Mikil fjölgun á lýtaaðgerðum vegna megrunarlyfja

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica er gest­ur Dag­mála. Hún seg­ir að fegr­un­araðgerðir séu mun minna feimn­is­mál í dag en þær voru árið 2006 en þá var hún ný­flutt til Íslands eft­ir að hafa stundað nám er­lend­is. Hún seg­ir að hjá­v­eituaðgerðir og megr­un­ar­lyf kalli á fleiri lýtaaðgerðir vegna auka­húðar sem mynd­ast við létt­ing­ar. 

    „Það hef­ur orðið gíf­ur­leg aukn­ing í því. Þegar fólk þarf að létta sig þá segi ég alltaf að það séu þrjár aðferðir. Fyrsta aðferðin er það sem við vit­um öll er hreyf­ing og mataræði, auðvitað skipt­ir hún máli. Svo eru það þess­ar aðgerðir en fólk þarf að vera í mik­illi yfirþyngd til þess að fara í ermi eða hjá­v­eitu og svo fram­veg­is. Þetta er góð viðbót fyr­ir marga þessi lyf. Þau hjálpa fólki í yfirþynd en það vissu­lega skil­ur eft­ir auka­húð. Þá er svunt­an al­geng­ust og svo koma brjóst og upp­hand­legg­ir,“ seg­ir Þór­dís. 

    Megr­un­ar- og syk­ur­sýk­is­lyf eins og Ozempic og Wegovy hafa verið mikið til um­fjöll­un­ar en lyf­in en lyf­in eru það eft­ir­sótt að þau hafa styrkt efna­hag í Dan­mörku. Lyf­a­fyr­ir­tækið Novo Nordisk er eitt verðmæt­asta fyr­ir­tækið í Evr­ópu í dag. 

    „Ef það væri ekki fyr­ir Novo Nordisk þá hefði eng­inn vöxt­ur orðið á fyrstu sex mánuðum árs­ins,“ sagði Lars Ol­sen, aðal­hag­fræðing­ur Danske Bank, í sam­tali við AFP frétta­veit­una síðasta haust. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda