Eldist fólk hraðar sem vinnur fyrir framan tölvu?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu er varðar öldrun og hvort geisl­ar frá tölv­unni eldi fólk fyr­ir ald­ur fram. 

Sæl Jenna. 

Það er talað um að út­fjólu­blá­um geisl­ar sól­ar­inn­ar valdi öldrun húðar­inn­ar. Hafa þá út­fjólu­blá­ir geisl­ar frá tōlvu­skjám sömu áhrif á húðina?

Kær kveðja,

HG

Hefur birtan frá tölvuskjánum áhrif á öldrun húðarinnar?
Hef­ur birt­an frá tölvu­skján­um áhrif á öldrun húðar­inn­ar? Andrew Neel/​Unsplash

Sæl HG

Það er ekki spurn­ing um það í dag að út­fjólu­blá­ir geisl­ar valda skaða í húðinni, bæði þá húðkrabba­mein­um og ótíma­bærri öldrun húðar­inn­ar. Útfjólu­blá­ir geisl­ar eru í sól­ar­ljósi og einnig í ljósa­bekkj­um. Þeir eru aft­ur á móti ekki í birt­unni frá tölvu­skjá­um en þar eru aft­ur á móti blátt ljós sem get­ur einnig með tíð og tíma valdið skemmd­um í húðinni.

Bæði út­fjólu­blá­ir geisl­ar og blátt ljós valda litl­um sköðum á erfðaefni okk­ar í húðfrumun­um sem safn­ast sam­an með tíð og tíma. Það geta því liðið mörg ár áður en skemmd­in kem­ur fram. Til að koma í veg fyr­ir þess­ar skemmd­ir, minnka lík­ur á húðkrabba­meini og draga úr ótíma­bærri öldrun húðar­inn­ar, er því mjög mik­il­vægt að nota sól­ar­vörn dag­lega og þá sól­ar­vörn með minnst SPF 30. Það er því ráðlegt að venja sig á að bera á sig sól­ar­vörn­ina á morgn­ana, hvort sem það er sól úti eða ekki!

Kær kveðja, 

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda