10 hlutir sem gera aðfangadag enn betri

Óskalisti vikunnar er sérlega flottur!
Óskalisti vikunnar er sérlega flottur! Samsett mynd

Dag­arn­ir eru extra fljót­ir að líða í des­em­ber og nú eru aðeins þrír dag­ar í jól­in. Á óskalista vik­unn­ar finn­ur þú fal­leg­ar vör­ur sem munu gera aðfanga­dag­inn enn betri – allt frá nota­leg­um jóla­nátt­föt­um og mjúk­um baðslopp yfir í tryllt jóla­stíg­vél og klass­ísk­an jóla­kjól. 

Full­kom­inn end­ir á aðfanga­degi!

Það er fátt jafn nota­legt og að skella sér í ný jóla­nátt­föt á aðfanga­dags­kvöld. Ef þú vilt nátt­föt sem eru jóla­leg en geta samt verið notuð all­an árs­ins hring þá eru þetta nátt­fata­sett með fal­leg­um rauðum hjört­um full­komið.

Náttföt fást í Lindex. Skyrtan kostar 7.299 kr. og buxurnar …
Nátt­föt fást í Lindex. Skyrt­an kost­ar 7.299 kr. og bux­urn­ar 7.299 kr. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hátíðarilm­ur!

Á dög­un­um kom út nýr ilm­ur úr kertalínu Haf Store, en hann ber nafnið Ylur og þykir til­val­inn fyr­ir hátíðirn­ar. Kertið gleður þó ekki ein­ung­is lykt­ar­skynið held­ur líka augað. Það er því til­valið að kveikja á því á aðfanga­dag og leyfa ljúf­um ilm­in­um að faðma heim­ilið. 

Nýr ilmur fyrir hátíðirnar frá Haf Store kostar 5.900 kr.
Nýr ilm­ur fyr­ir hátíðirn­ar frá Haf Store kost­ar 5.900 kr. Ljós­mynd/​Haf­store.is

Þessi sem klikk­ar ekki!

All­ir fata­skáp­ar ættu að inni­halda klass­ísk­an svart­an síðkjól eins og þenn­an. Þetta er kjóll­inn sem þú teyg­ir þig í klukk­an fimm á aðfanga­dag þegar allt er á sein­ustu stundu því þau veist að hann klikk­ar ekki – svo er hægt að dressa hann upp og niður með skarti og skóm. 

Kjóll fæst í Gina tricot og kostar 7.395 kr.
Kjóll fæst í Gina tricot og kost­ar 7.395 kr. Ljós­mynd/​Gin­at­ricot.is

Skandi­nav­ískt á jóla­tréð!

Marg­ir nýta þor­láks­messu í að skreyta jóla­tréð og hafa því enn nokkra daga til að klára að græja skraut á tréð. Þess­ar jóla­skreyt­ing­ar eru frá sænska hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Dbkd og gefa aðfanga­deg­in­um skandi­nav­ískt og mini­malískt yf­ir­bragð. 

Jólaskraut á tréð frá Dkbd fæst í Dimm og kostar …
Jóla­skraut á tréð frá Dkbd fæst í Dimm og kost­ar frá 790 kr. til 1.990 kr. Ljós­mynd/​Nordic­nest.is

Jóla­stíg­vél­in í ár!

Þú finn­ur varla full­komn­ari jóla­stíg­vél en þessi frá ís­lenska vörumerk­inu Kalda. Þau eru fag­urrauð með pass­lega háum hæl. Hönn­un­in er stíl­hrein en þó með smá­atriðum sem fanga augað – akkúrat það sem við vilj­um á aðfanga­dag!

Skórnir fást hjá Kalda og kosta 66.800 kr.
Skórn­ir fást hjá Kalda og kosta 66.800 kr. Ljós­mynd/​Kalda.com

Hafðu það nota­legt eft­ir jólabaðið!

Það má lika hafa það nota­legt á aðfanga­dag og þess vegna er ómiss­andi að eiga góðan baðslopp. Þessi slopp­ur er extra mjúk­ur úr líf­rænt vottaðri bóm­ull, og svo er hann bara svo fal­leg­ur – full­kom­inn eft­ir jólabaðið!

Baðsloppur fæst hjá Kara rugs og kostar 22.500 kr.
Baðslopp­ur fæst hjá Kara rugs og kost­ar 22.500 kr. Ljós­mynd/​Kararugs.is

Á jóla­borðið!

Fal­leg­ur borðbúnaður ger­ir góðan mat enn betri! Þessi fal­legi kökust­and­ur frá Serax set­ur punkt­inn yfir i-ið á aðfanga­dags­kvöld, en hann kem­ur bæði í svörtu og hvítu.

Kökustandur frá Serax fæst hjá Mikado og kostar 12.990 kr.
Kökust­and­ur frá Serax fæst hjá Mika­do og kost­ar 12.990 kr. Ljós­mynd/​Mika­do.store

Sá allra heit­asti!

Vín­rauður hef­ur tekið yfir tísku­heim­inn á und­an­förn­um vik­um og þykir það allra heit­asta í dag. Lit­ur­inn er full­kom­inn fyr­ir hátíðirn­ar, enda jóla­leg­ur og afar fal­leg­ur. Það er því til­valið að skella sér í þessa fal­legu blússu á aðfanga­dag, en hana er hægt að dressa upp og niður á auðveld­an máta.

Blússa frá Gestuz fæst í Andrá og kostar 16.900 kr.
Blússa frá Gest­uz fæst í Andrá og kost­ar 16.900 kr. Ljós­mynd/​Andrareykja­vik.is

Ljóm­andi og bjart út­lit yfir hátíðirn­ar!

Aðdrag­anda jóla fylg­ir oft mikið stress. Svefn­inn fer oft­ast aðeins aft­ar í for­gangs­röðun­ina og húðrútín­an jafn­vel líka. Það er því til­valið að setja á sig Ultimu­ne Eye Power Infus­ing Eye Concentra­te eft­ir jólabaðið á aðfanga­dag, en kremið hjálp­ar augnsvæðinu að vinna gegn skemmd­um og veit­ir því ljóm­andi og bjart út­lit.

Augnkrem frá Shiseido fæst hjá Hagkaup og kostar 11.999 kr.
Augnkrem frá Shiseido fæst hjá Hag­kaup og kost­ar 11.999 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is

Draumajakk­inn!

Það er nauðsyn­legt að eiga hlýj­an og fal­leg­an jakka til að henda yfir sig á aðfanga­dag þegar síðustu gjöf­un­um er skutlað út. Þessi jakki er full­kom­inn fyr­ir vet­ur­inn og pass­ar við flest – meira að segja glimmer og pallí­ett­ur!

Jakki fæst hjá Zara og kostar 17.995 kr.
Jakki fæst hjá Zara og kost­ar 17.995 kr. Ljós­mynd/​Zara.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda