Þetta er hárprúðasta fólk Íslands!

Á listanum finnur þú fólk með sérlega fallegt hár.
Á listanum finnur þú fólk með sérlega fallegt hár. Samsett mynd

Hárið getur gjörbreytt útliti fólks, hvort sem það er klippingin, liturinn eða síddin. Almennt þykir hárfagurt fólk bera með sér einstakan þokka og sjarma, en þrátt fyrir að marga dreymi um að skarta fallegum og heilbrigðum lokkum má ekki gleyma því að heilmikil vinna getur fylgt því að viðhalda þeim.

Smartland tók saman lista yfir hárprúðasta fólk landsins!

Telma Fanney Magnúsdóttir

Einkaþjálfarinn og sálfræðineminn Telma Fanney Magnúsdóttir er með guðdómlega lokka. Hún segist vera með náttúrulega liðað hár og leggur mikla rækt við hárumhirðu sína.

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Ragnheiður Júlíusdóttir

Förðunarfræðingurinn Ragnheiður Júlíusdóttir er með ekki bara með glæsilega lokka heldur sérlega fallegan hárlit.

Margrét Hörn Jóhannsdóttir

Dansarinn og pílates þjálfarinn Margrét Hörn Jóhannsdóttir er með fallegt hár og dásamlegar krullur sem marga dreymir um.

View this post on Instagram

A post shared by Margrét hörn (@margret_hj)

Rúrik Gíslason

Það er ekki hægt að gera lista yfir hárprúðasta fólk landsins án þess að hafa sjarminn Rúrik Gíslason á listanum. Hárið á honum hefur vakið athygli víðsvegar um heiminn – svo mikla að hann hefur verið í samstarfi við eitt heitasta hártækjafyrirtæki heims, Dyson.

Magdalena Sara Leifsdóttir

Fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir er með einstaklega fallegt hár og guðdómlegan hárlit.

Glódís Perla Viggósdóttir

Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir er með sérlega sjarmerandi hárlit.

Styrmir Elí Ingólfsson

Leikarinn Styrmir Elí Ingólfsson skartar einstaklega fallegu hári.

View this post on Instagram

A post shared by Styrmir Elí (@styrmireli)

Elísabet Helgadóttir

Elísabet Helgadóttir, annar eigandi hönnunarverslunarinnar Vest, er með sannkallaða draumalokka.

Sveinn Sigurður Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson þykir afar hárprúður.

Birta Abiba Þórhallsdóttir

Fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir er með einstaklega fallegt hár.

View this post on Instagram

A post shared by Abiba (@birta.abiba)

Mikael Emil Kaaber

Leikarinn Mikael Emil Kaaber er með sjarmerandi lokka.

Fanney Ingvarsdóttir

Fyrrverandi fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir er með glæsilega lokka og afar fallegan hárlit.

Aldís Amah Hamilton

Leikkonan Aldís Amah Hamilton skartar einkar fallegu hári.

Högni Egilsson

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson er einstaklega hárprúður.

View this post on Instagram

A post shared by Högni (@hogniegilsson)

Una Torfadóttir

Tónlistarkonan Una Torfadóttir er með afskaplega fallegt hár og hárlit.

Bjarki Már Elísson

Handboltamaðurinn Bjarki Már Elíasson er ekki bara þekktur fyrir flotta takta inni á handbolavellinum heldur líka fyrir flott hár!

Patrik Atlason

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, er án efa hárprúður enda hugsar hann vel um útlitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda