Smekkurinn hefur ekki breyst mikið

Tryggvi Freyr Torfason er þekktur fyrir að vera áhugamaður um …
Tryggvi Freyr Torfason er þekktur fyrir að vera áhugamaður um góð ilmvötn. Ljósmynd/Aðsend

Tryggvi Freyr Torfa­son, stjórn­andi hlaðvarps­ins Þarf alltaf að vera grín?, eignaðist sinn fyrsta rak­spíra þegar hann var í fjöl­skyldu­fríi í Portúgal þegar hann var 12 ára. Fyrsti ilm­ur inn var af gerðinni Polo frá Ralph Lauren Blue.

„Það var eitt­hvað mjög spenn­andi við að eign­ast fyrsta rak­spír­ann sinn. Ég fór svo fljót­lega upp úr ferm­ingu að nota Armani Mania. Afi minn notaði hann og það var þá sem ég komst að því að lykt er mis­mun­andi á fólki,“ seg­ir Tryggvi.

Polo frá Ralph Lauren Blue var fyrsti ilmurinn sem Tryggvi …
Polo frá Ralph Lauren Blue var fyrsti ilm­ur­inn sem Tryggvi eignaðist.

Hef­ur smekk­ur þinn breyst með aldr­in­um?

„Smekk­ur­inn minn hef­ur eig­in­lega ekki breyst mikið. Ég hef alltaf elskað ferska lykt, sítru­skeim, og ein­hverra hluta vegna er kakó oft listað sem eitt af inni­halds­efn­un­um í mín­um ilm­um. Ég er ekki mikið fyr­ir of aggresí­va lykt eða of kryddaða. Ég hef líka lengi haldið því fram að per­sónu­leiki manns og karakt­er ilm­vatna hald­ist í hend­ur.“

Tryggvi fór að nota ilminn Armani Mania fljótlega upp úr …
Tryggvi fór að nota ilm­inn Armani Mania fljót­lega upp úr ferm­ingu.

Finnst þér ilm­vötn og rak­spíri vekja sér­stak­ar til­finn­ing­ar?

„Ilm­ir vekja hjá mér góða til­finn­ingu og spennu jafn­vel. Mér finnst ilm­vötn og rak­spíri ótrú­lega mik­il­væg­ur hluti af því þegar ég er að fara eitt­hvað á viðburð eða annað skemmti­legt. Mér finnst ég eng­an veg­inn til­bú­inn nema ég sé bú­inn að setja á mig rak­spíra, það er punkt­ur­inn yfir i-ið.“

Tryggvi er hér ásamt konu sinni Árnnýju Sigurbjörgu Guðjónsdóttur. Árnný …
Tryggvi er hér ásamt konu sinni Árnnýju Sig­ur­björgu Guðjóns­dótt­ur. Árnný treyst hon­um til að velja handa sér ilm­vötn. Ljós­mynd/​Aðsend

Tek­ur þátt í að velja ilm­vatn á kon­una

Tryggvi seg­ir það skipta máli að kon­unni sinni, Árnnýju Sig­ur­björgu Guðjóns­dótt­ur, finn­ist lykt­in af sér góð. „Maður vill að hún sé ánægð með lykt­ina og hef­ur hún oft tekið þátt í því að velja með mér,“ seg­ir Tryggvi.

En hef­ur þú skoðun á henn­ar ilm­vötn­um?

„Já, ég hef haft mun meiri skoðun og áhuga á þessu en hún og hún hef­ur treyst mér til að velja góð ilm­vötn sem hafa farið henni vel. Ilm­ur­inn sem hún not­ar í dag og fer henni mjög vel er Her frá Burberry.“

Árnný, kona Tryggva notar ilm frá Burberry.
Árnný, kona Tryggva not­ar ilm frá Burberry.

Áttu marg­ar teg­und­ir?

„Eins og er nota ég þrjár teg­und­ir og hef verið að rótera aðeins. Í dag nota ég mest Bad Boy frá Carol­ina Her­rera. En svo nota ég líka Eros frá Versace og Armani Diamonds sem er hætt­ur í fram­leiðslu.“

Bad Boy frá Carolina Her rera er ilmurinn sem Tryggvi …
Bad Boy frá Carol­ina Her rera er ilm­ur­inn sem Tryggvi not­ar oft­ast
Versace býr til góða ilmi. Tryggvi notar stundum ilminn Eros …
Versace býr til góða ilmi. Tryggvi not­ar stund­um ilm­inn Eros frá ít­alska merk­inu.

Er ein­hver ilm­ur á óskalist­an­um?

„Erba Pura frá Xerjoff og Kir­ke frá Tizi­ana Terenzi.“

Kirke frá Tiziana Terenzi er á óskalistanum.
Kir­ke frá Tizi­ana Terenzi er á óskalist­an­um.
Erba Pura frá Xerjoff er draumur.
Erba Pura frá Xerjoff er draum­ur.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda