Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær er algjör tískukóngur

Birnir er óhræddur við að prófa ólíka stíla.
Birnir er óhræddur við að prófa ólíka stíla. Samsett mynd

Birni Snæ Inga­syni er margt til lista lagt. Hann er öfl­ug­ur knatt­spyrnumaður og spil­ar með Vík­ingi í Bestu deild karla ásamt því að leggja stund á nám í fata­hönn­un við Lista­há­skóla Íslands.

Birn­ir hef­ur vakið mikla at­hygli, bæði fyr­ir áhuga­verðan stíl og frum­lega hönn­un, og eig­um við án efa eft­ir að heyra meira af þess­um hæfi­leika­ríka og metnaðarfulla unga manni, hvort sem er inn­an eða utan vall­ar í framtíðinni. 

Hvernig mynd­ir þú lýsa fata­stíln­um þínum?

„Hann er ekk­ert svo flók­inn. Ég vill vera þægi­leg­ur, það er núm­er 1, 2 og 3. Fata­stíll­inn er að ég held frek­ar af­slappaður, eng­inn brjáluð læti, en það kem­ur svo sem fyr­ir. 

Prökk­ur­un­um í liðinu mínu finnst ég oft og tíðum klædd­ur eins og það sé verið að steggja mig, en ég hef bara gam­an af því þegar þess­ir jepp­ar gelta.“

Liðsfélagar Birnis segja hann stundum klæða sig eins og mann …
Liðsfé­lag­ar Birn­is segja hann stund­um klæða sig eins og mann sem er verið að steggja. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig klæðir þú þig dags­dag­lega?

„Það fer al­veg eft­ir dög­um. Stund­um vill maður bara henda sér í eitt­hvað kósí, en stund­um vill maður fara í eitt­hvað fínna. Mér finnst skemmti­legt að „mix-a“ and­stæðum sam­an, en svona hefðbund­inn dag­ur hjá mér er hlýra­bol­ur, jakki og víðar galla­bux­ur. Ég er sjúk­ur í galla­bux­ur, maður end­ar ein­hvern veg­inn alltaf í því að klæðast þeim. Ég þarf helst að finna mér nýj­ar bux­ur en það er eig­in­lega ekki pláss fyr­ir fleiri flík­ur í skápn­um, því miður.“

En þegar þú er að fara eitt­hvað fínt?

„Þegar ég er að fara eitt­hvað fínt, þá ríf­ur maður fram stóra „stöffið.“ Ég hef aldrei verið mikið fyr­ir jakka­föt en hef að vísu verið að kaupa mér göm­ul jakka­föt á nytja­mörk­um und­an­farið, það er svo skemmti­legt snið á þeim. 

Ef og þegar ég er að henda mér í eitt­hvað fínt, finnst mér gott að fara í jakkafatajakka og víðar galla­bux­ur, ég vill ekki vera of fínn.“

Birnir vill ekki vera of fínn og kýs því gallabuxur …
Birn­ir vill ekki vera of fínn og kýs því galla­bux­ur og jakkafatajakka þegar hann fer út. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyr­ir hverju fell­ur þú oft­ast?

„Það eru jakk­ar og skór. Ég spái mikið í sniði og efni á jökk­um, það er það sem ég glápi á fyrst, held ég. Mér finnst alltaf gam­an að flík sem fær mig til að hugsa, hvernig datt hönnuðinum þetta í hug?“

Verstu fata­kaup­in?

„Ég á all­nokkr­ar flík­ur sem sitja inn í skáp og enn þá með hel­vít­is miðanum á. Ætli mín verstu kaup séu ekki ein­hverj­ar legg­ings­bux­ur sem ég fjár­festi í, í gamla daga. Þær áttu að vera al­gjör negla en eru bara prakk­ara­læti í dag.“

Áttu þér upp­á­halds merki/​búðir til að versla í?

„Já, það eru viss­ar búðir er­lend­is sem ég hef­ur gam­an af, fyrsta sem mér dett­ur í hug er Do­ver Street Mar­ket. Ég væri reynd­ar að ljúga ef ég ef segði að mér fynd­ist skemmti­leg­ast að versla þar, því það er sæmi­leg­asti verðmiði á „stöff­inu“ þar, maður væri hel­víti snögg­ur að tæma sig. Það er meira gam­an að skoða sig um þar. 

Mitt upp­á­halds­merki akkúrat núna er lík­lega Y/​Proj­ect. Ég hef mjög gam­an af því.“

Áttu þér upp­á­halds­liti?

„Nei, ég á ekki ein­hvern einn upp­á­halds en hef samt mjög gam­an af lit­um. Sjálf­ur enda ég oft­ast á því að klæðast svörtu en þarf að fara að keyra lita­geðveik­ina aðeins upp.“

Birnir er mikið í svörtu.
Birn­ir er mikið í svörtu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er á óskalist­an­um fyr­ir vet­ur­inn?

„Já, já, það er alltaf eitt­hvað sem manni lang­ar í. Það má ein­hver græja Mart­ine Rose Nike „stöffið“ á mig, það væri vel þegið.“

Hvaðan sæk­ir þú inn­blást­ur þegar þú set­ur sam­an dress?

„Ég glápi mikið á YouTu­be, skoða In­sta­gram og pæli mikið í fólk­inu sem rölt­ir fram hjá mér úti á götu. Það get­ur hver sem er veitt manni inn­blást­ur, fólk sem er djúpt í tískupæl­ing­um og aðrir sem eru „lazer focu­sed“ á eitt­hvað allt annað.“

Birnir hefur skemmtilegan stíl.
Birn­ir hef­ur skemmti­leg­an stíl. Ljós­mynd/​Aðsend

Ef pen­ing­ar væru ekki vanda­mál, hvað mynd­ir þú kaupa þér?

„Þetta er rosa­leg spurn­ing! Maður þyrfti að fara í ein­hverja svaðal­ega úlpu eða álíka, eittt­hvað sem kost­ar al­vöru seðil. Það er ekki ákveðin flík sem kem­ur upp í hug­ann en lík­lega eitt­hvað gam­alt „archi­ve stöff“ sem kost­ar alltof mik­inn pen­ing.“

Hver finnst þér vera best klæddi ein­stak­ling­ur­inn í heim­in­um í dag?

„Það er erfitt að henda ein­hverj­um ein­um niður á blað, en minn „all time favou­rite“ hef­ur alltaf verið A$AP Rocky. Vin­ur hans ASAP Nast er líka góður. Það er hægt að nefna fullt af meist­ur­um en þess­ir fá mitt „shout“, veit þeir verða sátt­ir með það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda