„Kim Kardashian er ömurlegasta fyrirmynd kvenna“

Í ár mætti Kim Kardashian á Met Gala-hátíðina í kjól …
Í ár mætti Kim Kardashian á Met Gala-hátíðina í kjól eftir hönnuðinn John Galliano. AFP

Fyrr í vik­unni mættu skær­ustu stjörn­ur heims á hina ár­legu Met Gala-hátíð í New York-borg, en hátíðin þykir með stærstu tísku­viðburðum heims. Raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an hef­ur sætt mikla gagn­rýni eft­ir að hún mætti í níðþröng­um kjól sem þrengdu svo að mitt­inu að hún virt­ist eiga erfitt með að ná and­an­um. 

Kar­dashi­an vakti einnig mikla reiði á síðasta ári þegar hún mætti á hátíðina í kjól sem var áður í eigu leik­kon­unn­ar Mari­lyn Man­roe, en til þess að kom­ast í kjól­inn missti hún átta kíló á aðeins þrem­ur vik­um. 

Með mar­bletti á rif­bein­un­um eft­ir kjól­inn

Sál­fræðing­ur­inn og einkaþjálf­ar­inn Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, bet­ur þekkt sem Ragga Nagli, birti pist­il á Face­book-síðu sinni sem hef­ur vakið þó nokkra at­hygli.

„Kim Kar­dashi­an er öm­ur­leg­asta fyr­ir­mynd kvenna að mati Nagl­ans. Vel­komið að telja mér hug­hvarf. Fyr­ir Met Gala ballið árið 2022 neitaði hún sér um grunnþörf manns­ins í fóðri til að smokra sér í kjól af Mari­lyn Mon­roe.

Í ár gekk hún þó skref­inu lengra með að neita sér um enn mik­il­væg­ari grunnþörf sem er súr­efni til að smokra sér í korsilettu. Af mynd­um að dæma virðast inn­yfl­in vera í kremju, rif­bein­in í mauki og önd­un virðist ekki vera í boði því lung­un eru vakúmpökkuð með ekk­ert pláss til að þenj­ast um milli­meter. Kim þurfti tvo aðstoðar­menn til að skakklapp­ast upp tröpp­urn­ar til að kom­ast inn á ballið og mynd­bönd bakvið tjöld­in sýna mar­bletti á rif­bein­un­um. Með herkj­um gat hún rétt kreist fram brosvipr­ur því þján­ing­in úsaði af and­lit­inu.

Þessi kona er með 363 milj­ón fylgj­end­ur á In­sta­gram og lík­lega valda­mesti áhrifa­vald­ur fyr­ir kon­ur á öll­um aldri. Við sem erum eldri en tvæ­vet­ur get­um flest séð í gegn­um þetta endem­is rugl og af­skrifað sem full­kom­inn gal­skap.

En yngri kyn­slóðin með sinn óþroskaða fram­heila fá skila­boð um að þú átt ekki að njóta þín á balli með að klæðast þægi­leg­um fatnaði. Þú átt held­ur ekki að fara vel nærð á ball til að hafa orku í dans og gleði. Þú átt að svelta og þjást og varla geta hreyft þig um milli­meter nema með aðstoð. Varla geta gubbað upp einu orði því þú nærð ekki and­an­um. Þú get­ur ekki komið niður mat­ar­bita á ball­inu því mag­inn er reyrður í drasl. Gleymdu því að brosa... hvað þá hlæja. Og klæðast fatnaði frá Vikt­oríu­tím­an­um sem táknaði kúg­un feðraveld­is sem vildi móta kven­lík­amann í lík­am­lega von­laust form.

En árið 2024 vill Kim end­ur­vekja óraun­hæf­ar, óheil­brigðar hug­mynd­ir um lík­am­legt út­lit kvenna sem hrein­lega eru hættu­leg­ar heils­unni. Að klæðast korsilettu olli yf­irliðum, rýrn­un bakvöðva, af­mynd­un á hryggj­arsúlu, fæðing­argalla barna og melt­ing­ar­trufl­un­um. En það vill svo til að Kim sel­ur ein­mitt níðþrönga húðlitaða sund­boli inn­anund­ir fatnað til að stramma allt upp. Kim send­ir skila­boð um að lík­am­inn þinn sé skraut­mun­ur eins og Omaggio vasi eða Iittala kerta­stjak­ar. Þú átt bara að standa graf­kyrr og láta horfa á þig. Það sé þitt fram­lag til heims­ins.

Böl­sóti lokið..... sit hér í þægi­leg­um jogg­ing­bux­um, víðum stutterma­bol og Sloggi brjóstatopp að pikka á lykla­borðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda