„Barbie elskar Chanel“

Margot Robbie og Ryan Gosling fara með hlutverk Barbie og …
Margot Robbie og Ryan Gosling fara með hlutverk Barbie og Ken í kvikmyndinni Barbie. Samsett mynd

Tísku­húsið Chanel hef­ur verið áber­andi sam­starfsaðili í gegn­um kvik­mynda­sög­una. Nýj­asta sam­starf þeirra er við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar um Barbie, þar sem tísku­húsið aðstoðaði við sköp­un á bún­ing­um fyr­ir Barbie sjálfa, ásamt skíðagalla fyr­ir Ken.

Margot Robbie, aðalleik­kona og einn af fram­leiðend­um mynd­ar­inn­ar, seg­ist vera hæst­ánægð með að hafa fengið að klæðast þeim flík­um og fylgi­hlut­um sem vald­ir voru, enda elski Barbie hönn­un Chanel og því megi sjá ým­is­legt frá franska tísku­hús­inu í mynd­inni.

Ljós­mynd/​Warner Bros.

End­ur­spegl­ar per­sónu Barbie

Jacqu­el­ine Durr­an, bún­inga­hönnuður mynd­ar­inn­ar, fékk til sín úr­val af flík­um í ýms­um bleiktóna lit­um úr safni Chanel sem hannaðar höfðu verið af Virg­inie Vi­ard, hönnuði og list­ræn­um stjórn­anda hjá tísku­hús­inu. Fyr­ir val­inu urðu þrjár dragt­ir, skíðagalli og kjóll, sem ætlað var að end­ur­spegla per­sónu Barbie á ferðalagi henn­ar í gegn­um mynd­ina.

Einnig var notað úr­val af fylgi­hlut­um frá tísku­hús­inu, þar á meðal hjarta­laga taska merkt tísku­hús­inu. Margot Robbie lýs­ir hug­ar­fari per­són­unn­ar Barbie á þá leið að hún gangi alltaf um með nóg af fylgi­hlut­um, þar á meðal hatta, slauf­ur, eyrna­lokka og annað skart. Hatt­ar eru til dæm­is aldrei til varn­ar sól­inni held­ur mik­il­væg­ur fylgi­hlut­ur, rétt eins og tösk­ur eða skór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda