Tveir farðar, einn augnskuggi og mikill raki

Harpa Guðmundsdóttir er hér með fallega brúðarförðun sem Sara Eiríksdóttir …
Harpa Guðmundsdóttir er hér með fallega brúðarförðun sem Sara Eiríksdóttir töfraði fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Ei­ríks­dótt­ir, alþjóðleg­ur förðun­ar­meist­ari Lancôme, er ný­kom­in heim frá Suður Frakka­landi þar sem hún heim­sótti Domaine De La Rose sem stend­ur á fjög­urra hekt­ara landi. Á þess­um stað rækt­ar Lancôme inni­halds­efni í ýms­ar vör­ur og ilmi. Sara lærði margt nýtt sem nýtt­ist vel þegar hún farðaði Hörpu Guðmunds­dótt­ur fyr­ir Brúðkaups­blað Morg­un­blaðsins.

Sara lagði áherslu á að húðin væri fal­leg og ljóm­andi. Þegar kem­ur að sjálfri förðun­inni vildi Sara hafa hana lát­lausa og end­ing­argóða. Það er fátt sem skipt­ir meira máli en að förðunin aflag­ist ekki þegar svona mikið er í húfi. Sara seg­ir að góð húðum­hirða skipti máli svo förðunin komi vel út og að það sé á al­ger­um bann­lista að prófa nýj­ar húðvör­ur dag­inn fyr­ir gift­ingu.

„Það skipt­ir máli að und­ir­búa húðina vel fyr­ir gift­ing­una svo förðunin verði sem fal­leg­ust. Hreins­un, raki og ljómi leika stórt hlut­verk í lýta­lausri förðun. Ég notaði mín­ar upp­á­haldsvör­ur á Hörpu en þar má nefna Génifique-and­litss­er­um, augnser­um og rakakrem en þess­ar vör­ur inni­halda góðgerla, hý­al­úrón­sýru og C-víta­mín sem gefa fersk­leika og þétt­ari áferð,“ seg­ir Sara.

Hún seg­ir að það skipti máli að leyfa húðvör­un­um að ganga vel niður í húðina. Þess vegna ákvað hún að byrja á því að farða aug­un á með húðvör­urn­ar voru að taka sig.

„Ég notaði Hypnô­se-augnskuggapall­ettu nr. 1, French Nude, sem er í miklu upp­á­haldi hjá mér ef ég er að gera nátt­úru­lega förðun. Ég notaði brún­an Le Stylo-augn­blý­ant til að ramma aug­un inn en hann er vatns­held­ur. Ég setti hann inn í efri vatns­lín­una til að fá þétt­ari og dekkri augn­háralínu. Svo setti ég Lash Idôle-maskar­ann sem þykk­ir, leng­ir, sveig­ir og end­ist án þess að smita eða molna,“ seg­ir Sara.

Til að fullkomna förðunina notaði Sara Lash Idôle-maskarann á efri …
Til að full­komna förðun­ina notaði Sara Lash Idôle-maskar­ann á efri og neðri augn­hár. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Sara farðaði augun á meðan húðin var að taka sig.
Sara farðaði aug­un á meðan húðin var að taka sig. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Notaði tvo ólíka farða

Nú var komið að húðinni sjálfri sem var orðin vel raka­fyllt og frísk­leg. Í ferðinni til Suður-Frakk­lands fór Sara í sýni­kennslu hjá förðun­ar­meist­ara Lancôme, Sheika Daley, en hún notaði bæði Teint Idole Ultra Wear-farðann og Care-in-Glow-farðann sem kom mjög fal­lega út. Sara ákvað að gera slíkt hið sama og byrjaði á að setja Care-in-Glow-farðann á mitt and­litið og rammaði inn og skyggði með hinum klass­íska farðanum. Care-in-Glow-farðinn er létt­ari, nátt­úru­legri og meira ljóm­andi á meðan hinn er meira þekj­andi og hálf­matt­ur. Sara notaði Care-in-Glow-hylj­ara und­ir augu, á höku og ör­lítið á ennið til þess að fá meiri birtu á and­litið og jafn­ari áferð.

„Ég notaði lit­laust púður yfir hylj­ar­ann svo hann myndi ekki smita eða leggj­ast í lín­ur. Fyr­ir hreyf­ingu og fersk­leika í förðun­ina setti ég sólar­púður og kinna­lit. Til þess að full­komna förðun­ina notaði ég Ab­solu Rou­ge-varalit nr. 253, Mademoiselle Am­anda, en hann gef­ur mýkt, raka og þæg­indi all­an dag­inn. Loka­skrefið og eitt það mik­il­væg­asta er svo All Nig­hter Sett­ing-spreyið frá Ur­ban Decay en það gef­ur aukna end­ingu, bland­ar förðun­inni fal­lega og ger­ir hana vatns- og smit­helda,“ seg­i­ar Sara.

Absolu Rouge-vataliturinn gefur mýkt og raka allan daginn.
Ab­solu Rou­ge-vatalit­ur­inn gef­ur mýkt og raka all­an dag­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Hér má sjá Hörpu tilbúna.
Hér má sjá Hörpu til­búna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Góð ráð fyr­ir stóra dag­inn - hvað á að gera og hvað ekki

  • Fara í prufu­förðun og vera búin að skoða inn­blást­ur á til dæm­is Pin­t­erest fyr­ir förðun.
  • Ef brúður vill vera með augn­hára­leng­ing­ar er gott að gera það fyr­ir prufu­förðun.
  • Ekki lita auga­brún­ir degi fyr­ir brúðkaups­dag­inn eða sam­dæg­urs.
  • Ekki setja brúnkukrem sam­dæg­urs og passa að setja ekki brúnku á inn­an­verða hand­leggi sem geta smitað í brúðar­kjól­inn.
  • Vera með „rescue-kit“ yfir dag­inn og kvöldið með helstu nauðsynj­um á við varalit, hylj­ara og eyrnap­inna.
  • Fela eyrnap­inna í brúðar­vend­in­um svo auðvelt sé að þerra tár eða lag­færa.
  • Ef brúður ætl­ar að vera með háls­men er sniðugt að festa það með augn­háralími svo það hald­ist á sín­um stað.
  • Ekki vera hrædd við að segja hvað þér finnst því þetta er þinn dag­ur og þú þarft að vera ánægð með förðun­ina.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda