Vörurnar sem eru alltaf í snyrtibuddu Sabrinu Carpenter

Sabrina Carpenter þykir ein heitasta tónlistarkonan í dag!
Sabrina Carpenter þykir ein heitasta tónlistarkonan í dag! Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an Sa­brina Carpenter hef­ur verið að gera allt vit­laust að und­an­förnu, en það er ekki ein­ung­is und­ur­fög­ur rödd henn­ar sem hef­ur heillað heim­inn held­ur einnig ljóm­andi og fal­legt förðun­ar­lúkk sem er ein­kenn­andi fyr­ir hana. 

Aðdá­end­ur henn­ar hafa beðið spennt­ir eft­ir að skyggn­ast ofan í snyrti­buddu Carpenter, en hún deildi sín­um allra upp­á­haldsvör­um á TikT­ok. Þar opnaði hún snyrti­budd­una sem inni­held­ur þær vör­ur sem hún fer ekki út úr húsi án.

Fyrsta var­an sem hún dreg­ur upp úr snyrti­budd­unni er varag­loss frá Hourglass í litn­um Desire sem er kald­tóna bleik­ur lit­ur. Hún seg­ist vera sér­stak­lega hrif­in af áferðinni sem er fal­leg, létt og gljá­andi. 

Phantom Volumizing Glossy Lip Balm í litnum Desire er alltaf …
Phantom Volumiz­ing Glossy Lip Balm í litn­um Desire er alltaf í snyrti­buddu Carpenter. Ljós­mynd/​Sephora.com

Því næst tek­ur hún upp vara­blý­ant frá Make Up For Ever sem hún seg­ir að sé henn­ar allra upp­á­halds. „Þeir vita sem vita. Og ég er vara­blý­ants-stelpa til dauðadags. Ég er nokk­urn veg­inn alltaf með vara­blý­ant á vör­un­um,“ seg­ir hún í mynd­band­inu. 

Carpenter segist elska varablýanta, en Artist Solor Pencil Longwear Lip …
Carpenter seg­ist elska vara­blý­anta, en Art­ist Sol­or Pencil Longwe­ar Lip Liner frá Make Up For Ever í litn­um Wh­erever Walnut er í upp­á­haldi. Ljós­mynd/​Sephora.com

„Ég trúi ekki að ég sé að segja frá þessu“

Næsta vara sem Carpenter dreg­ur upp úr snyrti­budd­unni er kinna­lit­ur frá MakeUp By Mario í litn­um Rose Crush, en hún seg­ir þessa vöru vera nýj­asta upp­á­haldið henn­ar. „Ég stend líka föst á því að kinna­lita­burst­inn fyr­ir þenn­an kinna­lit sé hluti af því sem ger­ir það að verk­um að hann fer svona fal­lega á mann,“ seg­ir hún. 

Uppáhaldskinnaliturinn er Soft Pop Plumping Blush Veil frá Makeup By …
Upp­á­haldskinna­lit­ur­inn er Soft Pop Plump­ing Blush Veil frá Makeup By Mario í litn­um Rose Crush. Ljós­mynd/​Sephora.com

Að lok­um sýn­ir hún vöru frá Nu­dest­ix sem er krem­vara sem dreg­ur úr olíu á húðinni og býr til matta og fal­lega áferð, en vör­una seg­ist hún nota yfir dag­inn á þau svæði sem verða ol­íu­kennd í gegn­um dag­inn. „Ég trúi ekki að ég sé að segja frá þessu, ég er mjög hrædd við það, en ég ætla að gera það til að bæta mann­kynið,“ seg­ir hún um vör­una. 

Blot & Blur Matte Stick frá Nudestix er alltaf í …
Blot & Blur Matte Stick frá Nu­dest­ix er alltaf í snyrti­budd­unni. Ljós­mynd/​Sephora.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda