Flóki og Martin setja orku í flíkurnar

Flóki Floriansson Zink og Martin Halldórsson hanna flíkur og selja.
Flóki Floriansson Zink og Martin Halldórsson hanna flíkur og selja. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flóki Flori­ans­son Zink og Mart­in Hall­dórs­son reka sam­an hönn­un­ar­merkið [Capti]. Fé­lag­arn­ir eru báðir á loka­ári í Verzl­un­ar­skóla Íslands og kynnt­ust í gegn­um sam­eig­in­leg­an áhuga á hönn­un og tísku.

„Við vor­um báðir að leika okk­ur að hönn­un hvor í sínu lagi. Ég var að vinna en við ákváðum að fara að vinna sam­an þegar við fund­um að áhersl­urn­ar voru svipaðar,“ seg­ir Mart­in.

Einu sinni voru stelp­ur aðallega að sauma. Hef­ur það breyst?

„Maður tek­ur al­veg eft­ir því að það eru fleiri stelp­ur að dunda sér við þetta en við fáum ótrú­lega góðar mót­tök­ur og fólk hef­ur gam­an af því sem við ger­um,“ seg­ir Flóki.

„Það eru alltaf fleiri og fleiri strák­ar sem eru að sauma, ný­lega hafa sprottið upp allskon­ar hóp­ar af strák­um sem bæði eru að hanna föt og breyta þeim,“ seg­ir Mart­in.

Félagarnir eru fjölhæfir og hafa einnig hannað skart.
Fé­lag­arn­ir eru fjöl­hæf­ir og hafa einnig hannað skart. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mála flík­urn­ar

Fatnaðinn má nú fara að sjá á göt­um bæj­ar­ins, en stíll­inn er áber­andi og auðþekkj­an­leg­ur.

„Lúkkið sem við erum að vinna með kom til fyr­ir al­gjöra slysni. Ég fór og keypti mér notaðan jakka á nytja­markaði og ætlaði að stytta hann. Saum­ur­inn mis­heppnaðist eitt­hvað og var að trufla mig. Þannig að ég fór og málaði hann með heima­bruggaðri aðferð og út­kom­an var skemmti­legt munst­ur. Ég mætti í jakk­an­um í skól­ann dag­inn eft­ir þar sem Mart­in sá hann. Okk­ur leist vel á hönn­un­ina og fór­um að pæla í mögu­leik­um henn­ar og þróa hana áfram. Þá kom upp hug­mynd­in að fram­leiða allskon­ar flík­ur í þess­um stíl, all­ar með sín sér­stöku ein­kenni. Okk­ur finnst þetta skemmti­leg byrj­un á hönn­un­ar­ferl­in­um okk­ar og til að gera eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Flóki.

„Þegar maður ger­ir þetta í hönd­un­um og með máln­ingu þá verður hver flík sér­stök og per­sónu­leg. Okk­ar hugs­un er að setja orku í flík­ina. Þú get­ur það ekki nema með því að búa eitt­hvað til í hönd­un­um með lif­andi hreyf­ingu,“ seg­ir Mart­in.

Strákarnir nota málningu í flíkurnar.
Strák­arn­ir nota máln­ingu í flík­urn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fé­lag­arn­ir voru með pop up-markað í janú­ar þar sem þeir voru með um 50 flík­ur til sölu en þeir taka einnig við sér­pönt­un­um. Enn sem komið er er hönn­un­in áhuga­mál.

„Við erum báðir mjög skap­andi og list­ræn­ar týp­ur. Við fáum því út­rás fyr­ir þenn­an áhuga í gegn­um þetta sam­starf og því er þetta ekki vinna held­ur líka áhuga­mál. En við sjá­um fyr­ir okk­ur að við gæt­um þróað þetta yfir í framtíðarfer­il,“ seg­ir Flóki. Þeir hafa báðir áhuga á að láta reyna á þetta á næsta ári en líka bæta við sig mennt­un í hönn­un.

Töff.
Töff. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Merkið heitir Capti og stefna strákarnir langt.
Merkið heit­ir Capti og stefna strák­arn­ir langt. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hver flík er ein­stök

Fé­lag­arn­ir nota gaml­ar flík­ur sem þeir gefa inn­blást­ur úr nátt­úru Íslands. Auk þess að hanna föt hafa þeir gert skart­gripi og sér­hannað rakvél fyr­ir rak­ara. Þeir hafa áhuga á að færa enn frek­ar út kví­arn­ar í al­hliða lista- og hönn­un­ar­fyr­ir­tæki. Á pop up-markaðnum í janú­ar stóðu þeir fyr­ir einskon­ar inn­setn­ingu. Þeir sækja frek­ar inn­blást­ur í lista­menn en fata­hönnuði eða tískug­úrú. „Ég horfi til Damien Hirst. Hann hef­ur haft mik­il áhrif á mig,“ seg­ir Mart­in þegar hann er spurður út í hvert hann sæk­ir inn­blást­ur.

Með hönn­un sinni vilja þeir berj­ast gegn eins­leit­um tísku­heimi Íslend­inga þar sem marg­ir klæðast eins flík­um. „Við erum að spila með að hver flík sé ein­stök og með vist­væn­an boðskap,“ seg­ir Flóki.

Spurðir um ís­lenska hönnuði eru þeir sam­mála um að fata­merkið Aft­ur sé að gera góða hluti en merkið vinn­ur flík­ur úr göml­um efn­um.

Er ein­hver borg sem heill­ar ykk­ur þegar kem­ur að tísku?

„Ég held að Berlín væri topp­ur­inn. Fólk er svo óhrætt að vera það sjálft. Það er ekk­ert upp­tekið af því hvað hinir eru að spá. Það teng­ist líka mikið næt­ur­líf­inu þar og and­rúms­loft­inu,“ seg­ir Flóki.

Mart­in er sam­mála en nefn­ir einnig skemmti­lega menn­ingu í Kaup­manna­höfn og London.

„Maður sér mik­inn mun á tísk­unni á Íslandi og í mörg­um öðrum Evr­ópu­lönd­um. Íslend­ing­ar eru að mínu mati íhalds­sam­ari og var­kár­ari í fata­vali. Kannski er ástæðan líka sú að það er minna úr­val af tískufatnaði hér­lend­is. Tísk­an verður því eins­leit­ari og fáir sem standa út úr. Mér finnst maður sjá meiri frum­leika og hug­rekki er­lend­is þegar kem­ur að fata­vali,“ seg­ir Mart­in sem fór ný­lega á tísku­vik­una í Kaup­manna­höfn, sem var áhuga­verð upp­lif­un.

Flóki og Martin segja marga á Íslandi klæða sig eins.
Flóki og Mart­in segja marga á Íslandi klæða sig eins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda