Ýrúrarí setti augu á ósöluhæfar peysur

Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið hörðum höndum við að gefa ósöluhæfum …
Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið hörðum höndum við að gefa ósöluhæfum peysum nýtt líf á saumastofu 66°Norður. Ljósmynd/Sigríður Margrét

66°Norður mun kynna nýtt sam­starf við Ýr Jó­hanns­dótt­ur, tex­tíl­hönnuð og lista­konu, á Hönn­un­ar­Mars sem hald­in er í Reykja­vík í næstu viku. Ýr starfar und­ir nafn­inu Ýrúarí og er hún með mikið fylgi á In­sta­gram eða 177 þúsund manns. Það er at­hygl­is­vert að hún er með afar stór­an hóp fylgj­enda frá New York sem er skemmti­leg staðreynd fyr­ir ís­lensk­an hönnuð.

Ýrúrarí er þekkt fyr­ir prjón, húm­or, og klæðilega list, með áherslu á sjálf­bærni og hringrás tex­tíl­efna. Hún hef­ur und­an­far­in ár unnið að því að end­ur­bæta og breyta göml­um peys­um úr fata­flokk­un­ar­stöðvum með því að gefa þeim nýj­an per­sónu­leika og and­lit. Mark­miðið er að auka gildi hverr­ar peysu með hand­verki og per­sónu­sköp­un sem gef­ur nýj­um eig­anda til­finn­inga­legt gildi sem dreg­ur úr lík­um á því að peys­an endi í rusl­inu. Ýrúrarí legg­ur ríka áherslu á leik­gleði og húm­or. En með því hef­ur henni tek­ist að vekja fólk til um­hugs­un­ar varðandi notk­un sína á tex­tíl og opnað augu þeirra fyr­ir því skemmtana­gildi og tján­ing­unni sem get­ur fylgt því að laga föt­in sín.

Ýrúrarí og 66°Norður fóru í samstarf fyrir HönnunarMars
Ýrúrarí og 66°Norður fóru í sam­starf fyr­ir Hönn­un­ar­Mars Ljós­mynd/​Sig­ríður Mar­grét

Sótti inn­blást­ur í tölustaf­ina 66

Ýrúrarí hef­ur gefið ósölu­hæf­um 66°Norður peys­um nýtt líf með því að hylja göt og aðra galla í efni með sér­hönnuðum bót­um úr af­skorn­um efn­is­bút­um sem fallið hafa til við fram­leiðsluna á síðustu árum. Í hönn­un­ar­ferl­inu á bót­un­um sótti Ýrúrarí inn­blást­ur í lög­un tölustaf­anna 66 sem prýða merki 66°Norður. Úr því urðu til augu, sem eru ein­kenn­andi fyr­ir hönn­un Ýrúrarí og býr til skemmti­leg­an per­sónu­leika fyr­ir flík­ina. Eft­ir þró­un­ar­ferlið með tölustaf­ina og með til­liti til þeirra tak­mark­ana sem fylgja notk­un af­gangs búta urðu til fljót­andi augu og lit­rík­ir bog­ar sem móta and­lits­drætti. En þeir geta myndað munnsvip, nef og auga­brún­ir.

Listakonan Ýrúrarí er þekkt fyrir augun.
Lista­kon­an Ýrúrarí er þekkt fyr­ir aug­un. Ljós­mynd/​Sig­ríður Mar­grét

Nýja lín­an verður frum­sýnd í versl­un 66°Norður á Hafn­ar­torgi nk. miðviku­dag frá kl 18 til 20.

Ýr sótti innblástur í lögun tölustafanna 66 þega hún hannaði …
Ýr sótti inn­blást­ur í lög­un tölustaf­anna 66 þega hún hannaði bæt­urn­ar. Ljós­mynd/​Sig­ríður Mar­grét
Flíspeysur eru ekki bara flíspeysur.
Flí­speys­ur eru ekki bara flí­speys­ur. Ljós­mynd/​Sig­ríður Mar­grét
Vandað var til verka þegar ósöluhæfar peysur fengu nýtt líf.
Vandað var til verka þegar ósölu­hæf­ar peys­ur fengu nýtt líf. Ljós­mynd/​Sig­ríður Mar­grét
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda