Kynþokkafyllstu sköllóttu menn landsins

Skallarnir eru sexí!
Skallarnir eru sexí! Samsett mynd

Sköll­ótt­ir karl­menn eru sko alls eng­ar gung­ur enda karl­mennsk­an upp­máluð. Þess­ir herra­menn sem prýða list­ann sýna það og sanna, en all­ir eiga þeir sam­eig­in­legt að vera hár­laus­ir, hæfi­leika­rík­ir og heill­andi í þokka­bót. 

Árni Páll Árna­son

Tón­list­armaður­inn Árni Páll Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Herra Hnetu­smjör, skart­ar flott­um skalla. 

Eg­ill Ólafs­son

Einn þekkt­asti söngv­ari og laga­smiður Íslands, Eg­ill Ólafs­son, er með einn virðuleg­asta skalla lands­ins. 

Gauti Þeyr Más­son

Rapp­ar­inn Gauti Þeyr Más­son, þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Emm­sjé Gauti, er töffara­leg­ur með skall­ann.

Bubbi Mort­hens

Skalla­popp­ar­inn Bubbi Mort­hens er sá allra flott­asti. 

Hjálm­ar Örn Jó­hanns­son

Skemmtikraft­ur­inn Hjálm­ar Örn er glæsi­leg­ur með skall­ann og rauða skeggið. Hann fagnaði fimm­tugsaf­mæli sínu á dög­un­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Hjálmar Örn (@hjalmarorn110)

Fel­ix Bergs­son

Fel­ix Bergs­son þarf vart að kynna nein­um, enda er hann með allra ást­sæl­ustu fjöl­miðlamönn­um og skemmti­kröft­um þjóðar­inn­ar. Hann er með gull­fal­leg­an skalla.

Auðunn Blön­dal

Auðunn Blön­dal eða Auddi Blö er fá­rán­lega flott­ur með skalla. 

Arn­ór Dan Arn­ar­son

Forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Ag­ent Fresco, Arn­ór Dan Arn­ar­son, er ávallt flott­ur á sviðinu og rokk­ar skall­ann. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Arnór Dan (@arn­or­d­an)

Hjört­ur Jó­hann Jóns­son

Einn hæfi­leika­rík­asti leik­ari lands­ins, Hjört­ur Jó­hann Jóns­son, ber skall­ann með prýði.

Tóm­as Lemarquis

Leik­ar­inn Tóm­as Lemarquis er glæsi­leg­ur maður. Skalli hans vek­ur ávallt eft­ir­tekt.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Tómas Lemarquis (@tom­aslemarquis)

JóiPé

Listamaður­inn Jó­hann­es Dami­an Pat­reks­son, bet­ur þekkt­ur sem JóiPé, er al­gjör töffari og ber skall­ann vel líkt og faðir hans Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í hand­bolta.

View this post on In­sta­gram

A post shared by JóiPé (@joiipe)

Sverr­ir Berg­mann

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann er ekki bara með eina fal­leg­ustu rödd lands­ins, hann er líka með einn fal­leg­asta skalla lands­ins. 

Sverrir Bergmann.
Sverr­ir Berg­mann. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Arn­ald­ur Indriðason

Met­sölu­rit­höf­und­ur­inn Arn­ald­ur Indriðason ber höfuðið hátt þrátt fyr­ir að hárið á höfðinu vanti. Arn­ald­ur hef­ur verið einn ást­sæl­asti rit­höf­und­ur þjóðar­inn­ar í mörg ár. 

Arnaldur Indriðason.
Arn­ald­ur Indriðason. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Arn­ar Gunn­laugs­son

Fyrst var hann knatt­spyrnu­hetja á vell­in­um en nú er hann þekkt­ur sem far­sæll þjálf­ari. Það þarf ekki hár til þess að ná langt. 

Arnar Gunnlaugsson.
Arn­ar Gunn­laugs­son. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Gylfi Þór Þor­steins­son

Gylfi Þór Þor­steins­son, verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um, er ekki bara einn skemmti­leg­asti og hjarta­hlýj­asti maður lands­ins. Hann er líka einn sá fal­leg­asti og drýp­ur kynþokk­inn af skall­an­um. 

Gylfi Þór Þorsteinsson.
Gylfi Þór Þor­steins­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda