Draumur Steves um íslenska lopapeysu rættist loksins

Skjáskot/Twitter

Langþráður draum­ur banda­ríska ferðahand­bóka­höf­und­ar­ins Rick Steves rætt­ist í vik­unni þegar hann festi kaup á notaðri lopa­peysu úr ís­lenskri ull á flóa­markaði í Reykja­vík. Steves er stadd­ur hér á landi við upp­tök­ur á nýj­um sjón­varpsþætti.

Steves hef­ur gefið út fjölda ferðahand­bóka, þar á meðal tvær um Ísland, ann­ars veg­ar frá ár­inu 2018 og hins veg­ar 2020. Hann er einnig þekkt­ur sjón­varps­maður og hef­ur frá ár­inu 2000 stýrt ferðaserí­unni Rick Steve's Europe.

„Þetta er eitt­hvað sem mig hef­ur lengi langað til að gera: Fara á flóa­markað í Reykja­vík og kaupa notaða peysu sem er hand­gerð úr ull ís­lensku sauðkind­ar­inn­ar – kinda sem hafa þró­ast yfir þúsund ár af löng­um köld­um vetr­um til að halda sér mjög heit­um,“ skrifaði Steves á Twitter og bæt­ir við að augna­blikið hafi náðst á upp­töku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda