SPF 30 frá Biot­herm raka­nær­ir húðina og vernd­ar hana. Hún geng­ur hratt inn í húðina og skil­ur ekki eft­ir hvít­ar rák­ir. Hún stát­ar af frísk­leg­um ilmi og fer vel á húðinni og hún klístr­ast ekki.

Sólarvörn í úðaformi er hentug í fríið. Þessi er frá …
Sól­ar­vörn í úðaformi er hent­ug í fríið. Þessi er frá Biot­herm og fæst í Hag­kaup.

Best er að vera alltaf með sól­hatt til að verja and­litið en fólk þarf líka sól­ar­vörn. Þegar kem­ur að and­lit­inu skipt­ir máli að velja sól­ar­vörn sem hent­ar þinni húð.

Cl­ar­ins UV PLUS Anti-Polluti­on Translucent er fyrsta vörn snyrti­vörumerk­is­ins gegn út­fjólu­blá­um geisl­um og meng­un. Hún hef­ur að geyma létta gel­formúlu sem geng­ur auðveld­lega inn í húðina og veit­ir full­komna áferð.

Coco Beach línan frá Chanel er sérhönnuð fyrir fólk í …
Coco Beach lín­an frá Chanel er sér­hönnuð fyr­ir fólk í fríi. Hún kom á markað í síðustu viku en fæst því miður ekki hér­lend­is.

Shiseido Expert Sun Protector Face Cream veit­ir öfl­uga vörn gegn sól og hita. Expert Sun Protector Face Cream býr einnig yfir húðbæt­andi eig­in­leik­um og dreg­ur úr þroska­merkj­um á húðinni. Profen­se CEL dreg­ur úr mynd­un fínna lína og lita­bletta og Natur­eS­ur­ge Comp­l­ex hjálp­ar húðinni að verj­ast skaðlegri um­hverf­is­meng­un.

Biot­herm Water­lover Sun Mist SPF50 er sól­ar­vörn í vökv­a­formi. Það er frísk­andi að úða henni á sig og hún vernd­ar húðina gegn UVA- og UVB-geisl­um. Best er að úða henni á lík­amann og dreifa svo úr með hönd­un­um. Það þarf að gæta þess að bera hana reglu­lega á lík­amann í sól­inni – sér­stak­lega ef farið er í sund­laug eða í sjó­inn.

K18 Biomimetic Hairscience er hárolía sem getur lagað skemmt hár.
K18 Bi­omi­metic Hairscience er hárol­ía sem get­ur lagað skemmt hár.
SP Luxoil olía frá Wella fæst á Beautybar.is.
SP Luxoil olía frá Wella fæst á Beauty­b­ar.is.

Frá­bært hár

Hárið verður þurrt í sól­inni og því þarf að hugsa vel um það. Ef þú vilt laga á þér hárið í frí­inu þá tek­ur þú hárol­í­una frá K18 Mo­lecul­ar Repa­ir Hair Oil með þér. Hún lag­ar skemmd­ir hárs­ins og hindr­ar að hárið verði úfið. Olí­an bæt­ir lit, eyk­ur glans hárs­ins og veit­ir 235° hita­vörn. Best er að setja ol­í­una í rakt hárið. Áður en hún er bor­in í hárið er gott að þvo hárið með sjampói sem nær­ir hárið og ver það gegn sól­inni. Milk Shake lea­ve in conditi­oner er ekki bráðnauðsyn­leg­ur óþarfi held­ur hið mesta þarfaþing. Þú úðar nær­ing­unni í hárið eft­ir að það hef­ur verið þvegið og leyf­ir því að næra á þér hárið meðan þú slapp­ar af.

Franska tískuhúsði Chanel kynnti sérstaka sumarfríslínu á dögunum. Línan kallast …
Franska tísku­húsði Chanel kynnti sér­staka sum­ar­frís­línu á dög­un­um. Lín­an kall­ast Coco Beach Col­lecti­on.

Þægi­leg sund­föt

Til þess að fólk njóti sín sem best í frí­inu þarf því að líða vel í sund­föt­un­um. Þau mega ekki vera þving­andi og fell­inga­auk­andi. Þau þurfa að draga það allra besta sem við höf­um upp á að bjóða. Best er að vera búin að koma sér upp þess­um staðal­búnaði áður en lagt er í hann. Svo er ágætt að eiga baðföt til skipt­anna.

Baðföt úr Lindex.
Baðföt úr Lindex.
CK sundbolur fæst í Lífstykkjabúðinni.
CK sund­bol­ur fæst í Lífstykkja­búðinni.
Þessi baðföt fást í Lindex.
Þessi baðföt fást í Lindex.
Þessi röndóttu baðföt fást í Misty.
Þessi rönd­óttu baðföt fást í Misty.
Bleik baðföt frá Chanel.
Bleik baðföt frá Chanel.
Ofursvöl sumarfrísföt frá Chanel.
Of­ursvöl sum­ar­frís­föt frá Chanel.
Chanel N°5 líkamsolía með gullflögum ilmar vel og býr til …
Chanel N°5 lík­ams­ol­ía með gull­flög­um ilm­ar vel og býr til fal­lega áferð. Hún fæst í Hag­kaup.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda