Hvernig er hægt að losna við poka undir augum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og á Húðvakt­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem finnst hún vera bólg­in í kring­um aug­un og spyr hvað sé til ráða. 

Hæ hæ.

Hvað er hægt að gera þegar maður er með bólg­ur í kring­um aug­un sem veld­ur því að það mynd­ast vökv­afyllt­ir pok­ar und­ir aug­um og lek­ur stund­um niður á kinn­bein?

Kveðja,

SD

Sæl SD. 

Augn­pok­ar (e. festoons) sem ná þá frá neðra augn­lok­inu og niður á kinn­ar geta verið mjög hvim­leiðir og valdið fólki mik­illi van­líðan þar sem þeir hafa mik­il áhrif á út­litið. Fólk virðist þá bæði vera eldra en það í raun­inni er og þreytt­ara.  

Það eru nokkr­ir þætt­ir sem hafa áhrif á mynd­un augn­poka en sterk­asti þátt­ur­inn af þeim öll­um eru erfðir en einnig get­ur sól­in ýtt und­ir mynd­un þeirra þar sem hún ýtir und­ir ótíma­bæra öldrun húðar­inn­ar og svo hef­ur ald­ur­inn að sjálf­sögðu áhrif.

Þétt­leiki og teygj­an­leiki húðar­inn­ar minnk­ar með aldri og minnk­ar þá á þess­um viðkvæma stað þar sem þunna húð neðri augn­loks­ins mæt­ir þykk­ari húð kinn­ar­inn­ar. Ef veik­leiki er í þessu bili þá get­ur safn­ast vökvi og augn­poki mynd­ast. Þetta er eitt af al­geng­ustu vanda­mál­un­um sem koma upp á borð til okk­ar þar sem marg­ir telja að fylli­efni geti hjálpað til við að draga úr augn­pok­un­um.

Fylli­efni er ekki góð meðferð gegn þessu vanda­máli og geta ein­mitt gert vanda­málið verra þar sem þau draga í sig vökva. Oft koma þess­ir augn­pok­ar ekki í ljós nema fyrr en eft­ir fylli­efn­is­meðferð eins og var tíðrætt núna á dög­un­um þegar að ný­leg­ar mynd­ir af Kylie Jenner birt­ust þar sem hún var aug­ljós­lega með augn­poka eft­ir fylli­efni. 

Ef augn­pok­arn­ir eru mikl­ir er eina ráðið að fara í skurðaðgerð hjá lýta­lækn­um eða augnsk­urðlækn­um þar sem bæði neðra augn­lok og augn­pok­inn er lagaður. Það get­ur einnig verið mis­mun­andi ástæða fyr­ir augn­pok­un­um og t.d. get­ur fitu­púði sem er staðsett­ur und­ir neðra augn­lok­inu verið far­inn að leka niður og sjást þá greini­lega und­ir húðinni. Skurðlækn­arn­ir meta þetta hverju sinni og laga þá und­ir­liggj­andi or­sök­ina.

Ef augn­pok­arn­ir eru væg­ir eða meðalslæm­ir er ann­ar val­mögu­leiki í stöðinni og það er kolla­gen örv­andi lasermeðferð eins og með Frax­el laser, Er­bi­um laser eða CO2 laser. Oft­ast þarf að meðhöndla þá þris­var sinn­um á 6-8 vikna fresti nema þá í CO2 lasern­um sem þarf kannski bara eina meðferð en bata­tím­inn er þá mun lengri, al­gengt 10-14 dag­ar. 

Mjög góður ár­ang­ur hef­ur náðst með því að nota Fot­ona laser­inn sem er Er­bi­um laser og það sem er kallað non-abla­tíf­ur, það er að segja býr ekki til göt á húðina og vinn­ur þá vinn­una sína und­ir húðinni án þess að það sjá­ist á henni eft­ir meðferðina. Þessi meðferð heit­ir Fot­ona Smoot­hEye og gæt­ir mik­illa vin­sælda víða. Hér fyr­ir ofan get­ur þú séð fyr­ir og eft­ir mynd­ir af mann­eskju sem fór í þessa meðferð. 

Vona að þetta hafi svarað spurn­ingu þinni.

Kær kveðja

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

Hér má sjá fjórar myndir af mannesku sem fór í …
Hér má sjá fjór­ar mynd­ir af mann­esku sem fór í laser til að laga poka und­ir aug­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda