Er hægt að fá ríkið til að niðurgreiða svuntuaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem er að velta fyr­ir sér hvort og hvenær ríkið niður­greiði svo­kallaðar svuntuaðgerðir. 

Sæl Þór­dís. 

Nú hafa marg­ir farið í maga­ermi eða hjá­v­eituaðgerð og þar af leiðandi lést mikið og þar af er mik­il húð sem sit­ur eft­ir og lang­ar ef­laust að vita hvort að svuntuaðgerðir séu í ein­hverj­um til­vik­um niður­greidd af rík­inu. Og í hvaða til­vik­um tek­ur ríkið þátt í svo­leiðis aðgerð?

Kær kveðja, 

GH

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Já, það er rétt hjá þér að magaminnk­andi aðgerðir hafa fjölgað mikið á und­an­förn­um árum.  Í kjöl­far mik­ils þyngd­artaps sit­ur laus húð víða á lík­am­an­um og laus húð á maga er oft­ast að trufla fólk. Það eru marg­ir sjúk­dóm­ar sem fylgja mik­illi yfirþyngd, álag á hjarta og æðakerfið með oft háum blóðþrýst­ingi sem lag­ast þegar fólk létt­ist. Eins er minna álag á stoðkerfið og fólk á auðveld­ara með að hreyfa sig. Hang­andi húð á maga get­ur vissu­lega valdið sár­um í fell­ing­um, sveppa­sýk­ing­um og óþæg­ind­um, en svuntuaðgerð er ekki í nein­um til­vik­um greidd af sjúkra­trygg­ing­um. 

Með bestu kveðjum,

Þór­dís

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda