Mætti ómáluð á tískuvikuna í París

Pamela Anderson hlaut mikið lof fyrir að mæta á viðburði …
Pamela Anderson hlaut mikið lof fyrir að mæta á viðburði tískuvikunnar í París ómáluð. Skjáskot/Instagram

Pamela And­er­son vakti mikla at­hygli á tísku­vik­unni í Par­ís fyr­ir að mæta á viðburði ómáluð.

Aðdá­end­ur henn­ar hafa verið dug­leg­ir að hrósa henni og segja að hún líti frá­bær­lega út. Hún virki ham­ingju­söm og sátt við lífið.

Leik­kon­an Jamie Lee Curt­is birti mynd­ir á In­sta­gram af Pamelu And­er­son án farða og sagði bylt­ing­una um nátt­úru­lega feg­urð vera hafna.

„Pamela And­er­son á tísku­viku inn­an um allt þetta prjál og þrýst­ing og pós­ur og þessi kona mæt­ir í öllu sínu veldi með ekk­ert á and­lit­inu. Ég er svo ánægð með þetta hug­rekki og þessa upp­reisn,“ sagði Curt­is.

And­er­son sagði í viðtali við Elle Magaz­ine í ág­úst að hún væri hætt að mála sig eft­ir að förðun­ar­fræðing­ur henn­ar, Al­ex­is Vog­el, lést úr brjóstakrabba­meini.

„Hún var sú besta. Án henn­ar er það bara betra fyr­ir mig að vera ekki með and­lits­farða,“ sagði And­er­son sem lýsti þessu sem bæði frels­andi og skemmti­legu auk þess sem það sýn­ir ákveðna upp­reisn. Hún mæl­ir með að aðrar kon­ur stígi einnig þetta skref.

„Við byrj­um öll að líta und­ar­lega út þegar við eld­umst. Ég hlæ stund­um að mér þegar ég lít í speg­il­inn. Er þetta raun­veru­lega að ger­ast? spyr ég sjálfa mig. Þetta er ferðalag.“

Pamela Anderson stórglæsileg á tískuvikunni.
Pamela And­er­son stór­glæsi­leg á tísku­vik­unni. Skjá­skot/​In­sta­gram
Anderson segist vera hætt að mála sig eftir að förðunarfræðingur …
And­er­son seg­ist vera hætt að mála sig eft­ir að förðun­ar­fræðing­ur henn­ar lést. Skjá­skot/​In­sta­gram
Konur eiga að gera það sem þær vilja.
Kon­ur eiga að gera það sem þær vilja. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda