10 hlutir sem útivistardrottningar landsins munu elska

Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá útivistardrottningum …
Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá útivistardrottningum landsins! Samsett mynd

Það er komið sum­ar og úti­vist­ar­drottn­ing­ar lands­ins eru komn­ar á kreik. Það er erfitt að toppa úti­vist í góðum hópi á fal­leg­um sum­ar­degi hér á Íslandi og því prýða óskalista vik­unn­ar tíu vör­ur sem munu falla vel í kramið hjá sólþyrst­um skvís­um.

Hjól sem gleður augað!

Það er fátt sem jafn­ast á við góðan hjól­reiðatúr með skemmti­legu fólki og í fal­legu um­hverfi. Það er hins veg­ar eitt sem get­ur gert hjól­reiðarn­ar tölu­vert skemmti­legri – það er fal­legt hjól!

Mono-hjól frá Tokyobike fæst hjá Reiðhjólaverzluninni Berglín og kostar 159.900 …
Mono-hjól frá Tokyobike fæst hjá Reiðhjóla­verzl­un­inni Berg­lín og kost­ar 159.900 krón­ur. Skjá­skot/​In­sta­gram

Full­kom­inn í laug­ina!

Á Íslandi rík­ir mik­il sund­lauga­menn­ing all­an árs­ins hring, en sum­arið er þó í sér­stöku upp­á­haldi hjá mörg­um sem fara enn oft­ar í laug­ina að synda eða sóla sig á sumr­in. Þá er nauðsyn­legt að eiga góðan og fal­leg­an sund­bol eins og þenn­an!

Sundbolur fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur.
Sund­bol­ur fæst hjá Zara og kost­ar 6.995 krón­ur. Ljós­mynd/​Zara.com

Fyr­ir úti­legu­drottn­ing­arn­ar!

Útil­egu­drottn­ing­ar lands­ins verða að eiga flott tjald, enda sofa þær ein­fald­lega bet­ur í tjöld­um sem eru líka fal­leg. Þetta tjald frá North Face er ekki bara fal­legt held­ur einnig létt og auðvelt í upp­setn­ingu – það hent­ar því sér­stak­lega vel fyr­ir göngu- og úti­vist­argarpa!

Göngutjald frá The North Face fæst hjá Útilíf og kostar …
Göngu­tjald frá The North Face fæst hjá Útil­íf og kost­ar 139.990 krón­ur. Ljós­mynd/​Utilif.is

Þessi sem stemn­ings­kon­urn­ar elska!

Sann­ar úti­vista­kon­ur elska alla úti­veru, ekki síst á pall­in­um uppi í sum­ar­bú­stað með góðum vin­um. Þessi fagri stóll er afar nota­leg­ur til að sitja í og njóta góða veðurs­ins!

Stóll og borð frá Espegard fæst hjá Vorverk og kostar …
Stóll og borð frá Espegard fæst hjá Vor­verk og kost­ar 55.000 krón­ur. Ljós­mynd/​Vor­verk.is

Hag­nýtt og þægi­legt!

CC-kremið frá Er­bori­an er full­komið í snyrti­budd­una í sum­ar og sér­stak­lega fyr­ir þá sem ætla að vera á ferðalagi og vilja hafa snyrtirútín­una ein­falda en fal­lega. Kremið dreg­ur úr sýni­leg­um ójöfnuð í húð og litatón húðar­inn­ar um leið og það gef­ur fal­lega þunna þekju. Svo er líka sól­ar­vörn í henni sem úti­vist­ar­drottn­ing­arn­ar elska!

Erborian CC-krem fæst hjá Beautybox og kostar 6.830 krónur.
Er­bori­an CC-krem fæst hjá Beauty­box og kost­ar 6.830 krón­ur. Ljós­mynd/​Beauty­box.is

„Gym og swim“ task­an!

Þessi taska er full­kom­in fyr­ir svo­kallað „gym og swim“ sem er sér­stak­lega vin­sælt á sumr­in, en þá fer maður fyrst í rækt­ina og svo í sund – ger­ist ekki betra!

Rúmgóð taska frá Sandqvist fæst hjá Mjöll og kostar 29.900 …
Rúm­góð taska frá Sandqvist fæst hjá Mjöll og kost­ar 29.900 krón­ur. Ljós­mynd/​Mjoll.is

Full­komn­ar krull­ur á fimm mín­út­um!

Útivist­ar­drottn­ing­in ætl­ar að nýta alla sól­ar­geisla sem koma í sum­ar og get­ur því ekki eytt hálf­tíma í að gera krull­ur í hárið. Hún er hins veg­ar snjöll og not­ar þess í stað hita­laust krullu­sett sem hún skell­ir í sig á kvöld­in og sef­ur með. Svo vakn­ar hún með full­komn­ar krull­ur og get­ur farið beint út í sól­ina!

Silki krullusett fæst hjá You do you og kostar 6.990 …
Silki krullu­sett fæst hjá You do you og kost­ar 6.990 krón­ur. Ljós­mynd/​Youdoyou.is

Nauðsynja­vara úti­vist­ar­drottn­ing­ar­inn­ar!

Útivist­ar­drottn­ing­in er alltaf til í að stoppa og setj­ast niður með góðan kaffi­bolla og jafn­vel poppa eina kampa­víns­flösku! Hún er viðbúin öllu og því alltaf með gott piknik-teppi í bíln­um eða tösk­unni.

Piknik-teppi fæst hjá Ramba Store og kostar 5.990 krónur.
Piknik-teppi fæst hjá Ramba Store og kost­ar 5.990 krón­ur. Ljós­mynd/​Ramba­store.is

Klass­ík­in!

Þú get­ur alltaf treyst á klass­ík­ina – eins og þess­ar flottu og stíl­hreinu göngu­bux­ur frá 66° Norður. 

Reykjavík göngubuxur fást hjá 66° Norður og kosta 28.500 krónur.
Reykja­vík göngu­bux­ur fást hjá 66° Norður og kosta 28.500 krón­ur. Ljós­mynd/​66n­orth.com

Þegar það er töff að vera raun­sær!

Að lok­um þurfa úti­vist­ar­drottn­ing­ar á Íslandi líka að vera raun­sæj­ar því stund­um eru veðurguðirn­ir ein­fald­lega ekki með okk­ur í liði. Þá kem­ur flott regn­kápa sér afar vel!

Regnkápa með vesti frá H2oFagerholt fæst hjá Fou22 og kostar …
Regn­kápa með vesti frá H2oFager­holt fæst hjá Fou22 og kost­ar 49.900 krón­ur. Ljós­mynd/​Mollyog­my.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda