Fallegasti kjóllinn á Óskarnum var gömul hönnun

Stjörnurnar á rauða dreglinum í gærkvöldi.
Stjörnurnar á rauða dreglinum í gærkvöldi. Samsett mynd

Stjörn­urn­ar klædd­ust sínu allra fín­asta pússi þegar þær mættu á Óskar­sverðlauna­hátíðina í gær­kvöldi. Fal­leg og klass­ísk snið voru áber­andi sem og ljós­ir lit­ir þó svo að nokkr­ar stjörn­ur hafi ákveðið að mæta í svörtu. 

Leik­kon­an Carey Mulli­g­an fór tóm­hent heim af Óskar­sverðlauna­hátíðinni en sigraði að mati margra rauða dreg­il­inn. Mulli­g­an klædd­ist kjól í anda gömlu Holllywood en Bal­anciaga end­ursaumaði hönn­un frá 1951 á hana. Upp­runa­legi kjóll­inn er á fata­hönn­un­arsafn­inu Kyoto Costume Institu­te. 

„Ég held að þetta sé upp­á­haldskjóll­inn minn,“ sagði Mulli­g­an í viðtali við Vogue tveim­ur dög­um fyr­ir Óskar­inn. „Hann er ótrú­leg­ur í sniðinu og svo klass­ísk­ur en er líka mjög nú­tíma­leg­ur,“ sagði leik­kon­an sem sagði kjól­inn einnig vera þægi­leg­an. „Ég þarf ekki að sitja og halda inni í mér and­an­um í þrjá klukku­tíma.“

Breska leikkonan Carey Mulligan í kjólnum frá Balanciaga.
Breska leik­kon­an Carey Mulli­g­an í kjóln­um frá Bal­anciaga. AFP/​Frederic J. Brown

Hér má sjá stjörn­urn­ar skarta sínu feg­ursta á rauða dregl­in­um. 

Emma Stone var í mintugrænum kjól frá Louis Vuitton.
Emma Stone var í mint­ug­ræn­um kjól frá Lou­is Vuitt­on. AFP/​MIKE COPPOLA
Margot Robbie í svörtum kjól frá Vesace.
Margot Robbie í svört­um kjól frá Vesace. AFP/​Frederic J. Brown
Zendaya í kjól með mynstri frá Pink Armani Privé.
Zendaya í kjól með mynstri frá Pink Armani Pri­vé. AFP/​Frederic J. Brown
Gabrielle Union-Wade í fötum frá Carolina Herrera.
Gabrielle Uni­on-Wade í föt­um frá Carol­ina Her­rera. AFP/​MIKE COPPOLA
Anya Taylor-Joy í kjól frá Dior.
Anya Tayl­or-Joy í kjól frá Dior. AFP/​ALIAH AND­ER­SON
Lupita Nyong’o var í fallegum kjól með fjöðrum frá Giorgio …
Lupita Nyong’o var í fal­leg­um kjól með fjöðrum frá Gi­orgio Armani Pri­vé. AFP/​ALIAH AND­ER­SON
Da'Vine Joy Randolph í kjól frá Louis Vuitton.
Da'Vine Joy Randolph í kjól frá Lou­is Vuitt­on. AFP/​MIKE COPPOLA
Eva Longoria í svörtum kjól frá Tamara Ralph.
Eva Long­oria í svört­um kjól frá Tam­ara Ralph. AFP/​ROD­IN ECKEN­ROTH
Kirsten Dunst klæddist einföldum hvítum kjól frá Gucci.
Kir­sten Dunst klædd­ist ein­föld­um hvít­um kjól frá Gucci. AFP/​ALIAH AND­ER­SON
Charlize Theron klæddist kjól frá Dior.
Charlize Theron klædd­ist kjól frá Dior. AFP/​MIKE COPPOLA
America Ferrera klæddist bleikum Versace í anda Barbie-myndarinnar.
America Fer­rera klædd­ist bleik­um Versace í anda Barbie-mynd­ar­inn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda