Er hægt að laga húðskemmdir eftir ljósabekki?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Samsett mynd

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir því fyr­ir sér hvort hægt sé að laga skemmd­ir vegna ljósa­bekkja eða sól­ar­ljóss?

Hæ hó!

Ein hérna sem var svo­lítið mikið í ljós­um á Hollywood-tíma­bil­inu. Núna er ég orðin miðaldra og húðin á mér ber þess merki að ég hafi legið í ljós­um.

Er hægt að laga húð sem er með skemmd­ir vegna sól­ar­ljóss og eft­ir ljósa­bekkja­notk­un?

Kveðja, 

KJ

Hér sést árangur eftir tvær meðferðir með Fraxel laser.
Hér sést ár­ang­ur eft­ir tvær meðferðir með Frax­el laser. Sam­sett mynd

Sæl. 

Já svo sann­ar­lega og því fyrr því betra. Auðvitað fer það eft­ir hve mikl­ar skemmd­ir eru til staðar hvað hægt er að laga en það er alltaf hægt að bæta húðina. Besta meðferðin að mínu mati er Frax­el laser­inn þar sem hann tek­ur bæði lita­breyt­ing­ar, brúnu blett­ina, og örv­ar kolla­genið. Sól­in og UV geisl­ar frá ljósa­bekkj­um hafa afar slæm áhrif á heilsu húðar­inn­ar og brjóta hrein­lega niður aðal bygg­ing­ar­efni húðar­inn­ar, kolla­genið og ela­stínið. Þegar um langvar­andi notk­un er að ræða á ljósa­bekkj­um og sól þá fer húðin að slapp­ast og tapa teygj­an­leik­an­um og þá mynd­ast oft djúp­ar hrukk­ur og lín­ur. Einnig koma lita­breyt­ing­ar sem eru þá oft­ast brún­ir flekk­ir sem sitja þá allt árið en koma ekki bara á sumr­in eins og frekn­urn­ar. Þú get­ur einnig gert heil­mikið heima fyr­ir með því að koma þér upp rútínu með dag­legri notk­un á sól­ar­vörn, C-víta­míni og svo A-víta­mín kremi eins og retinóli eða Tret­in­o­in á kvöld­in. A-víta­mín krem­inn byggja aft­ur upp húðina með því að örva kolla­genið og geta hjálpað gegn lita­breyt­ing­um.

Vona að þess­ar upp­lýs­ing­ar hafi hjálpað eitt­hvað. 

Kær kveðja, 

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda