Endurspegla persónuleikann meira með fatastílnum

Egill Ásbjarnarson segir millifína jakka eins og safaríjakka í tísku.
Egill Ásbjarnarson segir millifína jakka eins og safaríjakka í tísku. Ljósmynd/Aðsend

Eg­ill Ásbjarn­ar­son, einn eig­enda Suitup Reykja­vik, seg­ir það fær­ast í vöxt að karl­menn velji sérsaumuð jakka­föt. Jakka­föt sem passa vel og eru úr góðu efni end­ast vel og lengi. Eg­ill ætl­ar að næla sér í græn jakka­föt fyr­ir vorið en hann mæl­ir líka með ljós­um jarðlit­um

„Það eru ýms­ar ástæður fyr­ir því að karl­menn eru farn­ir að velja sérsaumuð jakka­föt í meiri mæli. Ein stærsta ástæðan er sú að jakka­föt eru flók­in í sniðum og heyr­ir það til und­an­tekn­inga að menn smellpassi í til­bún­ar stærðir, þó þau geti passað ágæt­lega. Í sérsaumi tök­um við inn í reikn­ing­inn alla mögu­lega þætti lík­ams­bygg­ing­ar til þess að tryggja full­komið snið,“ seg­ir Eg­ill þegar hann er spurður af hverju menn kjósi sérsaumuð jakka­föt.

„Önnur ástæða er sú að karl­menn eru í meiri mæli farn­ir að nota klæðaburð til að end­ur­spegla per­sónu­leika sinn og hvaða leið er betri til þess en að klæðast jakka­föt­um sem eru saumuð frá grunni sér­stak­lega fyr­ir þig? Þú get­ur valið um hundruð eða þúsund­ir fjöl­breyttra efna og svo stjórnað hverju ein­asta smá­atriði.“

Eg­ill og Jök­ull Vil­hjálms­son hafa rekið Suitup Reykja­vik í tíu ár og á þeim tíma hef­ur margt breyst. „Þegar við stofnuðum Suitup Reykja­vik árið 2014 vor­um við eina ís­lenska fyr­ir­tækið sem sér­hæfði sig í sérsaumuðum jakka­föt­um og fæst­ir karl­menn höfðu látið sér detta í hug að hægt væri að fá sérsaumuð jakka­föt á viðráðan­legu verði. Tækni­fram­far­ir hafa einnig verið gríðarleg­ar í brans­an­um og upp hafa sprottið verk­smiðjur sem sér­hæfa sig ein­göngu í sérsaumi og nota blöndu af nýj­ustu tækni og alda­göml­um klæðskera­hefðum til að sam­eina það besta úr báðum heim­um. Að lok­um hef­ur orðið mik­il hug­ar­fars­breyt­ing hjá neyt­end­um og áhersl­an hef­ur færst yfir á að kaupa gæði fram yfir magn. Vönduð, sérsaumuð flík er fram­leidd til þess að end­ast árum ef ekki ára­tug­um sam­an ef vel er hugsað um hana.“

Ljósir jarðlitir hafa verið áberandi að undanförnu. Egill er í …
Ljós­ir jarðlit­ir hafa verið áber­andi að und­an­förnu. Eg­ill er í jakka­föt­um í ekki of áber­andi mynstri. Jök­ull klæðist hér ljós­um safa­ríjakka úr hör. Ljós­mynd/​Aðsend

Sérsaum­ur get­ur borgað sig

Borg­ar það sig að velja sérsaum?

„Í lang­flest­um til­fell­um borg­ar það sig. Í grunn­inn má miða við að sérsaumuð jakka­föt kosti um 20 pró­sent meira en til­bú­in jakka­föt í sama gæðaflokki. Þó að til­búnu jakka­föt­in okk­ar séu saumuð á sama hátt og úr sömu vönduðu efn­um og sérsaumuðu föt­in okk­ar er sjald­gæft að ekki þurfi að gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar til að sniðið sé full­komið. Fata­breyt­ing­ar kosta alltaf sitt og það er alls ekki sjald­gæft að verð á til­bún­um föt­um slagi upp í verð á sérsaumuðum föt­um ef mikið þarf að eiga við þau.“

Fyr­ir utan þá staðreynd að jakka­föt eru flókn­ar flík­ur sem þurfa að passa rétt yfir alla lík­ams­hluta. Hann seg­ir líka erfitt að búa til snið sem passa rétt fyr­ir alla. „Á Íslandi get­ur verið enn meiri áskor­un að finna til­bú­in jakka­föt sem passa vel. Mikið af þeim föt­um sem eru í boði er frá merkj­um frá Mið- og Suður-Evr­ópu þar sem karl­menn eru ekki endi­lega eins vaxn­ir og Íslend­ing­ar, sem eru oft og tíðum herðabreiðari, út­lima­lengri og með sterk­byggðari fæt­ur en t.d. Ítal­ir. Til­búnu jakka­föt­in okk­ar eru saumuð í sniði sem við þróuðum út frá mæl­ing­um sem við höf­um tekið af þúsund­um Íslend­inga og henta því oft­ar en ekki bet­ur en jakka­föt frá er­lend­um fram­leiðend­um.“

Skipta góð efni máli?

„Efn­is­val er klár­lega mik­il­væg­ur þátt­ur í ferl­inu og ræðst oft­ar en ekki af til­efn­inu sem föt­in eru hugsuð fyr­ir. Við kaup­um nán­ast öll okk­ar efni frá mörg­um af elstu og virt­ustu efna­fram­leiðend­um Ítal­íu og ferðumst þangað þris­var á ári til að setja sam­an efna­úr­valið okk­ar. Fyr­ir spari­föt hugsuð fyr­ir sum­ar­brúðkaup eða út­skrift­ir erum við mjög hrifn­ir af ull­ar-, silki- og hör­blönd­un­um frá Loro Pi­ana eða silkimjúk­um Super 150's-ullar­efn­um frá Vitale Barber­is Canonico. Slík efni væru þó ekki endi­lega besti kost­ur­inn fyr­ir vinnu­föt sem hugsuð eru fyr­ir dag­lega notk­un. Þar mæl­um við oft með teygj­an­legu ullar­efn­un­um frá Marzotto eða Super 130's-ullar­efn­um frá Ang­elico. Fyr­ir þá sem eru á leið í heit­ara lofts­lag eru efni úr 100% hör alltaf skemmti­leg­ur og af­slappaður kost­ur.“

Egill ætlar að næla sér í græn jakkaföt fyrir vorið.
Eg­ill ætl­ar að næla sér í græn jakka­föt fyr­ir vorið. Ljós­mynd/​Aðsend

Sniðin eru að stækka

Hvað er í tísku fyr­ir vor og sum­ar?

„Stærsta breyt­ing­in sem við höf­um tekið eft­ir er að sniðin eru far­in að stækka jafnt og þétt, sér­stak­lega þegar kem­ur að bux­um. Þessi ofboðslega þröngu, skandi­nav­ísku snið eru dott­in út og mætti lýsa nú­ver­andi sniðum sem aðsniðnum en klass­ísk­um. Eins hef­ur áhugi á millifín­um jökk­um auk­ist mikið og eru safa­ríjakk­arn­ir okk­ar frá­bært dæmi um það. Þeir eru saumaðir úr írsk­um hör frá Baird McNutt og eru góður kost­ur ef menn vilja ör­lítið af­slappaðri jakka sem er hægt að nota í stað hefðbund­ins sparijakka.“

Hvernig jakka­föt eru í tísku núna?

„Síðustu ár hafa ljós­ir jarðlit­ir verið virki­lega vin­sæl­ir og við eig­um ekki von á því að það breyt­ist í sum­ar. Árið í ár er svo árið þar sem teinóttu jakka­föt­in koma aft­ur með krafti eft­ir að hafa komið hægt og ró­lega til baka síðustu tvö til þrjú ár.“

Hvaða flík ættu menn að láta sérsauma á sig ef þeir ætla ekki að fá sér jakka­föt?

„Sérsaumaðar, dökk­blá­ar galla­bux­ur úr teygj­an­legu indígó-lituðu efni frá Candi­ani er eitt­hvað sem all­ir ættu að prófa.“

Hvaða flík þurfa all­ir að eiga í fata­skápn­um?

„Klass­ísk, dökk­blá jakka­föt úr vönduðu ullar­efni. Paraðu þau við hvíta skyrtu, dökkt bindi og dökka leður­skó og þú ert nægi­lega form­leg­ur fyr­ir nán­ast öll til­efni eða paraðu þau við spari­lega striga­skó, hvít­an stutterma­bol og lit­rík­an vasa­klút og þú ert klár í sum­arpar­tíið.“

Er eitt­hvað að detta úr tísku?

„Jakka­föt með mjög stóru munstri hafa verið á und­an­haldi upp á síðkastið. Tíma­laus og mátu­lega áber­andi köfl­ótt og teinótt jakka­föt eru þó alltaf í tísku en stund­um er ein­fald­lega nóg að láta áhuga­verða áferð og skemmti­lega liti njóta sín.“

Hvað lang­ar þig í í fata­skáp­inn fyr­ir vorið?

„Tví­hneppt jakka­föt úr grænu sol­aro-efni frá Drago.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda