Sér eftir að hafa stækkað brjóstin

Victoria Beckham fær kjánahroll þegar hún sér myndir af brjóstunum …
Victoria Beckham fær kjánahroll þegar hún sér myndir af brjóstunum eins og þau voru hér áður fyrr. mbl.is/AFP

Victoria Beckham seg­ist sjá eft­ir að hafa farið í brjóstas­tækk­un á tí­unda ára­tugn­um og forðast umræðuefnið við dótt­ur sína. Þá fór hún skyndi­lega úr því að vera í brjóst­hald­ara­stærð 34A í 34DD.

Beckham lét svo fjar­lægja púðana árið 2009 en hef­ur enn ekki rætt það op­in­skátt við dótt­ur sína sem er 12 ára. 

„Ef ég er hrein­skil­in, þá vildi ég óska að ég hefði aldrei farið í brjóstas­tækk­un,“ seg­ir Beckham í viðtali við Allure Magaz­ine.

„Þetta var ákveðið tíma­bil í lífi mínu og ég held að ég geti deilt þess­ari reynslu með henni. En við erum bara ekki komn­ar á þann stað.“

Heim­ild­ir herma að Beckham hafi farið fyrst í brjóstas­tækk­un árið 1999 og svo í aðra stækk­un árið 2006. Hún hafði alltaf neitað að hafa lagst und­ir hníf­inn og sagðist nota góða brjóst­hald­ara og lím­band til þess að ná barm­miklu út­liti.

Árið 2003 í spjalli við Piers Morg­an á BBC hélt hún því fram að hún væri öll nátt­úru­leg.

„Ég er al­veg nátt­úru­leg fyr­ir utan negl­ur, hár­leng­ing­ar og brúnkukrem.“

Síðan þá hef­ur Beckham komið hreint fram og viður­kennt að fá kjána­hroll þegar hún sér mynd­ir af brjóst­un­um.

Viktoría Beckham rétt áður en hún lét fjarlægja púðana.
Vikt­oría Beckham rétt áður en hún lét fjar­lægja púðana. AFP
View this post on In­sta­gram

A post shared by Allure Magaz­ine (@allure)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda