Leyndarmálið á bak við útlit Heru Bjarkar

Emilía Tómasdóttir farðar Heru Björk Þórhallsdóttur í Eurovision.
Emilía Tómasdóttir farðar Heru Björk Þórhallsdóttur í Eurovision.

Hár og smink er stór hluti Eurovisi­on og sem dæmi þá kláruðu hár­greiðslu­fólk keppn­inn­ar yfir 400 lítra af hár­spreyi í keppn­inni fyr­ir ári síðan.

Em­il­ía Tóm­as­dótt­ir eig­andi hár­greiðslu­stof­unn­ar Emóra í Árbæ sér um hár og smink á Heru Björk Þór­halls­dótt­ur sem kepp­ir í Eurovisi­on í kvöld fyr­ir hönd Íslands. Það má segja að Em­il­ía sé hálf­gerð hirðhár­greiðslu- og förðun­ar­dama Heru Bjark­ar því hún hef­ur séð um út­litið á söng­kon­unni í 14 ár.  

Hvert er leynd­ar­málið á bak við geislandi út­lit Heru Bjark­ar? 

„Hera er með mjög góða húð sem er lyk­il­atriði. Við erum bún­ar að vera að vinna með ís­lensku húðvör­un­ar frá Taram­ar und­an­farna mánuði og þær eru mjög góðar. Það þarf að passa að drekka mikið vatn, þrífa húðina og sofa vel. Það skipt­ir mestu máli. Það sést mjög fljótt á húðinni ef fólk pass­ar ekki upp á það. Í sam­bandi við hárið þá þarf að hugsa vel um það og næra. Við erum bún­ar að vinna það sam­an í fjölda ára svo hún er alltaf með hárið nátt­úru­lega fal­legt. Við vilj­um sýna hvað hún er fal­leg og sjá til þess að hún geisli á sviðinu. Það þarf að hugsa líka um það að sminka fyr­ir sjón­varp er ekki það sama og að sminka fyr­ir partí. HD-sjón­varp sýn­ir allt. Það er mjög auðvelt að ferðast með Heru og við vinn­um þetta sam­an hvert sem við höf­um farið öll þessi ár,“ seg­ir Em­il­ía. 

Hera Björk Þórhallsdóttir á fyrstu æfingunni í Malmö.
Hera Björk Þór­halls­dótt­ir á fyrstu æf­ing­unni í Mal­mö. Sarah Louise Benn­ett
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda