„Hvenær ertu sátt við að verða ellikerling?“

Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni leið eins og hún væri komin heim …
Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni leið eins og hún væri komin heim þegar hún kom inn á skurðstofu í fyrsta skipti. mbl.is/María Matthíasdóttir

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica seg­ir að fegr­un­araðgerðir séu mun minna feimn­is­mál í dag en þær voru árið 2006 en þá var hún ný­flutt til Íslands eft­ir að hafa stundað nám er­lend­is. Hún seg­ir að ís­lensk­ar konu séu mun sjálf­stæðari en frönsku kyn­syst­ur sín­ar. Þær mæti helst ekki í viðtal hjá lýta­lækni nema vera með maka sinn með á meðan ís­lensk­ar kon­ur spyrja hvorki kóng né prest ef þær vilja stærri brjóst eða ung­legra and­lit. 

Þór­dís lærði lýta­lækn­ing­ar í Stras­bourg í Frakklandi en henni leið eins og hún væri kom­in heim þegar hún kom inn á skurðstofu í fyrsta skipti. Hún seg­ist alltaf hafa haft áhuga á handa­vinnu og vinn­an á skurðstof­unni sé kannski ekki ósvipuð.

„Það kom mér svo­lítið á óvart hvað þetta voru lang­ir dag­ar,“ seg­ir Þór­dís þegar hún rifjar upp lýta­lækna­námið í Frakklandi og seg­ir að þar sé skorið upp fimm daga vik­unn­ar.

Krafðist mik­ill­ar skipu­lagn­ing­ar

„Það þýddi að ég þurfti að vera kom­in upp úr sjö á spít­al­ann og kom­in heim hálf­átta um kvöldið. Þetta þjálf­ar mann í hönd­un­um og maður varð sjálf­stæðari á skurðstof­unni. Þetta krafðist mik­ill­ar skipu­lagn­ing­ar fyr­ir heim­ilið og strák­ana,“ seg­ir Þór­dís en syn­ir henn­ar tveir voru litl­ir þegar hún og fyrri eig­inmaður henn­ar fluttu út svo hún gæti farið í nám.

„Þeir eru ynd­is­lega vel heppnaðir en það er líka pabba þeirra að þakka. Þann tíma sem ég var heima um helg­ar á kvöld­in helgaði ég mig al­ger­lega þeim. Ég vona að þeir hafi ekki slæm­ar minn­ing­ar um að mamma hafi alltaf verið í vinn­unni,“ seg­ir Þór­dís.

Eft­ir að fjöl­skyld­an flutti heim til Íslands skildi leiðir og Þór­dís fann ást­ina á ný og eignaðist dótt­ur. Þá var hún orðin 48 ára. Hún seg­ir það hafa komið á óvart hvað það hafi gefið sér mikið og verið minna mál en hún hélt. Það að eiga 11 ára gamla dótt­ur hef­ur þó breytt lífstakt­in­um og seg­ir Þór­dís að hún sé með mun verri for­gjöf í golfi – annað en vin­ir henn­ar sem eru á sama aldri.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir var gestur í Dagmálum Morgunblaðsins.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir var gest­ur í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Kon­ur og karl­ar hafa ólík­ar skoðanir á brjóst­um

Þór­dís lærði mikið af tveim­ur kven­kyns lýta­lækn­um þegar hún var í námi í Frakklandi. Hún seg­ir að þær hafi kennt sér margt en eitt af því sem þær lögðu ríka áherslu á var að hafa saum­ana sem pen­asta.

„Ég er svo þakk­lát fyr­ir þeirra sýn sem þær miðluðu mér. Þær hugsuðu mikið um þess­ar kven­legu lín­ur og hvar þú hef­ur skurðinn svo hann passi und­ir brjósta­hald­ar­ann,“ seg­ir Þór­dís.

Eru karl­ar og kon­ur með ólík­ar skoðanir á því hvað séu fal­leg brjóst?

„Það er alltaf erfitt að al­hæfa. Kon­ur vilja oft aðeins minni brjóst en karl­ar,“ seg­ir Þór­dís og seg­ir það skipti máli að horfa á brjóst­kass­ann áður en ákveðið er hvernig brjóst­in eigi að vera og hvort kon­ur vilji mikla eða litla brjósta­skoru.

Not­ar þú aðrar aðferðir þegar þú ert að minnka brjóst eða stækka brjóst en karl­kyns koll­eg­ar þínir?

„Já, að ein­hverju leyti en ekki alltaf. Þær kenndu mér að skurðinn und­ir brjóst­un­um í brjóstam­innk­un vill maður hafa stutt­an því ann­ars verður hann leiðin­leg­ur næst bringu­bein­inu. Ef hægt er reyni ég að hafa hann sem styst­an. Þær kenndu mér aðferð sem hef­ur reynst mér vel en hún snýst um að móta brjóst­in á borðinu þegar brjóst­in eru minnkuð þannig að skurður­inn verði sem styst­ur,“ seg­ir hún.

Miklu minna um brjóstas­tækk­an­ir með stór­um púðum

Talandi um brjóst. Þegar Þór­dís er spurð hvort Pipp-púðamálið hafi haft áhrif á kon­ur og ákv­arðanir þeirra seg­ir hún svo vera.

„Þetta hef­ur breyst tals­vert og það er merki­legt að upp­lifa það. Það er búið að tengja brjósta­púða við sjúk­dóma. Þetta get­ur kallað fram of­næmisviðbrögð og sjálfsof­næm­is­sjúk­dóma þótt það sé gíf­ur­lega sjald­gæft. Kon­ur í dag eru miklu bet­ur upp­lýst­ar en þegar ég byrjaði. Þær fylgj­ast með og þær lesa. Sem er af hinu góða. Í dag myndi eng­in kona koma og segja við mig að hún vildi sirka C-stærð af púðum og myndi segja mér að redda þessu.

Þær vilja vita, eins og eðli­legt er, hvers kon­ar púða þær eru að fá og hvaða áhætta fylg­ir því. Okk­ur ber skylda til að segja þeim að eng­in aðgerð sé áhættu­laus. Þró­un­in er að svona „pri­mer“ brjóstas­tækk­an­ir, þegar kona ákveður að fá sér púða til að stækka brjóst­in, eru sjald­gæfari í dag en þegar ég byrjaði. Ég flutti heim frá Frakklandi í lok árs 2006.

Auðvitað eru púðar alltaf notaðir og í notk­un en það er ekki eins al­gengt. Í dag er kannski ís­lenska kon­an að láta taka púðana, lyfta brjóst­un­um og hugs­an­lega setja sína eig­in fitu í brjóst­in,“ seg­ir Þór­dís.

Þórdís segir að sá tími komi þar sem fólk getur …
Þór­dís seg­ir að sá tími komi þar sem fólk get­ur ekki verið að elta elli­kerl­ingu með fylli­efn­um. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Fyll­ir brjóst með fitu

Hún seg­ir fær­ast í vöxt að fita sé tek­in af öðrum lík­ams­pört­um, sett í skil­vindu og hreinsuð og henni komið fyr­ir í brjóst­un­um. Þór­dís seg­ir að það sé yf­ir­leitt fal­legra að lyfta brjóst­un­um í leiðinni svo þau verði ekki niður­dreg­in.

„Yf­ir­leitt byrja ég á fitu­sog­inu. Fit­an fer í dauðhreinsað ílát, sem er lokað kerfi, hreinsuð, ein­angruð og komið fyr­ir í spraut­um, kannski á meðan ég er að lyfta brjóst­un­um og taka púðana. Svo kem ég fit­unni fyr­ir. Dreifi henni um brjóst­vef­inn.

Það er ekki þannig að maður geti sett ótak­markað magn af fitu í brjóst. Þetta er flutn­ing­ur á lif­andi vef og vef­ur­inn þarf að lifa flutn­ing­inn af. Fit­an þarf að fá blóðfæði. Ef maður er of gráðugur og ætl­ar að setja of mikið þá deyja frum­urn­ar. Maður þarf að passa vel upp á þetta og reyna að dreifa fit­unni jafnt. Svo lif­ir ekki öll fit­an af. Ef það eru bara 20% af fit­unni sem eyðast upp þá er maður glaður,“ seg­ir hún.

Fita í var­ir lif­ir ekki jafn­lengi

Er þetta ekki al­ger bylt­ing?

„Fitu­fyll­ing hef­ur verið gerð síðan fyr­ir alda­mót­in 2000 en það er vissu­lega aukn­ing í þessu. Við get­um notað fit­una í and­lit, í hrukk­ur og und­ir ör. Það hef­ur sýnt sig í upp­byggðum brjóst­um, sem er búið að geisla, að þá hef­ur fit­an þau áhrif að gæðin aukast í yf­ir­liggj­andi húð. Fitu­frum­an hjálp­ar til við að auka gæði vefja,“ seg­ir Þór­dís.

Þór­dís spraut­ar ekki bara fitu af öðrum lík­ams­hlut­um fólks í brjóst held­ur líka í and­lit.

„Henni er til dæm­is sprautað í kinn­bein,“ seg­ir Þór­dís.

Er það fyr­ir fólk sem vill vera með meiri bollukinn­ar?

„Við þurf­um ekki að fá meiri bollukinn­ar,“ seg­ir Þór­dís og hlær og á þá við hana sjálfa og blaðamann. Hún seg­ist nota fitu­fyll­ingu þegar hún fram­kvæm­ir and­lits­lyft­ingu.

„Þá set­ur maður það aðeins í kring­um munn­inn og í var­ir. Fita í var­ir lif­ir ekki jafn­lengi og fylli­efni í var­ir, en það er allt í lagi að nota fitu í var­ir ef maður er hvort sem er að nota hana í eitt­hvað. Eins og í bauga líka. Það ger­ir maður stund­um,“ seg­ir Þór­dís.

Get­ur orðið þreytt

Er al­gengt á Íslandi að fólk fari í and­lits­lyft­ingu?

„Það er ekki al­geng­asta aðgerðin sem ég geri. En vissu­lega kem­ur það fyr­ir,“ seg­ir hún.

Notk­un á fylli­efn­um og bótoxi hef­ur auk­ist mikið í heim­in­um í dag en hafa þau bara ákveðinn líf­tíma? Er bara hægt að nota þau í ákveðinn tíma?

„Það get­ur orðið svo­lítið þreytt. Sá tími kem­ur að maður get­ur ekki verið að elta elli­kerl­ingu með fylli­efn­um. Þegar ómögu­leg­heita­svip­ur­inn er kom­inn hingað niður að kjálkalínu þá er ekki hægt að setja mikið af fylli­efn­um til þess að fylla upp í það. Þá þarf maður að fara í and­lits­lyft­ingu.“

Ald­ur­inn mis­jafn

Hvað er fólk gam­alt þegar það fer í and­lits­lyft­ingu?

„Það er ofsa­lega mis­jafnt. Úti í heimi eru kon­ur að fara fyrr. Maður sér það á þing­um. Svo segi ég stund­um við skjól­stæðinga mína: „Ef við ætl­um að verða níræðar, hvenær ertu sátt við að verða elli­kerl­ing?“ Fólk get­ur helst ekki farið oft­ar en tvisvar í and­lits­lyft­ingu. And­lits­lyft­ing dug­ar í sjö til tíu ár. Get­ur hald­ist leng­ur. Það fer eft­ir lifnaðar­hátt­um og annað. Ef þú ætl­ar að fara 45 ára, ætl­ar þú þá að fara aft­ur þegar þú verður sex­tug? Það þarf aðeins að hugsa um framtíðina,“ seg­ir Þór­dís.

Þór­dís seg­ir að lýtaaðgerðir séu mun minna feimn­is­mál í dag en þær voru hér áður fyrr.

Hvers vegna eru lýtaaðgerðir minna tabú í dag?

„Kannski er fólk al­mennt opn­ara með þetta. Mér finnst til dæm­is al­gengt að fólk sem kem­ur í augn­lokaaðgerð segi að það þurfi ekk­ert að fela það.“

Var það einu sinni feimn­is­mál?

„Já, en núna finnst mér það ekki vera þannig. Fólk er jafn­vel mætt í vinnu, þótt það sé í þjón­ustu­störf­um, með smá sólgler­augu og með fullt af plástr­um í and­lit­inu. Þetta er minna feimn­is­mál. Fólk kem­ur í bótox og fylli­efni og fer beint í vinn­una eða á fund.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda