Systurnar stálu senunni á tískuvikunni í París

Systurnar við hlið Kris Jenner á sýningu Balenciaga.
Systurnar við hlið Kris Jenner á sýningu Balenciaga. Skjáskot/Instagram

Syst­urn­ar Par­is Hilt­on og Nicky Hilt­on Rothschild áttu góða daga á tísku­vik­unni í Par­ís á dög­un­um. Múgur og marg­menni um­kringdu þær hvert sem þær fóru og höfðu þær gam­an af at­hygl­inni.

Þær fóru meðal ann­ars á tísku­sýn­ingu Stellu McCart­ney sem frum­sýndi sum­ar­línu næsta árs við góðar und­ir­tekt­ir. Á þeirri sýn­ingu sást greini­lega hversu ólík­ur fata­stíll systr­anna er. Al­mennt þykir Nicky Hilt­on mun lát­laus­ari og íhalds­sam­ari í fata­vali á meðan Par­is er djarf­ari.

Að þessu sinni klædd­ist Par­is Hilt­on mjög flegn­um hvít­um blúndukjól á meðan Nicky Hilt­on Rothschild klædd­ist lát­laus­ari blá­um kjól, hneppt­um upp í háls með löng­um erm­um. Hún náði þó að poppa upp hinn hefðbundna kjól með töffara­leg­um sólgler­aug­um í svo­kölluðum aviator stíl.

Loks fóru syst­urn­ar einnig á sýn­ingu Balenciaga og nýttu tæki­færið og klædd­ust mjög djörf­um föt­um frá Balenciaga. Þar steig Nicky Hilt­on út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og klædd­ist svört­um, þröng­um sam­fest­ingi og íburðar­mik­illi kápu. Útlit sem hún er síður en svo þekkt fyr­ir.

Systurnar klæddar í Balenciaga.
Syst­urn­ar klædd­ar í Balenciaga. Skjá­skot/​In­sta­gram
Paris Hilton og Nicky Rothschild sýndu sínar bestu hliðar.
Par­is Hilt­on og Nicky Rothschild sýndu sín­ar bestu hliðar. AFP
Cate Blanchett var töffaraleg á sýningunni.
Cate Blanchett var töffara­leg á sýn­ing­unni. AFP
Cate Blanchett (t.h.) og Robert Downey Jr léku á als …
Cate Blanchett (t.h.) og Robert Dow­ney Jr léku á als oddi fyr­ir sýn­ingu Stellu McCart­ney. AFP
Stellu McCartney var ákaft fagnað að lokinni sýningu.
Stellu McCart­ney var ákaft fagnað að lok­inni sýn­ingu. AFP
Nýja sumarlína McCartney er flott og stílhrein.
Nýja sum­ar­lína McCart­ney er flott og stíl­hrein. AFP
Það er fátt fágaðra en að hafa Eiffel-turninn sem bakgrunn …
Það er fátt fágaðra en að hafa Eif­fel-turn­inn sem bak­grunn tísku­sýn­ing­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda