10 hlutir sem verða þeir allra heitustu í sumar

Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá tískudrottningum …
Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá tískudrottningum landsins! Samsett mynd

Sum­arið er komið og lands­menn hafa notið sól­ríkra daga und­an­farna viku. Með hækk­andi sól fækk­ar þykku peys­un­um í fata­skápn­um og sum­ar­legri fatnaður laum­ast þangað inn í staðinn – en hvað ætli verði vin­sælt í sum­ar?

Á óskalista vik­unn­ar finn­ur þú tíu hluti sem tísku­sér­fræðing­ar spá að verði það allra heit­asta í sum­ar!

Þau eru kom­in aft­ur!

Manstu þegar ekk­ert dress var full­komið án þess að inni­halda stórt og áber­andi belti? Eft­ir að hafa legið í djúp­um dvala síðastliðinn ára­tug eru stóru belt­in kom­in aft­ur í tísku!

Stórt belti fæst hjá Zara og kemur í hvítu og …
Stórt belti fæst hjá Zara og kem­ur í hvítu og rauðu. Kost­ar 8.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Kú­rekaæðið held­ur áfram!

Sann­kallað kú­rekaæði hef­ur heltekið tísku­heim­inn á und­an­förn­um vik­um og virðist allt stefna í að kú­reka­hatt­ar verði vin­sæl­asti fylgi­hlut­ur­inn meðal tísku­drottn­inga um all­an heim. Það er því nauðsyn­legt að tryggja sér einn slík­an fyr­ir sum­arið!

Kúrekahattur frá Brixton fæst hjá Boozt og kostar 7.669 krónur.
Kú­reka­hatt­ur frá Brixt­on fæst hjá Boozt og kost­ar 7.669 krón­ur. Ljós­mynd/​Boozt.com

Róm­an­tík­in blómstr­ar!

Róm­an­tík­in verður í loft­inu í sum­ar þegar sum­ar­föt með blóm­um af ýms­um gerðum verða dreg­in fram. Blóm­in verða áber­andi í klæðnaði tísku­drottn­inga í sum­ar, hvort sem það eru lit­rík blóma­mynst­ur eða flík­ur skreytt­ar með upp­hleyft­um blóm­um eins og þessi fal­legi topp­ur frá Zara er!

Blómatoppur fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur.
Blómatopp­ur fæst hjá Zara og kost­ar 6.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Hlé­b­arðatísk­an!

Hlé­b­arðamynstrið hef­ur verið að gera allt vit­laust að und­an­förnu og virðast vin­sæld­ir þess bara fara vax­andi. Hvern dreym­ir ekki um að mæta í þessu tryllta setti frá Ganni á æf­ingu í sum­ar?

Íþróttasett frá Ganni fæst hjá GK Reykjavík. Buxurnar kosta 22.995 …
Íþrótta­sett frá Ganni fæst hjá GK Reykja­vík. Bux­urn­ar kosta 22.995 krón­ur og topp­ur­inn kost­ar 14.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Ntc.is

Þessi sem fer aldrei úr tísku!

Ef það er eitt­hvað sem fer aldrei úr tísku þá er það góður ilm­ur og ljóm­andi húð. Þessi dá­sam­lega olía, Coco Mademoiselle frá Chanel, hitt­ir alltaf beint í mark!

Góð og vel lyktandi líkamsolía frá Chanel fer aldrei úr …
Góð og vel lykt­andi lík­ams­ol­ía frá Chanel fer aldrei úr tísku! Ljós­mynd/​Chanel.com

Sjóðheitt sum­ar­lúkk!

Í sum­ar verður nóg um hvít­an og gegn­sæj­an fatnað, hvort sem það eru kjól­ar, pils eða topp­ar. Þessi fal­legi kjóll er full­kom­in til að gera fata­skáp­inn aðeins sum­ar­legri – hann er ein­stak­ur en samt stíl­hreinn.

Kjóll fæst hjá Zara og kostar 15.995 krónur.
Kjóll fæst hjá Zara og kost­ar 15.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Óvænt og skemmti­legt!

Í sum­ar meg­um við bú­ast við að sjá tísku­drottn­ing­ar taka hefðbundn­ar flík­ur, eins og stutterma- eða hlýra­boli, á næsta „level“ með skemmti­leg­um og óvænt­um „cut out“ sniðum. 

Toppur frá Paloma Wool fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar …
Topp­ur frá Paloma Wool fæst hjá Andrá Reykja­vík og kost­ar 15.900 krón­ur. Ljós­mynd/​Andrareykja­vik.com

„Næntís“ end­ur­koma!

Sólgler­augna­tísk­an verður spenn­andi í sum­ar og ef­laust ein­hverj­ir sem geta dustað rykið af göml­um ger­sem­um sem leyn­ast aft­ast í fata­skápn­um!

Sólgleraugu frá A.Kjærbede fást hjá Fou22 og kosta 4.400 krónur.
Sólgler­augu frá A.Kjær­bede fást hjá Fou22 og kosta 4.400 krón­ur. Ljós­mynd/​Scandiclub.de

Meira kú­rekaæði!

Það eru ekki bara kú­reka­hatt­arn­ir sem verða áber­andi í sum­ar held­ur líka kú­reka­stíg­vél­in!

Kúrekastígvél frá Ganni fást hjá Boozt og kosta 90.069 krónur.
Kú­reka­stíg­vél frá Ganni fást hjá Boozt og kosta 90.069 krón­ur. Ljós­mynd/​Boozt.com

Galla-allt!

Í sum­ar verður galla­efnið sjóðheitt og mögu­leik­arn­ir enda­laus­ir þar sem fátt þykir jafn töff og að para sam­an gallajakka, galla­bux­ur og jafn­vel galla­vesti und­ir. Svo er alltaf klass­ískt að skella sér í flott­an galla­sam­fest­ing!

Gallasamfestingur fæst hjá Selected og kostar 29.990 krónur.
Galla­sam­fest­ing­ur fæst hjá Selected og kost­ar 29.990 krón­ur. Ljós­mynd/​Best­sell­er.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda