Chanel lét Laufeyju hafa föt

Ljósmynd/Chanel

Íslenski tón­list­armaður­inn Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir, sem er 24 ára, er um það bil að sigra heim­inn þessa dag­ana. Vel­gengni henn­ar á djass­tón­list­ar­sviðinu hef­ur farið fram úr björt­ustu von­um.

Í fyrra var hún einn mest streymdi djass­tón­list­armaður­inn á Spotify. Nú hef­ur franska tísku­húsið Chanel hafið sam­starf við Lauf­eyju en hún klædd­ist fatnaði frá þeim á dög­un­um og mun gera áfram. 

„ Ég hef bæði klæðst Chanel á tón­leik­um í LA og Pek­ing. Von­andi held­ur þetta áfram. Ég er mik­ill aðdá­andi Chanel og skemmti­legt að vera með fót í tísku­heim­in­um,“ seg­ir Lauf­ey í sam­tali við Eddu Gunn­laugs­dótt­ur blaðamann á mbl.is og K100.

Heill­andi 

Á ljós­mynd­um sem Smart­land fékk sent frá Chanel í Par­ís sést glögg­lega hvað föt­in klæða Lauf­eyju vel. Þau eru klass­ískt og smart og án til­gerðar.

Það hef­ur alltaf verið æv­in­týra­blær yfir franska tísku­hús­inu Chanel sem Gabrielle Chanel, eða Coco eins og hún var kölluð, stofnaði 1913. Hún hugsaði öðru­vísi en sam­tíma­kon­ur henn­ar, en í stað þess að leggja áherslu á hjóna­band og barneign­ir ákvað hún að fara aðra leið.

Það eru ef­laust marg­ar ástæður fyr­ir því en ein þeirra er kannski sú að hún missti mömmu sína þegar hún var lít­il og pabbi henn­ar treysti sér ekki til að ala hana upp einn síns liðs og fór með hana á munaðarleys­ingja­hæli. Hún átti því ekki heil­brigðar fyr­ir­mynd­ir um ham­ingju­ríkt fjöl­skyldu­líf og hjóna­band. Þessi hegðun pabba henn­ar hef­ur kannski ekki aukið trú henn­ar á karldýr heims­ins.

Þessi kjóll prýddi vor-og sumarlínu Chanel 2023. Laufey klæddist kjól …
Þessi kjóll prýddi vor-og sum­ar­línu Chanel 2023. Lauf­ey klædd­ist kjól úr lín­unni á dög­un­um. Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel

„Ég hélt að þetta væri plat“

„Ég horfði á til­nefn­ing­arn­ar með Jún­íu syst­ur minni og umboðsmann­in­um mín­um í Texas. Það voru komn­ar til­nefn­ing­ar fyr­ir nokkra flokka svo við héld­um að þetta væri búið. Allt í einu hopp­ar umboðsmaður minn upp og seg­ist halda að ég hafi fengið til­nefn­ingu. Við vor­um hins veg­ar ekki viss strax þar sem stund­in var liðin og mynd­bandið hélt áfram. Við tók­um nokkr­ar mín­út­ur í að finna út úr þessu og feng­um svo rétt mynd­band upp á sjón­varpið. Þá sá ég það raun­veru­lega og ég trúði þessu ekki. Að sjá nafnið mitt þarna, ég hélt að þetta væri plat,“ seg­ir Lauf­ey, aug­ljós­lega í skýj­un­um með frétt­irn­ar.

Hér er Laufey í Hong Kong í kjól frá Chanel.
Hér er Lauf­ey í Hong Kong í kjól frá Chanel. Ljós­mynd/​Chanel

Lauf­ey hlaut ný­verið Grammy-til­nefn­ingu fyr­ir plöt­una sína Bewitched í flokkn­um Tra­diti­onal Pop Vocal Alb­um og seg­ist enn eiga erfitt með að trúa því.

„Þetta er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir mig. Ég bjó til þetta verk­efni, plöt­una Bewitched, í her­berg­inu mínu í heims­far­aldr­in­um og hef verið að vinna að þessu síðustu þrjú ár. Sér­stak­lega að vera til­nefnd í þess­um flokki, sem er djass­flokk­ur þannig séð með fáu ungu fólki, er mér mjög mik­ill heiður. All­ir aðrir sem eru til­nefnd­ir eru mun eldri en ég. Í lok dags eru Grammy-verðlaun rosa­leg­ur heiður.“

Hér er Laufey með hvíta Chanel-tösku.
Hér er Lauf­ey með hvíta Chanel-tösku. Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Eins og sjá má var hugsað út í öll smáatriði.
Eins og sjá má var hugsað út í öll smá­atriði. Ljós­mynd/​Chanel
Coco Chanel er þekkt fyrir sína klassísku hönnun. Hún var …
Coco Chanel er þekkt fyr­ir sína klass­ísku hönn­un. Hún var hrif­in af hvít­um krög­um og notaði þá óspart í mis­mun­andi út­gáf­um. Ljós­mynd/​Chanel
Hárið skipti í miðju, hvítt pils og svört skyrta með …
Hárið skipti í miðju, hvítt pils og svört skyrta með hvít­um kraga. Ljós­mynd/​Chanel
Chanel er þekkt fyrir belti sín sem eru meira eins …
Chanel er þekkt fyr­ir belti sín sem eru meira eins og perlu­fest­ar. Ljós­mynd/​Chanel
Hér er Laufey í Los Angeles rétt áður en hún …
Hér er Lauf­ey í Los Ang­eles rétt áður en hún steig á svið. Ljós­mynd/​Chanel
Laufey er förðuð á látlausan og smekklegan hátt.
Lauf­ey er förðuð á lát­laus­an og smekk­leg­an hátt. Ljós­mynd/​Chanel
Rauður varalitur er löngu orðinn klassískur.
Rauður varalit­ur er löngu orðinn klass­ísk­ur. Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
Ljós­mynd/​Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda