Smekkurinn hefur ekki breyst mikið

Tryggvi Freyr Torfason er þekktur fyrir að vera áhugamaður um …
Tryggvi Freyr Torfason er þekktur fyrir að vera áhugamaður um góð ilmvötn. Ljósmynd/Aðsend

Tryggvi Freyr Torfason, stjórnandi hlaðvarpsins Þarf alltaf að vera grín?, eignaðist sinn fyrsta rakspíra þegar hann var í fjölskyldufríi í Portúgal þegar hann var 12 ára. Fyrsti ilmur inn var af gerðinni Polo frá Ralph Lauren Blue.

„Það var eitthvað mjög spennandi við að eignast fyrsta rakspírann sinn. Ég fór svo fljótlega upp úr fermingu að nota Armani Mania. Afi minn notaði hann og það var þá sem ég komst að því að lykt er mismunandi á fólki,“ segir Tryggvi.

Polo frá Ralph Lauren Blue var fyrsti ilmurinn sem Tryggvi …
Polo frá Ralph Lauren Blue var fyrsti ilmurinn sem Tryggvi eignaðist.

Hefur smekkur þinn breyst með aldrinum?

„Smekkurinn minn hefur eiginlega ekki breyst mikið. Ég hef alltaf elskað ferska lykt, sítruskeim, og einhverra hluta vegna er kakó oft listað sem eitt af innihaldsefnunum í mínum ilmum. Ég er ekki mikið fyrir of aggresíva lykt eða of kryddaða. Ég hef líka lengi haldið því fram að persónuleiki manns og karakter ilmvatna haldist í hendur.“

Tryggvi fór að nota ilminn Armani Mania fljótlega upp úr …
Tryggvi fór að nota ilminn Armani Mania fljótlega upp úr fermingu.

Finnst þér ilmvötn og rakspíri vekja sérstakar tilfinningar?

„Ilmir vekja hjá mér góða tilfinningu og spennu jafnvel. Mér finnst ilmvötn og rakspíri ótrúlega mikilvægur hluti af því þegar ég er að fara eitthvað á viðburð eða annað skemmtilegt. Mér finnst ég engan veginn tilbúinn nema ég sé búinn að setja á mig rakspíra, það er punkturinn yfir i-ið.“

Tryggvi er hér ásamt konu sinni Árnnýju Sigurbjörgu Guðjónsdóttur. Árnný …
Tryggvi er hér ásamt konu sinni Árnnýju Sigurbjörgu Guðjónsdóttur. Árnný treyst honum til að velja handa sér ilmvötn. Ljósmynd/Aðsend

Tekur þátt í að velja ilmvatn á konuna

Tryggvi segir það skipta máli að konunni sinni, Árnnýju Sigurbjörgu Guðjónsdóttur, finnist lyktin af sér góð. „Maður vill að hún sé ánægð með lyktina og hefur hún oft tekið þátt í því að velja með mér,“ segir Tryggvi.

En hefur þú skoðun á hennar ilmvötnum?

„Já, ég hef haft mun meiri skoðun og áhuga á þessu en hún og hún hefur treyst mér til að velja góð ilmvötn sem hafa farið henni vel. Ilmurinn sem hún notar í dag og fer henni mjög vel er Her frá Burberry.“

Árnný, kona Tryggva notar ilm frá Burberry.
Árnný, kona Tryggva notar ilm frá Burberry.

Áttu margar tegundir?

„Eins og er nota ég þrjár tegundir og hef verið að rótera aðeins. Í dag nota ég mest Bad Boy frá Carolina Herrera. En svo nota ég líka Eros frá Versace og Armani Diamonds sem er hættur í framleiðslu.“

Bad Boy frá Carolina Her rera er ilmurinn sem Tryggvi …
Bad Boy frá Carolina Her rera er ilmurinn sem Tryggvi notar oftast
Versace býr til góða ilmi. Tryggvi notar stundum ilminn Eros …
Versace býr til góða ilmi. Tryggvi notar stundum ilminn Eros frá ítalska merkinu.

Er einhver ilmur á óskalistanum?

„Erba Pura frá Xerjoff og Kirke frá Tiziana Terenzi.“

Kirke frá Tiziana Terenzi er á óskalistanum.
Kirke frá Tiziana Terenzi er á óskalistanum.
Erba Pura frá Xerjoff er draumur.
Erba Pura frá Xerjoff er draumur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda