„Hvað verður um Anderson-eftirlíkingar heimsins?

Pamela Anderson mætti óförðuð á tískuvikuna í París á dögunum. …
Pamela Anderson mætti óförðuð á tískuvikuna í París á dögunum. Myndin hægra megin var tekin 2005. Samsett mynd

Fáar kon­ur hafa haft jafn­mik­il áhrif á út­lit kvenna síðustu 34 árin og Pamela And­er­son. Fólk þarf ekki að fara lengra en í Kópa­vog, til dæm­is bara í Sala­laug­ina, til þess að sjá ís­lensk­ar And­er­son-eft­ir­lík­ing­ar með húðflúraðan gadda­vír of­ar­lega á vinstri upp­hand­legg og jafn­vel örþunn­ar húðflúraðar boga­dregn­ar auga­brún­ir sem farn­ar eru að missa lit. Það var því ákveðið áfall fyr­ir ákveðinn hóp fólks þegar And­er­son kom til dyr­anna eins og hún var klædd. Ná­föl og svip­laus.

Spól­um aðeins til baka.

Pamela And­er­son varð heims­fræg árið 1989 þegar hún sprangaði um strend­ur Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um. Rauður sund­bol­ur huldi lítið meira en helstu einkastaði. Þrátt fyr­ir að spar­lega hafi verið farið með efnið þegar sund­bol­ur­inn var saumaður fór það ekki fram hjá áhorf­end­um Baywatch að barm­ur­inn var ekki sköp­un­ar­verk guðs. Hann var bú­inn til á skurðstofu og haggaðist ekki.

Heims­byggðin tók and­köf. Karl­ar í öll­um ald­urs­flokk­um, dreng­ir, feður þeirra, afar og jafn­vel langafar með ald­ur­stengda fjar­sýni, soguðust inn í túbusjón­vörp. Þeir voru óviðræðuhæf­ir á meðan og sýndu á sama tíma nokk­ur lík­am­leg ein­kenni. Þeir urðu rjóðir í kinn­um og blóðflæði jókst svo til ákveðinna lík­ams­parta. Svo mikið reynd­ar að þeir gátu ekki horft á túbusjón­varpið nema und­ir teppi.

Pamela Anderson lék hina saklausu C.J. Parker í Baywatch.
Pamela And­er­son lék hina sak­lausu C.J. Par­ker í Baywatch. Sam­sett mynd

Sér­fræðing­ar í mann­leg­um sam­skipt­um þreyt­ast ekki á því að segja fólki að karl­ar og kon­ur séu ekk­ert sér­lega góð í að skilja hvort annað. Þegar karl­inn seg­ir eitt­hvað heyr­ir kon­an eitt­hvað allt annað og öf­ugt. Svona erf­ast sam­skipti kynj­anna á milli kyn­slóða og hjóna­skilnuðum fjölg­ar bara. Vegna þess­ara slöku sam­skipta á milli kynj­anna ger­ist ým­is­legt skringi­legt sem hef­ur áhrif á sög­una. Þetta er svona eins og með Pamelu And­er­son. Þegar karl­arn­ir soguðust inn í túbusjón­varpið hugsuðu þær kannski bara þetta:

„Við þurf­um að verða eins og hún svo þeir taki eft­ir okk­ur og virði okk­ur. Vilji gift­ast okk­ur og eign­ast með okk­ur börn og heim­ili.“ Þannig varð til fjölda­hreyf­ing sem leit öll eins út. Sum­ar And­er­son-eft­ir­lík­ing­arn­ar voru metnaðarfull­ar og trú­verðugar. Þær skörtuðu miklu aflituðu hári sem var blásið og með góðri lyft­ingu við rót­ina. Þær settu á sig ein­kenn­is­merki frum­eintaks­ins sem var fín­gert gadda­vírs­húðflúr sem var sett of­ar­lega á vinstri hand­legg og létu húðflúra boga­dregn­ar auga­brún­ir á sig í leiðinni.

Pamela Anderson.
Pamela And­er­son. LUCAS JACKSON/​AFP
Þessi mynd var tekin af Pamelu Anderson 2009.
Þessi mynd var tek­in af Pamelu And­er­son 2009. JOHN SEL­KIRK/​AFP
Hér sést húðflúraði gaddavírinn nokkuð vel.
Hér sést húðflúraði gadda­vír­inn nokkuð vel. AFP

Þær förðuðu and­litið vel með köku­meiki sem þótt fínt á þeim tíma og settu áber­andi brún­bleik­an varalita­blý­ant í kring­um var­irn­ar til þess að láta þær virka stærri. Þetta var áður en farið var að bjóða upp á varas­tækk­un í bíl­skúr­um í út­hverf­um og létu varalita­blý­ant duga. Við stóru var­irn­ar, hárið og húðflúrið fóru þær í eins efn­is­lít­il föt og þær komust upp með. Það var tvennt sem And­er­son-eft­ir­lík­ing­ar sóttu mikið í og það voru sokka­bux­ur með bossa­lyft­ingu og töfra­brjósta­hald­ar­ar sem gátu látið alla helstu te­poka heims­ins líta út eins og barm frum­eintaks­ins.

Fjölda­hreyf­ing­in dreifði sér um heim­inn. Sum­ar fundu sinn Hassel­hoff og lifðu góðu lífi til æviloka. Aðrar urðu fyr­ir áfalli þegar þær áttuðu sig á því að maka­val væri í raun efna­fræði og hefði ekk­ert með út­lit að gera. Þær sátu því eft­ir með sárt ennið og kjána­legt gadda­vírs-húðflúr á hand­leggn­um. Ofan á allt bætt­ust við mikl­ir bak­verk­ir sem höfðu skap­ast í kjöl­far brjóstas­tækk­un­ar. Það tek­ur á lík­ama og sál að bæta 350 grömm­um við hvort brjóst. Auk þess gera stór­ir brjósta­púðar all­ar brjósta­skiman­ir erfiðari sem er allt í lagi að hugsa út í í bleik­um októ­ber.

Þótt ákveðinn hóp­ur hefði fengið sjokk yfir ófarðaðri Pamelu And­er­son þá var það ekki farðaskort­ur sem truflaði fólkið á kaffi­stof­um lands­ins. Það var að hún væri 56 ára – ekki 22 ára eins og hún var þegar hún hoppaði inn á Baywatch-vagn­inn. Lít­ur hún vel út ef miðað er við 56 ára mann­eskju sem hef­ur lifað upp­lifað flest sem mann­leg til­vera býður upp á? Örugg­lega, eða ég veit það ekki. Pamela And­er­son sagði í viðtali við Elle Magaz­ine í ág­úst að hún væri hætt að mála sig eft­ir að förðun­ar­fræðing­ur henn­ar, Al­ex­is Vog­el, lést úr brjóstakrabba­meini.

„Hún var sú besta. Án henn­ar er það bara betra fyr­ir mig að vera ekki með and­lits­farða,“ sagði And­er­son sem lýsti þessu sem bæði frels­andi og skemmti­legu auk þess sem það sýnri ákveðna upp­reisn. Hún mæl­ir með að aðrar kon­ur stígi einnig þetta skref.

„Við byrj­um öll að líta und­ar­lega út þegar við eld­umst. Ég hlæ stund­um að mér þegar ég lít í speg­il­inn. Er þetta raun­veru­lega að ger­ast? spyr ég sjálfa mig. Þetta er ferðalag.“ Já já, þetta er ör­ugg­lega ferðalag – ferðalag án farða er svo­lítið eins og helg­ar­ferð í Ármúla og Síðumúla. Góða skemmt­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda