Fallegasti kjóllinn á Óskarnum var gömul hönnun

Stjörnurnar á rauða dreglinum í gærkvöldi.
Stjörnurnar á rauða dreglinum í gærkvöldi. Samsett mynd

Stjörn­urn­ar klædd­ust sínu allra fín­asta pússi þegar þær mættu á Óskar­sverðlauna­hátíðina í gær­kvöldi. Fal­leg og klass­ísk snið voru áber­andi sem og ljós­ir lit­ir þó svo að nokkr­ar stjörn­ur hafi ákveðið að mæta í svörtu. 

Leik­kon­an Carey Mulli­g­an fór tóm­hent heim af Óskar­sverðlauna­hátíðinni en sigraði að mati margra rauða dreg­il­inn. Mulli­g­an klædd­ist kjól í anda gömlu Holllywood en Bal­anciaga end­ursaumaði hönn­un frá 1951 á hana. Upp­runa­legi kjóll­inn er á fata­hönn­un­arsafn­inu Kyoto Costume Institu­te. 

„Ég held að þetta sé upp­á­haldskjóll­inn minn,“ sagði Mulli­g­an í viðtali við Vogue tveim­ur dög­um fyr­ir Óskar­inn. „Hann er ótrú­leg­ur í sniðinu og svo klass­ísk­ur en er líka mjög nú­tíma­leg­ur,“ sagði leik­kon­an sem sagði kjól­inn einnig vera þægi­leg­an. „Ég þarf ekki að sitja og halda inni í mér and­an­um í þrjá klukku­tíma.“

Breska leikkonan Carey Mulligan í kjólnum frá Balanciaga.
Breska leik­kon­an Carey Mulli­g­an í kjóln­um frá Bal­anciaga. AFP/​Frederic J. Brown

Hér má sjá stjörn­urn­ar skarta sínu feg­ursta á rauða dregl­in­um. 

Emma Stone var í mintugrænum kjól frá Louis Vuitton.
Emma Stone var í mint­ug­ræn­um kjól frá Lou­is Vuitt­on. AFP/​MIKE COPPOLA
Margot Robbie í svörtum kjól frá Vesace.
Margot Robbie í svört­um kjól frá Vesace. AFP/​Frederic J. Brown
Zendaya í kjól með mynstri frá Pink Armani Privé.
Zendaya í kjól með mynstri frá Pink Armani Pri­vé. AFP/​Frederic J. Brown
Gabrielle Union-Wade í fötum frá Carolina Herrera.
Gabrielle Uni­on-Wade í föt­um frá Carol­ina Her­rera. AFP/​MIKE COPPOLA
Anya Taylor-Joy í kjól frá Dior.
Anya Tayl­or-Joy í kjól frá Dior. AFP/​ALIAH AND­ER­SON
Lupita Nyong’o var í fallegum kjól með fjöðrum frá Giorgio …
Lupita Nyong’o var í fal­leg­um kjól með fjöðrum frá Gi­orgio Armani Pri­vé. AFP/​ALIAH AND­ER­SON
Da'Vine Joy Randolph í kjól frá Louis Vuitton.
Da'Vine Joy Randolph í kjól frá Lou­is Vuitt­on. AFP/​MIKE COPPOLA
Eva Longoria í svörtum kjól frá Tamara Ralph.
Eva Long­oria í svört­um kjól frá Tam­ara Ralph. AFP/​ROD­IN ECKEN­ROTH
Kirsten Dunst klæddist einföldum hvítum kjól frá Gucci.
Kir­sten Dunst klædd­ist ein­föld­um hvít­um kjól frá Gucci. AFP/​ALIAH AND­ER­SON
Charlize Theron klæddist kjól frá Dior.
Charlize Theron klædd­ist kjól frá Dior. AFP/​MIKE COPPOLA
America Ferrera klæddist bleikum Versace í anda Barbie-myndarinnar.
America Fer­rera klædd­ist bleik­um Versace í anda Barbie-mynd­ar­inn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda