Vill frekar vera á sjötugsaldri en þrítug!

Bára Hafsteinsdóttir.
Bára Hafsteinsdóttir. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Bára Haf­steins­dótt­ir snyrti­fræðing­ur hjá Lancôme er 61 árs og seg­ir að það skipti miklu máli að líða vel í eig­in skinni til þess að líta vel út. Hún er þó ekki bara á ein­hverju and­legu ham­ingjutrippi held­ur kann hún ákveðnar aðferðir sem hjálpa henni að vera með gló­andi og fal­lega húð

„Ég vil ekk­ert endi­lega líta út fyr­ir að vera yngri en ég er en ég vil að húðin mín sé í sínu besta formi. Hún sé rétt og vel nærð. Þá lít­um við vel út, að mínu mati, ég vil alla­vega ekki verða 30 aft­ur, það er geggjað að vera á sjö­tugs­aldri og lifa líf­inu,“ seg­ir Bára.

Powerful Strength Line Reducing Vitamin C serum frá Kiehl's, Bye …
Powerf­ul Strength Line Reduc­ing Vitam­in C ser­um frá Kiehl's, Bye Bye Por­es frá IT Cos­metics eru sýr­ur og Bi-Facil frá Lancôme er sá hreins­ir sem Bára not­ar á aug­un.

Bára er fylgj­andi þess að þrífa húðina vel.

„Ég legg alltaf áherslu á að hreinsa húðina vel kvölds og morgna og gjarn­an með tvö­faldri hreins­un. Einnig nota ég alltaf góðan augn­f­arðahreinsi eins og til dæm­is Bi-Facil frá Lancôme því hann er sér­hannaður fyr­ir augn­hár­in okk­ar sem verða þurr­ari, stökk­ari og veiklu­legri með aldr­in­um. Það er því mjög mik­il­vægt að fara vel með þau. Fal­leg augn­hár gera svo mikið fyr­ir ásýnd okk­ar,“ seg­ir Bára.

Sólarvörn frá frá Kiehl's, næturkrem frá Helena Rubinstein og dagkremið …
Sól­ar­vörn frá frá Kiehl's, næt­ur­krem frá Helena Ru­bin­stein og dag­kremið Rénergie H.P.N 300-Pepti­de dag­kremið frá Lancôme.

Spurð um húðrútínu sína seg­ir Bára að hún noti sýru og C-víta­mín á and­litið og svo er hún með ákveðna kremrútínu sem virk­ar vel fyr­ir hana.

„Ég nota glýkól­sýru ann­an hvern morg­un og C-víta­mín hinn morg­un­inn en bæði þessi efni auka ljómann í húðinni. Fal­leg­ur ljómi ger­ir svo mikið fyr­ir okk­ur. C-víta­mínið styrk­ir ónæmis­kerfið í húðinni og ver hana líka tölu­vert gegn út­fjólu­blá­um geisl­um og fleira. Svo eru bæði þessi efni líka að vinna gegn brún­um blett­um sem er nú al­gengt að sjá­ist á húð okk­ar á besta aldr­in­um. Mín­ar upp­á­haldsvör­ur þessa stund­ina eru Bye Bye Por­es Glycolic Acid Ser­um frá IT Cos­metics og Powerf­ul Strength Line Reduc­ing Vitam­in C ser­um frá Kiehl's,“ seg­ir Bára og bæt­ir við:

„Kremrútína mín sam­an­stend­ur af Genifique-serumi, H.C.F.-serum­inu, Rénergie H.P.N 300-Pepti­de-krem­inu og Rénergie-augnkrem­inu. Þetta er skot­held blanda sem inni­held­ur öll þau efni sem húðin þarf til að viðhalda góðgerla­flór­unni í húðþekj­unni, styrkja kolla­gen og ela­stín og örva al­mennt end­ur­nýj­un húðar­inn­ar. Ég nota sól­ar­vörn með SPF50 alla morgna, all­an árs­ins hring. Líka um há­vet­ur­inn. Þetta er mjög mik­il­vægt skref í húðrútín­unni. Mín­ar upp­á­halds­sól­ar­varn­ir eru So­leil Bronzer SPF50 frá Lancôme sem gef­ur jafn­an og fal­leg­an lit og Ultra Lig­ht Daily UV Defen­se SPF50 frá Kiehl's. Ég set sól­ar­vörn­ina und­ir farða.“

Mik­il­vægt að klappa sér á bakið

Ertu með sér­staka kvöldrútínu?

„Já, ég hreinsa and­litið vel en líka háls, bringu og augu. Mik­il­vægt er að muna að njóta vel á meðan á þessu stend­ur og sýna sjálfri sér góðvild. Við verðum að hlúa vel að húðinni því hún er okk­ar stærsta líf­færi.

Eft­ir hreins­un nota ég alltaf Genifique og H.C.F.-serumið en einnig bæti ég við góðu retínóli eins og til dæm­is Fast Relea­se-retínól­inu frá Kiehl's. Retínólið nota ég um það bil þris­var til fjór­um sinn­um í viku. Ég leyfi þessu að virka á and­lit­inu í tvo klukku­tíma áður en ég set mitt allra mest upp­á­halds­næt­ur­krem á and­litið. Það heit­ir Re-Plasty og er frá Helena Ru­bin­stein. Ég nota augnkremið úr sömu línu und­ir aug­un og sef með það. Ég nudda húðina vel til að örva blóðflæði til húðar­inn­ar og sogæðakerfið í leiðinni. Með þess­ari aðferð nýt­ir húðin bet­ur það sem við erum að bjóða henni upp á. Svo er mik­il­vægt að brosa og gefa sér klapp á öxl­ina því við eig­um það skilið,“ seg­ir Bára og bros­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda