Tvíhnepptir jakkar, slaufur og gulltölur er það sem þú þarft

Hér má sjá brot af því besta úr Haute Couture …
Hér má sjá brot af því besta úr Haute Couture línu Chanel fyrir haust og vetur 2023-24. Ljósmynd/Samsett

Fólk sem hef­ur áhuga á tísku­heim­in­um bíður ósjald­an spennt fyr­ir því þegar franska tísku­húsið Chanel sýn­ir nýj­ar tísku­lín­ur. Það gerðist í vik­unni þegar Haute Cout­ure lín­an var kynnt fyr­ir haust og vet­ur 2023-24 í Par­ís. Tísku­sýn­ing­in fór fram í hjarta Par­ís­ar við Signu-bakka. 

Kven­leg­heit­in eru í for­grunni í haust­tísk­unni en lín­an er inn­blás­in var töfr­um Par­ís­ar. Fólk sem heim­sæk­ir Par­ís reglu­lega veit um hvað er rætt. Yf­ir­hönnuður Chanel, Virg­inie Vi­ard, vildi kalla fram and­stæður með því að blanda sam­an hinu klass­íska út­liti tísku­húss­ins með efn­um með út­saumuðum ávöxt­um og blóm­um sem minna á mynd­list fyrri tíma. 

Í lín­unni má sjá síð pils í öll­um út­gáf­um, tví­hneppta jakka, blúnd­ur, slauf­ur, siffon og gull­töl­ur. 

Berar axlir og slaufur eru alltaf svo seiðandi.
Ber­ar axl­ir og slauf­ur eru alltaf svo seiðandi.
Hér má skykkju með slaufu sem rammar inn axlasvæðið.
Hér má skykkju með slaufu sem ramm­ar inn axla­svæðið.
Að blanda saman ólíkum efnum er listgrein.
Að blanda sam­an ólík­um efn­um er list­grein.
Silki, tjull og slaufur fara aldrei úr móð.
Silki, tjull og slauf­ur fara aldrei úr móð.
Hér má sjá ísaumuð blóm sem minna á myndlist fyrri …
Hér má sjá ísaumuð blóm sem minna á mynd­list fyrri tíma.
Íslenskar konur elska alltaf svartan lit og það gera hinar …
Íslensk­ar kon­ur elska alltaf svart­an lit og það gera hinar vönduðu Par­ís­ar-döm­ur líka.
Tvíhneppt Chanel-kápa úr tveed-efni er sérlega eiguleg.
Tví­hneppt Chanel-kápa úr tveed-efni er sér­lega eigu­leg.
Hér sést glögglega að spólupermanettið er komið aftur.
Hér sést glögg­lega að spólu­per­ma­nettið er komið aft­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda