Eldist fólk hraðar sem vinnur fyrir framan tölvu?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu er varðar öldrun og hvort geisl­ar frá tölv­unni eldi fólk fyr­ir ald­ur fram. 

Sæl Jenna. 

Það er talað um að út­fjólu­blá­um geisl­ar sól­ar­inn­ar valdi öldrun húðar­inn­ar. Hafa þá út­fjólu­blá­ir geisl­ar frá tōlvu­skjám sömu áhrif á húðina?

Kær kveðja,

HG

Hefur birtan frá tölvuskjánum áhrif á öldrun húðarinnar?
Hef­ur birt­an frá tölvu­skján­um áhrif á öldrun húðar­inn­ar? Andrew Neel/​Unsplash

Sæl HG

Það er ekki spurn­ing um það í dag að út­fjólu­blá­ir geisl­ar valda skaða í húðinni, bæði þá húðkrabba­mein­um og ótíma­bærri öldrun húðar­inn­ar. Útfjólu­blá­ir geisl­ar eru í sól­ar­ljósi og einnig í ljósa­bekkj­um. Þeir eru aft­ur á móti ekki í birt­unni frá tölvu­skjá­um en þar eru aft­ur á móti blátt ljós sem get­ur einnig með tíð og tíma valdið skemmd­um í húðinni.

Bæði út­fjólu­blá­ir geisl­ar og blátt ljós valda litl­um sköðum á erfðaefni okk­ar í húðfrumun­um sem safn­ast sam­an með tíð og tíma. Það geta því liðið mörg ár áður en skemmd­in kem­ur fram. Til að koma í veg fyr­ir þess­ar skemmd­ir, minnka lík­ur á húðkrabba­meini og draga úr ótíma­bærri öldrun húðar­inn­ar, er því mjög mik­il­vægt að nota sól­ar­vörn dag­lega og þá sól­ar­vörn með minnst SPF 30. Það er því ráðlegt að venja sig á að bera á sig sól­ar­vörn­ina á morgn­ana, hvort sem það er sól úti eða ekki!

Kær kveðja, 

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda