10 hlutir sem verða þeir allra heitustu í sumar

Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá tískudrottningum …
Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá tískudrottningum landsins! Samsett mynd

Sumarið er komið og landsmenn hafa notið sólríkra daga undanfarna viku. Með hækkandi sól fækkar þykku peysunum í fataskápnum og sumarlegri fatnaður laumast þangað inn í staðinn – en hvað ætli verði vinsælt í sumar?

Á óskalista vikunnar finnur þú tíu hluti sem tískusérfræðingar spá að verði það allra heitasta í sumar!

Þau eru komin aftur!

Manstu þegar ekkert dress var fullkomið án þess að innihalda stórt og áberandi belti? Eftir að hafa legið í djúpum dvala síðastliðinn áratug eru stóru beltin komin aftur í tísku!

Stórt belti fæst hjá Zara og kemur í hvítu og …
Stórt belti fæst hjá Zara og kemur í hvítu og rauðu. Kostar 8.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Kúrekaæðið heldur áfram!

Sannkallað kúrekaæði hefur heltekið tískuheiminn á undanförnum vikum og virðist allt stefna í að kúrekahattar verði vinsælasti fylgihluturinn meðal tískudrottninga um allan heim. Það er því nauðsynlegt að tryggja sér einn slíkan fyrir sumarið!

Kúrekahattur frá Brixton fæst hjá Boozt og kostar 7.669 krónur.
Kúrekahattur frá Brixton fæst hjá Boozt og kostar 7.669 krónur. Ljósmynd/Boozt.com

Rómantíkin blómstrar!

Rómantíkin verður í loftinu í sumar þegar sumarföt með blómum af ýmsum gerðum verða dregin fram. Blómin verða áberandi í klæðnaði tískudrottninga í sumar, hvort sem það eru litrík blómamynstur eða flíkur skreyttar með upphleyftum blómum eins og þessi fallegi toppur frá Zara er!

Blómatoppur fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur.
Blómatoppur fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Hlébarðatískan!

Hlébarðamynstrið hefur verið að gera allt vitlaust að undanförnu og virðast vinsældir þess bara fara vaxandi. Hvern dreymir ekki um að mæta í þessu tryllta setti frá Ganni á æfingu í sumar?

Íþróttasett frá Ganni fæst hjá GK Reykjavík. Buxurnar kosta 22.995 …
Íþróttasett frá Ganni fæst hjá GK Reykjavík. Buxurnar kosta 22.995 krónur og toppurinn kostar 14.995 krónur. Ljósmynd/Ntc.is

Þessi sem fer aldrei úr tísku!

Ef það er eitthvað sem fer aldrei úr tísku þá er það góður ilmur og ljómandi húð. Þessi dásamlega olía, Coco Mademoiselle frá Chanel, hittir alltaf beint í mark!

Góð og vel lyktandi líkamsolía frá Chanel fer aldrei úr …
Góð og vel lyktandi líkamsolía frá Chanel fer aldrei úr tísku! Ljósmynd/Chanel.com

Sjóðheitt sumarlúkk!

Í sumar verður nóg um hvítan og gegnsæjan fatnað, hvort sem það eru kjólar, pils eða toppar. Þessi fallegi kjóll er fullkomin til að gera fataskápinn aðeins sumarlegri – hann er einstakur en samt stílhreinn.

Kjóll fæst hjá Zara og kostar 15.995 krónur.
Kjóll fæst hjá Zara og kostar 15.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Óvænt og skemmtilegt!

Í sumar megum við búast við að sjá tískudrottningar taka hefðbundnar flíkur, eins og stutterma- eða hlýraboli, á næsta „level“ með skemmtilegum og óvæntum „cut out“ sniðum. 

Toppur frá Paloma Wool fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar …
Toppur frá Paloma Wool fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar 15.900 krónur. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

„Næntís“ endurkoma!

Sólgleraugnatískan verður spennandi í sumar og eflaust einhverjir sem geta dustað rykið af gömlum gersemum sem leynast aftast í fataskápnum!

Sólgleraugu frá A.Kjærbede fást hjá Fou22 og kosta 4.400 krónur.
Sólgleraugu frá A.Kjærbede fást hjá Fou22 og kosta 4.400 krónur. Ljósmynd/Scandiclub.de

Meira kúrekaæði!

Það eru ekki bara kúrekahattarnir sem verða áberandi í sumar heldur líka kúrekastígvélin!

Kúrekastígvél frá Ganni fást hjá Boozt og kosta 90.069 krónur.
Kúrekastígvél frá Ganni fást hjá Boozt og kosta 90.069 krónur. Ljósmynd/Boozt.com

Galla-allt!

Í sumar verður gallaefnið sjóðheitt og möguleikarnir endalausir þar sem fátt þykir jafn töff og að para saman gallajakka, gallabuxur og jafnvel gallavesti undir. Svo er alltaf klassískt að skella sér í flottan gallasamfesting!

Gallasamfestingur fæst hjá Selected og kostar 29.990 krónur.
Gallasamfestingur fæst hjá Selected og kostar 29.990 krónur. Ljósmynd/Bestseller.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda