12 hlutir eftir íslenska hönnuði sem þig dreymir um í jólagjöf

Það er eitthvað extra sjarmerandi við það að fá og …
Það er eitthvað extra sjarmerandi við það að fá og gefa íslenska hönnun! Samsett mynd

Óskalist­inn er sér­lega veg­leg­ur þessa vik­una. Hann prýða 12 ís­lensk­ar vör­ur sem fag­ur­kera dreym­ir um að finna merkta sér und­ir jóla­trénu eft­ir rúma viku. 

Það er eitt­hvað al­veg ein­stakt við að fá ís­lenska hönn­un í jóla­gjöf, en það besta er að það er ekk­ert minna skemmti­legt að gefa ís­lenska hönn­un og vita að með því sé maður að styðja við hönn­un­ar­senu lands­ins.

Drauma­skórn­ir!

Þess­ir skór upp­fylla all­ar kröf­ur fag­ur­ker­ans – þeir eru ein­fald­ir og stíl­hrein­ir en samt öðru­vísi og eft­ir­tekt­ar­verðir. Kalda er ís­lenskt vörumerki sem fata­hönnuður­inn Kata Alda stofnaði árið 2016. 

Otta hælaskórnir fást í Kalda og kosta 59.200 kr.
Otta hæla­skórn­ir fást í Kalda og kosta 59.200 kr. Skjá­skot/​In­sta­gram

Bók­in sem þú þarft að eign­ast fyr­ir 2024!

Mynd­lista­kon­an Rakel Tóm­as­dótt­ir hef­ur síðustu ár gefið út ein­stak­lega fal­lega og vel skipu­lagða dag­bók og nú er bók­in fyr­ir árið 2024 kom­in í sölu. Í dag­bók­inni er allt sem þú þarft til að verða skipu­lags­drottn­ing árið 2024!

Dagbók eftir myndlistakonuna Rakeli Tómasdóttur fæst í Epal og kostar …
Dag­bók eft­ir mynd­lista­kon­una Rakeli Tóm­as­dótt­ur fæst í Epal og kost­ar 5.500 kr. Ljós­mynd/​Epal.is

Hinn full­komni kjóll!

Það þurfa all­ir fata­skáp­ar að inni­halda að minnsta kosti einn kjól sem tikk­ar í öll box­in – og það ger­ir þessi fal­legi kjóll eft­ir fata­hönnuðinn Eddu Gunn­laugs­dótt­ur. Hvern dreym­ir ekki um klass­ísk­an og klæðileg­an kjól sem gleður augað og hægt er að nota við fjöl­breytt til­efni?

Kjóll eftir íslenska hönnuðinn Eddu Gunnlaugsdóttur. Hann fæst hjá Ddea …
Kjóll eft­ir ís­lenska hönnuðinn Eddu Gunn­laugs­dótt­ur. Hann fæst hjá Ddea og kost­ar 55.000 kr. Ljós­mynd/​Ddea.is

Fal­legt skart klikk­ar aldrei!

Þessi fal­legu háls­men eru hönnuð af Lovísu Hall­dórs­dótt­ur á verk­stæði henn­ar í Garðabæ. Þau eru bæði fal­leg ein og sér en passa líka sér­stak­lega vel sam­an.

Á myndinni eru þrjú hálsmen frá by Lovisa. Efst er …
Á mynd­inni eru þrjú háls­men frá by Lovisa. Efst er Örk háls­festi sem kost­ar 16.900 kr. Næst er Fiskiflétta háls­festi sem kost­ar 24.800 kr. Neðst er svo Örk keðjan með fal­legu skrauti sem kost­ar 24.900 kr. Ljós­mynd/​Bylovisa.is

Íslensk­ur lík­ams­skrúbb­ur!

Lík­ams­skrúbbur­inn frá ChitoCare mýk­ir og hreins­ir húðina og inni­held­ur nátt­úru­leg inni­halds­efni sem dekra við húðina og gera hana silkimjúka. ChitoCare er ís­lenskt fyr­ir­tæki stofnað af Sig­ríði Vig­fús­dótt­ur sem býður upp á ýms­ar húðvör­ur.

Líkamsskrúbbur frá ChitoCare fæst hjá ChitoCare og kostar frá 2.890 …
Lík­ams­skrúbb­ur frá ChitoCare fæst hjá ChitoCare og kost­ar frá 2.890 - 5.860 kr. Ljós­mynd/​Chitocare.is

Tíma­laus hönn­un sem end­ist!

Það er hálfómögu­legt að vera bú­sett­ur á Íslandi inn­an um all­ar þess­ar flottu sund­laug­ar og nátt­úru­laug­ar en eiga ekki al­menni­leg sund­föt. Sund­bol­ur frá sjálf­bæra ís­lenska sund­fata­merk­inu SwimSlow er því til­val­inn í jólapakk­ann, en sund­bol­irn­ir eru hannaðir af Ernu Berg­mann og eru virki­lega fal­leg­ir og klass­ísk­ir.

Sundbolurinn Vesturbæjarlaug fæst hjá Andrá og kostar 35.900 kr.
Sund­bol­ur­inn Vest­ur­bæj­ar­laug fæst hjá Andrá og kost­ar 35.900 kr. Skjá­skot/​In­sta­gram

Form­fag­ur og ein­stak­ur!

Þessi fal­legi blóma­vasi er úr vöru­línu Studio Miklo, hönn­un­art­eymi sem stofnað var árið 2021 og sam­an­stend­ur af hönnuðunum Helgu Björk Ottós­dótt­ur og Hjör­dísi Gests­dótt­ur. Vas­arn­ir eru án efa ein­stak­ir og afar form­fagr­ir.

Blómavasi frá Studio Miklo eftir hönnuðina Hjördísi Gestsdóttur og Helgu …
Blóma­vasi frá Studio Miklo eft­ir hönnuðina Hjör­dísi Gests­dótt­ur og Helgu Björk Ottós­dótt­ur fást hjá Mika­do og kosta 11.990 kr. Ljós­mynd/​Mika­do.store

Það heit­asta í vet­ur!

Lambús­hett­ur hafa verið að taka yfir tísku­heim­inn á und­an­förn­um vik­um sem er afar hent­ugt fyr­ir okk­ur sem erum bú­sett í óút­reikn­an­legu veðurfari á Íslandi. Þessi lambús­hetta er frá ís­lenska merk­inu As We Grow.

Lambúshetta fæst hjá As We Grow og kostar 19.800 kr.
Lambús­hetta fæst hjá As We Grow og kost­ar 19.800 kr. Ljós­myd/​Aswegrow.is

Hlý­leg­ur og töff!

Í síðustu viku var loðhúfa efst á óskalist­an­um, en þessa vik­una er það þessi tryllti loðjakki frá Feld­ur verk­stæði. Hver kann­ast ekki við að vanta hlýja en hrika­lega flotta flík í fata­skáp­inn til að henda yfir sig á vet­urna? Hér er lausn­in!

Fura jakki fæst hjá Feldur verkstæði og kostar 87.700 kr.
Fura jakki fæst hjá Feld­ur verk­stæði og kost­ar 87.700 kr. Ljós­mynd/​Feld­ur.is

Bux­ur sem vekja eft­ir­tekt!

Aft­ur er ís­lenskt merki í eigu hönnuðar­ins Báru Hólm­geirs­dótt­ur, en hún stofnaði fyr­ir­tækið ásamt syst­ur sinni árið 1999. Þess­ar trylltu bux­ur eru eiga eft­ir að slá í gegn hjá tísku­drottn­ing­um lands­ins enda vekja þær klár­lega eft­ir­tekt.

Gallabuxur fást í Aftur og kosta 62.700 kr.
Galla­bux­ur fást í Aft­ur og kosta 62.700 kr. Ljós­mynd/​Aft­ur.is

Al­vöru nær­ing eft­ir hátíðirn­ar!

Flest­ir kann­ast ef­laust við ís­lenska fyr­ir­tækið Bi­oEf­fect sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda bæði inn­an- og ut­an­lands. Þessi nær­andi augn­maski er full­kom­in í pakk­ann enda fátt nota­legra en að dekra svo­lítið við sig yfir hátíðirn­ar. 

Augnmaski frá bioEffect fæst hjá Bioeffect og kostar 4.290 kr.
Augn­maski frá bi­oEf­fect fæst hjá Bi­oef­fect og kost­ar 4.290 kr. Ljós­mynd/​Bi­oef­fect.com

Fal­leg hönn­un á heim­ilið!

Hver elsk­ar ekki að fá fal­lega ís­lenska hönn­un fyr­ir heim­ilið í jólapakk­ann? Þessi vegg­stjaki er hannaður af Haf-hjón­un­um Ka­ritas Sveins­dótt­ur og Haf­steini Júlí­us­syni sem eiga bæði Haf Store og Haf Studio. 

Veggstjaki úr spegilstáli fæst hjá Haf Store og kostar 29.900 …
Vegg­stjaki úr speg­ilstáli fæst hjá Haf Store og kost­ar 29.900 kr. Ljós­mynd/​Haf­store.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda