Laufey heiðruð á forsíðu tískutímarits

Laufey Lín Jónsdóttir klæðist fötum frá ítalska tískuhúsinu MiuMiu á …
Laufey Lín Jónsdóttir klæðist fötum frá ítalska tískuhúsinu MiuMiu á forsíðunni. Samsett mynd

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir, söng­kona og laga­höf­und­ur, prýðir forsíðuna á nýj­asta hefti tíma­rits­ins Female í Singa­púr. Heftið, sem er titlað „The Celebrity Ed­iti­on“, heiðrar nokkra lista­menn Z-kyn­slóðar­inn­ar sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári. 

Djass­söng­kon­an var ljós­mynduð af tísku­ljós­mynd­ar­an­um Oli­vier Sim­ille og klædd­ist fal­leg­um flík­um frá ít­alska tísku­hús­inu Miu Miu. Lauf­ey deildi mynd­um úr tök­unni á In­sta­gram-síðu sinni á þriðju­dag. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem djass­söng­kon­an prýðir forsíðu á er­lendu tíma­riti. Hún sat fyr­ir á forsíðumynd eins þekkt­asta tón­list­ar­tíma­rits í heimi, Bill­bo­ard, fyrr á þessu ári. 

Ræddi við Elt­on John

Hin 24 ára gamla Lauf­ey er og hef­ur verið á sann­kallaðri sig­ur­för um heim­inn. Unga söng­kon­an var á dög­un­um gest­ur í hlaðvarpi stór­stjörn­unn­ar Elt­ons Johns, Rocket Hour.

Í þætt­in­um lof­sam­ar John tónlist Lauf­eyj­ar og hrós­ar henni í há­stert. Þau ræddu meðal ann­ars um yf­ir­stand­andi tón­leika­ferðalag henn­ar, en hún fór bein­ustu leið í tón­leika­ferðalag af Grammy-verðlauna­hátíðinni í Los Ang­eles þar sem hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda